Vikan

Tölublað

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 12

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 12
r" ' ' ■ . ■ ... : Mtt ||lll|l ITUTTUGU OG TVÖ ÁR hefir pabbi oröið að bera hita og þunga dagsins í heimilishaldi okkar, í bókstaflegri merkingu. Hann var þrjátíu og tveggja ára þegar hann giftist og þar með var lokið frjálsu og áhyggjulausu lífi hans. Ástæðan var auðvitað mamma mín. Ég fæddist daginn sem hún varð nitján ára. Síðan eru liðin tuttugu og eitt ár og hún hefir eignazt fimm börn í viðbót, án þess að hún beri þess nein merki. Hún er ein af þeim konum sem yngist með hverju barni. Hún er liugsunarlaus, fljótfær og geislar af sjarma. Hún hefir alveg ótrúlega hæfileika til að hafa álirif á umhverfi sitt, fram- úrskarandi félagslynd og í viðbót við þetta allt er hún mjög falleg. Mamma hefir lag á þvi að gera vissa hluti á skemmtilegan og list- rænan hátt, eins og til dæmis að búa til grímubúninga. En við hvers- dagslegu skyldustörfin lendir liún venjulega í vandræðum og mestu hringiðu, og þá er pabbi björgunarbeltið, sem forðar henni frá drukkn- un. Hún heldur geysistór, skemmtileg, (og dýr) afmælisboð, og jólin hjá okkur eru glitrandi furðuverk. Hún er óspör á að skrifa ávisanir, og blikkar bara kaupmanninn í staðinn fyrir að borga reikninginn, þegar hún hefur eytt matarpeningunum í fatakaup á sjálfa sig. En til að hún njóti sannmælis verð ég að bæta þvi við að hún bliklcar kaupmanninn lílca þegar hún borgar reikninginn, hún er bara svona. Mamma er hreinn meistari í matargerð, sérstaklega þegar að hún getur búið til spennandi rétti, og heimili okkar er, eins og sagt er í blöðunum, innréttað á persónulegan hátt. En áður en pabbi tók að sér að sjá um matarinnkaup og yfirleitt öll útgjöld heimilisins, var það alltaf segin saga, að siðustu vikuna í hverjum mánuði var búrið tómt og lítið uin mat. Mamma málaði kommóðuna mina og skreytti liana með dá- samlegum blómagreinum, en ég man ekki til að þar liafi nokkru sinni verið tveir sokkar af sama tagi í skúffunum. Og ég gleymi aldrei hvað aumingja pabbi barðist hetjulega til að fá okkur sex börnin til að hafa einhverja reglu á dót- inu okkar. En þetta tillieyrir allt liðina tímanum. Nú er ég orðin tuttugu og eins árs, mamma fjörutíu og yngri systkini min orð- in nógu gömul til að hugsa um sig sjálf. Meinið er bara að mamma virðist ekki vera mikið yfir tvítugt, en ég gæti liæglega verið á fertugsaldri. Það þarf ekki að virða okkur tvær fyrir sér, til að hætta að trúa á stjörnu- speki. Stjörnurnar okkar liljóta að hafa villzt eitthvað á braut sinni, á þeim árum sem liðu milli fæðingarára okkar mömmu. Ég er samvizkusöm, iðin, dugleg og reglusöm. Þetta er sorg- legt, en satt. Ég erfði vellagaða fætur mömmu og græn augu, en þessutan persónuleika pabba, sem lielzt má líkja við akkeri. Mér hefir aldrei dottið i hug að nokkrum manni kæmi til hugar að elska mig sjálfrar mín vegna, en allir sem koma í nálægð mömmu tilbiðja hana, börn, konur og karlar, sérstak- lega þó karlmenn. Með tilliti til þess liefðu öll kynni okkar af Urban Björn- son ekki þurft að skapa þann óróa sem þau gérðu. En það var vegna þess að Urban Björnson var öðruvisi en allir liinir. í fyrstu varð ég hrædd. Þið verðið að reyna að skilja hvernig þetta var allt saman. Þrátt fyrir þann lierskara af karlmönnum, sem daglega létu í ljós aðdáun sína á mömmu, var það greinilegt að pabbi var einasti maðurinn i lífi hennar. Hún gat grinazt við kaupmanninn, til að viðhalda vináttunni við hann og gefið pípu- lagningamanninum kaffi, svo að hann liugsaði sig tvisvar um áður en hann færi að semja reikninginn. En þegar pabbi kom á kvöldin, þrainmandi frá brautarstöðinni, og á sinn rólega liátt fór að grennsl- ast eftir hvað hefði skeð, meðan hann var fjarverandi, þá byrjaði raunverulega dagurinn hjá mömmu. Að vissu leyti endaði dagur- inn hennar líka, þegar pabbi var farinn til vinnunnar á morgnana. Þessi innilega ást þeirra livort á öðru, var svo bersýnileg og skap- aði öryggistilfinningu lijá okkur börnunum, þrátt fyrir það að mamma var þetta fiðrildi. Þegar Urban kom til skjalanna, reyndi ég að telja sjálfri mér trú um að ég þyrfti ekki á þessari öryggiskennd að lialda lengur, en liafði áhyggjur af systkinum mínum. Þetta byrjaði allt á venjulegum virkum degi í liaust. Við sátum við matborðið og mamma sagði allt í einu: — Við erum búin að fá nýjan nábúa. Hann er ekkjumaður og á fjögra ára telpu. Hann liefir ráðskonu sem er alveg hrútleiðinleg. Ég lield við ættum að fara til lians og tala við hann, Paul. Hann þekki ábyggilega ekki nokkra manneskju hér.... Mamma lét alltaf eins og að það væri pabbi sem stæði fyrir öllu félagslífi fjölskyldunnar. En ég er viss um að þótt pabbi sæti fast- ur í lyftu með öðru fólki í þrjá sólarliringa, þá hefði liann ekki VIKAN 27. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.