Vikan

Tölublað

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 18

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 18
 ' ' '■ v *'% lilllli m '' g.\ - ,, # i iiliiiliiii , \ \ K' . •Íiiiiiiii: ■ /■ \l i'"' WmBm •: •;■•.• r liiiiii Í ! !:.•■' ;i:i;i:-;i:i i , I Efftip Anna-Llsa Verner Ég er þrjátíu og sjö ára gömul og fráskilin. Eg hefi sem sagt tölu- verða lífsreynslu. Ég er innkaupastjóri í kvenfataverzlun, og mér hefir oft verið sagt að ég sé lagleg og aðlaðandi. Þeir menn sem ég hitti í starfi mínu eru yfirleitt framleiðendur, tízkuteiknarar og sölumenn. Þeir hafa ekkert á móti smá daðri eða stundarævintýrum, en það eru ekki þessháttar menn sem ég hefi áhuga á. Mig langar til að giftast og eignast heimili aftur. Já, það er heldur ekki of seint fyrir mig að eignast barn. Ég er sannarlega engin undantekning. Alls staðar eru konur, sem gjarnan vilja giftast, leita sér að lífsförunaut á vinnustað, dansstöðum og ( sumarferðalögðum. Hvað á að gera í slíkum tilfellum? — Ég kyngdi þrisvar, — og fór svo til hjúskaparmiðlara. Þar hlýtur maður að hitta karlmenn sem hafa sama áhugamál, þeir hafa líka hug á að giftast. 4000 krónur fyrir eiginmann. Eigandi þessarar miðlunarskrifstofu var kona, sem bar einhvers- konar aðalsnafn. Skrifstofan var við mjóa götu í miðbænum, þar sem ég bý. Ég verð að viðurkenna að þegar ég kom að dyrunum, greip mig ofsahræðsla. Ég skammaðist mín, og þó var þetta ekkert til að skammast sín fyrir. Eigandinn tók sjálf á móti mér, kona um fimmtugt, frekar feitlagin. Hún var vel snyrt og var í svörtum kjól, sem að ég sá strax að hafði verið rándýr. Hún bauð mér inn í herbergi sem búið var dýrum hús- gögnum, austurlenzkum teppum, olíumálverkum og silkigluggatjöld- um. Þetta leit allt mjög vel út. Við settumst og ég fann hvernig hendur mínar skulfu af tauga- spenningi. En frúin sem sat andspænis mér, og ég ætla að kalla frú X, var ekkert annað en elskulegheitin. — Svona lagleg kona eins og þér, verður ekki í vandræðum með að ná sér í lífsförunaut, sagði hún hughreystandi. Jg VIKAN 27. tbl. Ég sótti í mig veðrið og spurði blátt áfram, hvað það kostaði að eignast eiginmann. Hún svaraði, jafn blátt áfram að það kostaði 4000 krónur strax og síðan 6000 krónur, ef ég fengi hentugan eiginmann fyr- ir hennar tilstilli. — En þá er það venjulega karlmaðurinn sem borg- ar þá upphæð. Fyrir þessar 4000 krónur keypti ég mér réttinn til að hitta hjúskap- arkandidata í eitt ár. Ekki kom til greina að borga bara helminginn fyrirfram. Svo byrjaði frú X að fylla út skýrslur. Það varð að vera samvizku- samlega gert. Fæðingarstaður og ár. Fyrrverandi hjónaband, atvinna fyrrverandi eiginmanns og tekjur. Heilsufar, laun, atvinna. Áhugamál: — Ást á börnum og dýrum. — Og hvaða atvinnu viljið þér helzt að tilvonandi eiginmaður stundi? spurði frá X. Spurningin kom mér á óvart. Ég sagði það fyrsta sem mér datt í hug. — Tannlæknir .... — Er það nú alveg nauðsynlegt? Hún var mjög alúðleg. — Er ekki hægt að notast við aðra akademiska borgara, til dæmis verkfræðing eða lögfræðing? — Jú mér fannst það gæti komið til greina. Svo skildi ég við hana og lofaði að koma daginn eftir og hafa þessar 4000 krónur með mér. Þá átti ég líka að hitta fyrsta fórnar- dýrið. ASdáandi nektarmenningar. Þegar ég fór daginn eftir, hafði ég snyrt mig eftir öllum kúnstar- innar reglum og gert allt sem hægt var fyrir útlitið. Ég var skjálfandi og taugaóstyrk. Ég huggaði mig við það að maðurinn væri í sama bát, og að svona skrifstofur höfðu oft stofnað til hjónabanda, sem voru hamingjusöm. •— Þessi maður er verkfræðingur, hvíslaði frú X. — Þrjá tfu og sex ára. Stúdent, lærði á tækniháskóla og vinnur nú hjá stóru fyrirtæki.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.