Vikan

Tölublað

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 28

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 28
I ! i I Meðfylgjandi mynd af Norseman flugvélinni TF ISV er tekin á Akureyrar- polli og á flotholtinu stendur Kristinn Magnússon, flugvirki. Þessi flugvél var notuS til flugs til fieirra staSa, þar sem flugvellir voru ekki fyrir hendi og ennfremur til síldarleitar. Margar sögur kunna flugmenn og starfsmenn frá fluginu á þessum tímum: Eitt sinn lcnti Hörður Sigurjónsson, flugmaður, á Borgarfirðl eystra, snemma morguns. Sól skein í heiði og logn var. Hörður fór út á flotholtið til að festa véiarhlíf, sem hafði iosnað. Flugvélin lónaði skammt undan landi og brátt kom maður niður í flæðarmálið og heilsaði uppá flugmanninn. Hörður spurði, hvort hann hefði vír. Maðurinn játti því; hljóp að næstu girðingu, náði þar í vírspotta og lagðist til sunds út að flug- vélinni. Þeir festu svo vélarhlífina í sameiningu, en að þvf loknu kvaddi þessi hjákpsami Borgfirðingur og synti aftur í land. Árið 1946 keypti Flugfélag ísiands fyrstu Douglas Dakota flugvélina. Þá fór farþegafjöldinn ört vaxandi og brátt voru keyptar fleiri sömu tegundar. Það má segja, að þessi flugvélategund hafi um langt árahil borið hita og þunga innanlandsflugsins. Þessar vélar hafa reynzt með afbrigðum vel. Þær hafa verið notaðar tii farþegaflutninga og öðrum þræði til vöruflutninga og það er með þessum vélum, sem loftbrúnni í Öræfin er haldið uppl á hverju hausti. Doglas Dakota flugvélar munu nú brátt víkja af aðal flugleiðum innanlands fyrir hinum nýju Fokker Friendship skrúfuþotum, en ennþá um sinn munu þær verða á flugi til hinna smærri flugvalia svo og í vöruflutningum. Um þetta leyti heldur Flugfélag fslands uppi áætlunarflugi milli íslands og Færeyja og Skotlands með Dougias Dakota flugvéium, vegna þess að flugvöllurinn í Fær- eyjum lcyfir ekki lendingar stærri flugvéla. Meðfylgjandi mynd er af einni þessara flugvéla á flugvellinum í Vestmannaeyjum. Wmm : , «■■ ................................... ■■■•.•■■ ■ ■ ■■ ■ '/'"ÍZ ', J'S, \ ■gll mmmm wmm. i M ,, á/ý,/. ->> Frá vorinu 1946, hélt Flug-j! félag íslands uppi reglu- bundnu áætiunarflugi milli íslands og nágrannaland- anna með leiguflugvéium frá Scottish Airlines. 1948 eignaðist Flugfélagið sína fyrstu Skymaster-flugvél. Hún kom til landsins 8. júlí og hlaut nafnið Gullfaxi. Jafnframt því að annast allt millilandaflug félagsins fyrstu árin, annaðist Gull- faxi innanlandsflug eftir þvi sem aðstæður leyfðu og lýs- ir meðfylgjandi mynd, sem tekin var á Egilsstaðaflug- velU vel fiutningunum á þessum árum. Nokkru síðar eignaðist félagið aðra sams- konar vél, sem hlaut nafnið Sólfaxi. mmm mmm ' Næsta stóra stökkið í flugvélakaupum Flugfélagsins, voru kaupin á Catalina- vélinni Tf — ISP, sem aila sína tíð gekk undir nafninu „Pétur gamii". Flugvélin var keypt af Bandaríkjaher og flogið til íslands með viðkomu i Grænlandi í september 1944. Flugstjór- inn í þessari ferð var Örn Ó. John- son og var þetta í fyrsta sinn, sem ís- lenzkur flugstjóri flaug isienzkri flug- vél yfir Atlantshaf. Pétur gamli reynd- ist hinn traustasti farkostur, var inn- réttaður hér heima með sætum fyrir 20 farþega auk rýmis fyrir póst og vörur. Það var þessi flugvél, sem fór fyrsta fiug íslenzkra aðila með far- þega og póst milli landa. Kétt eftir stríðslok í Evrópu, nánar tiltekið 11. júní 1945, var lagt upp í fyrstu ferð- ina frá Skerjafirði, en aiis fór flug- vélin þrjár fcrðir þetta sumar milli íslands, Skotlands og Danmerkur. Flugstjóri í þeim fcrðum var Jóhann- es Snorrason. Auk Péturs gamla, eign- aðist Fiugfélag fslands tvær Catalina- flugvélar, sem auk þess að vera sjó- vélar, gátu einnig ient á landi. 2g VIKAN 27. tbl,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.