Vikan

Tölublað

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 41

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 41
sportslegur, og þó væri hver fullsæmdur af aS sporta sig á honum. Hins vegar finnst mér Mustang ekki þess konar bill, að liávirðulegir borgarar taki liann sér fyrir einkabíl. Þannig er Marlin að mínu viti meira al- hliða hvaS útlit snertir: Meira viS hæfi allra aldursflokka og manngerða. Sá, sem hér var prófaður, liafði þriggja gira beinskiptan kassa með „t"win-stick“ — þ. e. a. s. tveim stöfum upp úr gólfinu. Önnur stöngin skiptir um gíra á gamlan og góðan hátt, en hitt stýrir „overdrive“ — fríhjólun. Þriggja gira kassinn er að sjálf- sögðu ekki samstilltur, fremur en til skamms tíma að minnsta segja, að ég kann ekki að nota overdrive og get þvi engan dóm á það lagt. En mér fannst þaS galli, að overdrive stönginni skyldi ekki vera læst með rauf- arlás, því mér hætti við að fálma i hana og liræra i „óverdræv- inu“, þegar ég ætlaði bara að skipta um gír. Girskiptingin var hins vegar ágæt, þó fremur stirð af notkunarleysi, enda var bill- inn ekki ekinn nema eitthvað um 700 kílómetra. Mér fannst athyglisvert, hve litill munur var á fyrsta gír og öðrum; ég var ekki alltaf viss um að ég hefði skipt upp í annan, þótt svo reyndist við nánari athug- un. En það skiptir svo sem ekki miklu máii, aflið er nóg, og á (J Táradropagluggar eru llnan á hlið- inni — Laglegir á að sjá. Bíllinn opnast vel og greiðlega — og lokast létt og vel. kosti hefur tíðkazt á amerísk- um bilum. AS vísu er hægt að fá Marlin eins og aðra betri bíla með fjögra gíra samstillt- um kassa, en það er ekki „stand- ard“ framleiðsla, heldur kostar það aukapening. Og meðal ann- arra orða: Tvístöngin kostar aukalega. Standard er Marlin með skiptingu á stýri. Svo er náttúrlega hægt að fá Marlin sjálfskiptan, með þvi að borga enn meira aukalega, og það er spurning, livort það borgar sig ekki, úr því verið er að kaupa dýran bil hvort sem er, þvi sjálf- skipting er tvimælalaust mjög skemmtileg. Og þótt hún taki í sumum tilfellum (borgaskjökti) meira bensín, sparar hún það — að ég lield — með minna sliti á vél og aflflutningi aftur i hjól- in___og í langakstri sparar hún beinlínis bensín i lítratali. Nú er skemmst frá þvi að jafnsléttu er engin nauðsyn að setja i fyrsta til að taka af stað. Annar gírinn dugir alveg til þess. Vélin í reynslubilnum var 198 ha V-8, og með því að leggja eyrun við heyrðist að gangurinn var jafn, fallegur og þróttmikill. En það truflast enginn af vélar- hljóðinu. Standardvélin er sú sem þeir hjá American Motors kalla Standard 232 six og er 155 hestafla, og þeir halda því fram, að liún standi sig eins og átta strokka vél, og ekki rengi ég það. Ég myndi meira að segja halda, að hún dygði fyrir Marlin, þótt óneitanlega hljóti hann að vera skemmtilegri með alvöru átta strokka vél, og liann eyðir — að sögn —- ekki nema svona 14—16 með henni á hundraðið. ÞaS hefði þótt gott fyrir fáeinum árum, þegar varla var fáanlegur sex strokka rokkur, sem komst Framliald á bls. 43. Farartæki hinna vandlátu Það hefur frá upphafi verið mark- mið framl'eiðenda Austin Gipsy að smíða farartæki, sem jafnframt því að vera smekklegt, í útliti, væri það einnig traust, þegar ekið væri við erfiðar aðstæður. Frá því Austin Gipsy kom á mark- að hérlendis hefur umboðið ekki getað fullnægt eftirspurn, nema með biðtíma. Því biðjum við þá, sem hafa í huga að kaupa Austin Gipsy seinnipart sumars eða í haust, að hafa sem fyrst sambant* við okkur, þar sem daglega berast pantanir á þessu vinsæla farar- tæki. Að slelja yður Austin Gipsy er upphaf að þjónustu okkaar við yður. Við biðjum alla eigendur Austin Gipsy að vera í sem nán- ustu sambandi við okkur, við er- um ávallt reiðubúnir og trúnaðar- menn okkar úti á landi að veita yður sem bezta fyrirgreiðslu. URDAR díSlASOH H.I. BIPREIÐAVERZLUN VIKAN 27. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.