Vikan

Tölublað

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 34

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 34
— Hefirðu nokkurn tima heyrt að sérvizka getur orðið að þrjózku? Og það er ekki gott, sérstaklega ekki fyrir ungar stúlkur.... Smátt og smátt braut hann nið- ur mótstöðukraft minn. Ég hefði svo sem mátt vita að lokaþáttur- inn var ekki langt undan. Svo var það dag nokkurn í byrjun apríl. Við vorum komin inn i borgina og fylgdumst að til vinnustaða okkar. Þá tók Urban allt i einu um handlegginn á mér og stóð grafkyrr á gangstéttinni. Svo andaði hann djúpt og sagði — Svei mér ef ég held ekki að vorið sé komið. Við tökum okkur fri! — En, maldaði ég í móinn, — það er útilokað, ég verð.... — Þú hefir bara unnið i einn mánuð, því ertu búin að tönnl- ast á síðustu dagana. En ég er búinn að þræla i tíu ár, og mér veitir ekkert af frídegi. Hann tók fastar um handlegg minn. — Svona, komdu nú. ... En sé maður með akkeri, þá flýtur maður ekki upp við fyrstu raun. Ég lokaði augunum og reyndi að vera staðföst. En Urban sagði striðnislega: — Heimurinn ferst ekki þótt þú skrópir einn dag. Þetta var eins og að standa á stökkpalli og hika við að stinga sér til sunds. En allt i einu stökk ég.... Eftir þetta var ekkert raun- verulegt. Ég sveif á skýjum það sem eftir var dagsins. — Allt var dásamlegt. Við ráfuðum um á Skansinum, sóluðum okkur á Valdemarsnesinu og gengum eft- ir Strandveginum. Við skoðuðum okkur um i nágrenni Gamla bæjarins og ég var ekkert hrædd um að mæta vinnufélögunum. Við héldumst í hendur og skipt- umst á trúnaðarmálum, yfirleitt höguðum við okkur eins og að við hefðum drukkið kampavín i pottatali. / Klukkan fjögur fórum við inn i stóra og fina radíóbúð. Fjöru- tiu og fimm minútum siðar var ég búin að gera kaup á fyrsta flokks stereo-tæki með plötu- spilara og tveim hátölurum. Svo bætti ég við fimm albúmum með stereo-hljómplötum. Urban kvitt- aði á lánakortið, glansandi i framan af ánægju, eins og að hann væri nýbúinn að vinna stærsta vinninginn í happdrætti. Hann kreisti á mér handlegginn. — Ertu ekki ánægð? spurði hann. — Ég veit það ekki, en ég held það.... — Ekkert vegur upp á móti því að hætta á eitthvað, sem maður veit að er rétt, jafnvel þótt maður verði að leggja eitt- hvað á sig, hélt Urban áfram. — Þetta verður dásamlegur af- mælisdagur fyrir mömmu þina. Ég skal kaupa nóg af kampa- víni! Þegar hér var komið sögu, var ég orðin hálf rugluð. Nú VIKAN 27. tbl. var ég fjárhagslega bundin hon- um i mörg ár, og auðvitað hlaut ég að missa atvinnuna, svo ég gat ekki byrjað að borga honum fyr en ég væri búin að fá nýja vinnu.... Ég kinkaði kolli hálf eymdar- iega. — Jú, það verður dásam- legt, sagði ég. Mér fannst allt í einu lífið vera óbærilegt og ég skellti skuldinni á mömmu, sem var að verða fer- tug, en hagaði sér eins og tán- ingur. Og ég var heitvond út í Urban fyrir að hann hafði keypt næsta hús við okkur. Ég missti ekki vinnuna og það var þó alltaf liuggun, svo ég settist niður til að gera einskon- ar fimm ára áætlun um það hve mikið ég gæti lagt til hliðar af kaupinu mínu og hve fljótt ég gæti borgað Urban skuldina. Ég fékk honum nokkurs konar yfir- lit, vandlega útreiknað, sem hann tók við, háalvarlegur, braut vandlega saman og stakk i vesk- ið sitt. Ég fór til vinnunnar á morgnana og vann yfirvinnu þegar ég gat fengið hana. — Þú ert ósköp föl, engill- inn minn, sagði mamma eitt kvöldið. Þú verður að segja hús- bónda þínum, að þú þolir ekki að vinna svona mikið. Urban hefir verið að gá að þér á hverj- um morgni. — Urban kemur mér ekkert við, sagði ég. Daginn fyrir afmælisdaginn skaut honum upp á brautarstöð- inni um leið og ég var að fara upp í lestina. — Ég veit að þú skuldar, sagði hann. — En þú þarft nú ekki að þræla þér svona út til að borga þessa skuld. Ég er ósköp þolinmóður.... — Mér þykir gott að fara snemma á fætur.... — Ég hefi gengið frá því að stereotækin verði sett upp á morgun, meðan mamma þin er á jassballettinum, sagði hann. — Ég á frí eftir hádegið og þá hitti ég þig við lestina. — Það er alls ekki nauðsyn- legt, sagði ég. — Ég veit það, en ég geri það nú samt. Geturðu ekki losn- að í fyrra lagi.... — Urban, stundi ég, — ætl- arðu að gera mig gjaldþrota? — Með ánægju, sagði hann glaðlega. Þegar ég var að klifra upp í lestina, daginn eftir, beið hann þar og rétti mér gula rós. — Það er reyndar líka afmælisdagurinn þinn, og nú ertu búin að ná þeim aldri að það ætti að vera leyfilegt að daðra dálitið við þig. Þvílíkur léttir.... Þegar við komum að hliðinu heima varð ég undrandi yfir þvi að það sást engin hreyfing. — Það litur út fyrir að hún sé ekki komin heim ennþá. Ertu viss um að það sé allt í lagi? — Hafðu engar áhyggjur, sagði hann róandi. FLOGIÐ STRAX FARGJALD GREITT SÍÐAR ^ Danmörk - Svíþjóð - Rúmenía^ 129.7. -19.8. 22 daga terb | ifft Verð kr. 14.360.00 y""/‘ w///// 'ws/œ, vya Fararstjóri: Gestur Þorgrímsson. % yvy Ferðir, hótel, matur og leiðsögn innifalin í /7 //S. verði. Aðeins moreunmatur í Kaunmannahöfn. // I I 22 Fararstjóri: Gestur Þorgrímsson. Ferðir, hótel, matur og leiðsögn innifalin í verði. Aðeins morgunmatur í Kaupmannahöfn. Ferðir til Istanbul, Odessa, og innan lands gegn vægu aukagjaldi. Ferðamannagjaldeyrir. 300 sól ardagar á ári. Þægilegt loftslag. Nýtízku hótel og gott fæði. Tryggið ykkur far í tíma. Ódýr- ustu Rúmeníuferðir sem völ er á. Örugg farar- stjórn. Höfum nú þegar sent yfir 50 manns. Ferðaáætlun: 29. júií: Flogið til Kaupmanna- hafnar og dvalið þar 2 daga. 31. júlí: Farið með ferju til Malmö og flogið samdægurs til Con- stanta og ekið, til Mamaia baðstrandarinnar við Svartahaf og dvalið þar í hálfan mánuð á hótel Doina. 14, ágúst: Farið frá Mamaia til Constanta og flogið til Malmö en þaðan farið með ferju til Kaupmannahafnar og dvalið þar 6 daga. 19. ágúst: Flogið til íslands. LANDS9N rír FERÐASKRIFSTOFA Skólavörðusfíg 16, II. haeð SÍMI 22890 BOX 465 REYKJAVlK SMJÖR OST

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.