Vikan

Tölublað

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 17

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 17
Safnast þegar saman kemur Gamlir íslenzkir vörupeningar. Það er ekki ýkjalangt síðan það fréttist að Ólafur Guðmundsson, lögregluþjónn, hefði seit myntsafn sitt fyrir þokkalegan pening, en hann hafði um árabil safnað íslenzkum seðlum og mynt, og var safn hans talið meðal þeirra beztu hérlendis. Annar maður á mjög fullkomið myntsafn, bæði íslenzkt og erlent, en hann heitir Sig- mundur Kr. Ágústsson og býr að Grettisgötu 30. Þegar við heimsóttum hann, var hann að vísu upptekinn við frímerkin sín, því hann bæði safnar, selur og kaupir þau, og hefur af því atvinnu nú orðið. Áður fyrr var hann flöskukaupmaður, þ.e.a.s. hann keypti tómar flöskur af öllum stærðum og gerðum og seldi þær aftur til framleiðenda með ein- hverjum hagnaði, en nú segir hann slíkt ekki svara kostnaði, þegar flöskur og allskonar aðrar umbúðir eru fluttar inn og lítill hörgull orðinn á slíku. En frímerkjaverzlunin er semsagt hans aðalatvinna, og sem tómstundaáhugamál hefur hann myntsöfnunina. Safnið geymir hann í vöduðum skáp, sérstaklega smíðuðum með grunnum skúffum, fóðruðum klæði, og eru skúffurnar merktar því landi, sem myntin er frá. íslenzka safnið er mjög fullkomið, og vantar þar lítið á að þar finnist allir þeir pen- ingar, sem út hafa verið gefnir hér á landi. Hann hefur kynnt sér sögu margra pening- anna, ekki sízt þeirra íslenzku, og safnar auðvitað öllum þeim samskonar peningum, sem slegnir eru á mismunandi tíma. Sigmundur Kr. Ágústsson með myntsafn sitt. MYNT Úr myntsafni Sigmundar. EGG Það þarf töluvert staðgóða þekkingu á fuglum, fuglalífi og staðháttum hér á landi, til að safna fuglaeggjum — hvort sem þessi kunnátta er fyrir hendi, eða kemur smátt og smátt vegna áhugans á söfnuninni. En Bolli Sigurhansson rafvirkjameistari hefur svo lengi safnað eggj- um, að hann veit varla hvort á undan kom, þekkingin eða eggin. Hann byrjaði semsagt sem unglingur í sveit að safna, enda mun hann nú eiga öll egg íslenzkra varpfugla, að þrem und- anteknum sem hann er vonlítill um að ná í öll. Það er egg arnarins, snæuglunnar og haftyrð- ilsins, og líklega einasta vonin að fá þau frá öðrum löndum. Snæuglueggið á hann von með að fá frá Noregi, haftyrðilinn er helst von að fá frá Grænlandi. Það þarf mikla þekkingu á háttum fugla til að safna eggjum þeirra, og þá auðvitað fyrst og fremst hvar þeir verpa og hvernig þeir haga sér, tegundir þeirra og afbrigði o.s.frv. Mesta ánægju hefur Bolli af skiljanlegum ástæðum af þeim eggjum, sem hann hefur sjálfur náð, en þó eru nokkur þeirra, sem hann hefur fengið hjá kunningjum og í skiptum. Þess utan á hann nokkuð af erlendum eggjum. Upphaflega segir Bolli að sér hafi mistekizt vegna þekkingarleysis, þegar hann gerði örlít- il göt á báða enda eggjanna og blés úr þeim. Betra er, segir hann, að gera eitt gat á mitt eggið, og blása úr þeim með sérstöku áhaldi. Þá er hægt að láta eggið liggja á gatinu, sem sézt þá ekki. Það þykir galli meðal eggjasafnara, að hafa tvö göt á endum eggjanna. Stærsta egg Bolla er álftaregg, en hið minnsta músarrindilsegg. Bolli Sigurhansson mcð dæluna, sem hann notar til að tæma egg. Úr egggjasafni Bolla. VIKAN 27. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.