Vikan

Tölublað

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 22

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 22
FRAM H ALDSSAG A BFTIR VICKI BAUM * % Hann sat með sængur við bakið, á börum, klæddur í skrýtna, barnalega náttskyrtu og reykti vindilinn sinn. Það var þessi vindill, sem fullvissaði Ann um, að hann gæti ekki verið í alvarlegri hættu. — Allsstaðar er það Charley, sagði Anderson. — Nú man ég það. Hann sagði mér einu sinni, að hann hefði unnið að nokkru leyti fyrir sér á skólaárunum með því að gefa blóð. Hann fékk þrjú ensk pund fyrir hvert skipti. Hann ætti að hafa æfinguna. Jeff ... Hvar í andskotanum er Jeff nú? Hún hafði verið við hlið hans fyrir sekúndu, en síðan komið auga í tvær innfæddar hjúkrun- arkonur, sem leiddu tvo kúlía niður eftir gangstígnum í áttina að einu húsinu. Án þess að hika fylgdi hún þeim eftir, ávarpaði hjúkrunarkonuna og svo var sannfæringarkraftur hexmar mik- ill, að fáeinum mínútum seinna var búið að koma Wajang litla fyrir í sjúkrarúmi. Hann var fremstur í biðröðinni og yrði tek- inn til athugunar strax og Grad- er hafði lokið sér af við tuan bes- ar. Meðan þessu fór fram, höfðu morgunfuglarnir hafið söng sinn til að flýta fyrir döguninni og litir garðsins urðu gráir og mistrið varð þyngra yfir flötinni. Aftur heyrðist í bíl ofan götuna. — Þarna eru þeir, sagði And- ers, þegar vörubíllinn nam stað- ar með vælandi hjólum og annar hópur kúía, ekki eins særður og sá fyrri, var leiddur upp þrepin. Pat horfði á þá og brosti beisk- lega. — Ég býst við að þér verð- ið að bíða þangað til þeir hafa allir fengið blóðeitrun af þessum óhreina hníf. Drottinn minn, ég vissi að þér mynduð ekki hlusta á mig. Kannske ég ætti heldur að ná í ungfrú Halden, hún virð- ist vera sú eina sem getur kom- izt í samband við yður. — Ég skal gá að henni sjálfur, flýtti Anders sér að segja. Drottinn minn hvað hann er brjálaður í þessa stúlku, hugsaði Pat. Hann getur ekki verið án hennar í fimm mínútur. Hvað ætli hann geri eftir að hún er farin? — Allt í lagi, sagði hún í uppgjöf. — Ég sá hana fara inn í húsið þama yfirfrá. Um leið og Anders lagði af stað kom Charley í ljósí dyrunum skrifstofunnar og lokaði henni í snarheitum á eftir sér. Hann hafði heftiplástur á handleggnum og var glaður og kátur og líkur sjálfum sér, þótt hann vantaði augabrúnirnar. — Halló flaggstöng, kallaði hann til Anders. — Halló tjaldhæll, svaraði Anders. — Hvernig líður tuan besar bætti hann svo við alvar- legur í bragði. — Hann ber sig eins og hetja, sagði Charíey. — Halló Pat, mér þykir leitt að þú skyldir fá ranga hugmynd um þennan friðsamlega stað og allt það. Ann, gamla góða Ann, heldurðu ekki, að þú gæt- ir hresst svolítið upp á Batara Guru? Hann lengar til að sjá þig og litla húsbóndann, áður en þeir láta hann fara að þefa af svæf- ingarlyfjunum. Það var hunda- heppni, að doktor Maverick skyldi vera í höfn í nótt. Hann ætlar að gera uppskurðinn; því eins og Grader viðurkennir sjálf- ur, er hann ekkert skínandi ljós sem skurðlæknir. Komdu, komdu nú. Það má ekki mikinn tíma missa. Hann þyrlaði Ann í gegn- um dymar, en Anders hélt áfram að leita að Jeff. Pat lét fallast niður í stólinn, sem Ann hafði skilið eftir. Um leið og dymar opnuðust til að hleypa Ann, barn- inu og Charley inn, sá Pat, dokt- or Maverick bregða fyrir og það 22 VIKAN 27. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.