Vikan

Tölublað

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 21

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 21
Samkvæmt gamalli, danskættaðri hefð, þó tíðkast í betri húsum að hafa daglega íverustofu og stóssstofu, sem hér ó íslandi þurfti helzt að vera blómáluð. í þá stofu var boðið einhverskonar betri sort af gestum, en heimilisfólkið notaði hana helzt ekki, enda var stássstofan oft köld og óvistleg. í seinni tíð hefur þróunin orðið sú, að jafnan er höfð ein stofa í hverri íbúð; það er aðal íverustaður fjölskyldunnar og um leið sá staður, þar sem gestir eru leiddir til sætis. Samt er stássstofan ekki alveg dauð, og mun vera hægt að finna hana á ýmsum gamalgrónum heimilum efnamanna. Þar eru glerkýr og krystall og aðrir safngripir, sem ekki þola daglega um- gengni, allra sízt þar sem börn eru. Nú verða stofur stærri og stærri og stundum er einhver hluti stofunnar stúkaður af sem bókaherbergi eða húsbóndaherbergi, en í nýjum húsum er yfirleitt ekki gert ráð fyrir stássstofum. Það er oft alltof mikið miðað við gesti; það er eins og sjálf fjölskyldan skipti ekki nærri eins miklu máli og hugsanlegar gestakomur. Stofan á að vera umgjörð um heimilislífið, vist- legur staður með munum, sem ekki eru svo viðkvæmir, að þeir þoli ekki venjulega umgengni, né séu í hættu þó börn gangi um. Þrátt fyrir þetta get- ur stofan haft fínlegan svip eða grófan. Og hvorttveggja getur farið vel. Sjá nánar það sem stendur undir myndunum. VIKAN 27. tbl. 21 <1 Stofa úr frönsku einbýlis- húsi. Hér er bersýnilega lögð áherzla á grófa áferð, svo grófa, að mörgum mun finnast að líkt eigi bara við í sumarbústað. En hversvegna? Ef þeim sem byggir líður betur í gróf- unnu húsi af þessu tagi, því skyldi hann þá ekki hafa heimili sitt þannig. Það getur engu síður ver- ið mjög smekklegt. Sumir hafa bent á, að húsakynni úr grófu efni líkt og hér er sýnt, séu nær uppruna mannsins, og þessvegna séu allar líkur til þess, að honum muni líða betur þar. Sem sagt, það er nær nátt- úrunni. [ loftinu eru bitar úr grófri og kvistóttri furu, en yfir þeim báruplast með Ijósum á bakvið. Það gef- ur jafna lýsingu um alla sfotuna, ef óskað er. Vegg- urinn til vinstri er úr grjóti, en gróf klæðning á enda- veggnum. A miðju gólfi er loðið teppi og til þess að O mynda andstæður, eru hús- gögnin hin vönduðustu, sem völ er á: hringlaga, hvítt sófaborð, Eams-hæg- indastóll úr palisander og svörtu leðri og stangaður og mjúkur sóffi einnig úr svörtu leðri, næst á mynd- inni. Til vinstri er harðvið- arskápur fyir plötuspilara og plötusafn, en á veggn- um til hægri er stórt, ab- strakt málverk. Hér er stofa úr amerisku húsi, sem er vissulega fín og frambærileg fyrir hvern sem er. Samt er hún hugs- uð fyrst og fremst sem hentugur íverustaður og á ekkert skylt við safn. Lit- irnir eru mest í brúnu og gulu. í gluggunum, sem ná niður í gólf, er harðviður, á gólfinu er gróft, gulbrúnt teppi, sem fer einkar vel við furuvegginn lengst til hægri. Klæðningin er lá- rétt á honum. Arinninn er úr smíðajárni og nær ekki alveg niður á gólfið. Plat- an á sófaborðinu er úr slit- sterku mósaik og stóllinn næst á myndinni með bak og setur úr ofnu basti. A sófanum er gróft og sterkt, gult áklæði. Hér er enginn hlutur svo viðkvæmur, að hann þoli ekki vel daglega notkun, en samt er þetta einstaklega falleg stofa. Á heimssýningunni í New York eru sýnd þrjú einbýl- ishús, eitt „ultramoderne'', sem sagt hefur verið frá í Vikunni og annað í þeim stíl, sem þeir fyrir vestan kalla Colonial. Hér er mynd af stofunni úr því húsi. Það hafði yfir sér gamaldags hlýleika, enda þótt það væri splunkunýtt. Gólfið þarna í stofunni er úr misjafnlega breiðum, þykkum gólffjölum, en ekki þessum venjulega gólfpan- el. Á veggjum eru þiijur úr einhverskonar rauðleitri harðfuru og óheflaðir bjálk- ar í loftinu. Húsgögnin eru að sjálfsögðu amerísk og af því tagi, að fæstir vildu líklega eiga þau hér. Þau voru mjög þung og mjúk, en beztu hægindi. Sóffa- borðið, skápurinn og koll- arnir á gólfinu eru í stíl við heildina. Aðalljósinu hefur verið komið fyrir I gömlu Ijóskeri úr smiða- járni. Þetta var mjög heim- ilislegt hús,- maður fann það á sér, að það væri gott að búa í því. O

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.