Vikan

Tölublað

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 45

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 45
Ég hafði varla snert mitt glas þeg- ar hann var búinn með sitt og bað um annan tvöfaldan. Hann nóði því að klóra þann þriðja óður en ég var hólfnuð með minn drykk. Eftir þann fjórða leit hann á mig og sagði: — Gætum við tvö ekki haft það notalegt á nóttunni , . . .? Hverju er hægt að svara svona 'spurningu? Var ekki bezt að fara? Áður en ég gat svarað var hann búinn úr mínu glasi líka ....... Ég auglýsti. Ég sagði að því miður yrði ég að fara. Hann bað mig kurteislegá um að bíða svolítið og svo pantaði hann eitthvað að borða. En áður en maturinn kom flautaði hann á stúlkuna og hrópaði: — Tvo tvöfalda! Hann fékk þá, en stúlkan sagði: — Hér flautar maður ekki. Við er- um ekki hundar. Ef þér gerið það einu sinni enn, þá kæri ég það fyr- ir yfirþjóninum .... Þetta fannst mínum ,,tilvonandi" óskaplega fyndið. Hann drakk úr sínu glasi og mínu líka, en þá var hann líka orðinn dauðadrukkinn. Ég bað um reikninginn, borgaði það sem ég hafði borðað og fyrsta drykkinn. Þá kom yfirþjónninn með annan reikning og lagði hann á borðið fyrir framan kavalerann. Ég stóð upp og ætlaði að fara en þjónn- inn stoppaði mig. — Þér verðið kyrr. Þér ættuð að velja yður förunaut með meiri gát í framtíðinni, þá sleppið þér við svona óþægindi Það var útilokað að vekja herr- ann. Yfirþjónninn hringdi til lög- reglunnar og tveir lögregluþjónar komu strax. Þeir sáu að hann hafði ekki ætlað að hlaupa frá reikningn- um, hann gat bara ekki tekið fram peningana. Þeir fundu veskið hans og borguðu reikninginn, stungu svo veskinu aftur f vasa hans og hjálp- uðu honum að standa upp. Ég flýtti mér í burtu, og þar með var draumurinn búinn, draumurinn um fallegt hvítt hús við sjóinn og eiginmann sem leit út eins og ame- rískur kvikmyndaleikari. Sunnudagsmorguninn lá ég og blaðaði í morgunblaðinu. Þá datt mér allt f einu í hug að það væru margir sem auglýstu f blöðunum eftir lífsförunaut. Ég hefi alltaf les- ið þessar auglýsingar með áhuga. Ég ákvað í skyndi að fylla þennan hóp, settist niður og skrifaði svo- hljóðandi auglýsingu: ,,Mjög aðlaðandi dama, á þrjá- tíu og firrm ára aldrinum, ungleg, Ijóshærð og grannvaxin óskar eftir lífsförunaut. Hefi góða stöðu og eig- in íbúð, elska náttúruna og listir, er glaðlynd og umgengnislipur. Óska eftir félaga sem hefir góða stöðu, lífsreynslu og kímnigáfu. Hvar er hann að finna . . . .? Um hádegið á mánudag fór ég með auglýsinguna í blaðið. Ég var hálfskömmustuleg þegar ég fékk stúlkunni hana, svo borgaði ég við kassann, og létti stórum þegar ég •stóð aftur á götunni. Þá var ég bú- in að ganga frá því, og nú var Ibara að bíða eftir svari .... ★ Safnast þegar saman kemur Framhald af bls. 14. Hér á landi eru mýmargir safn- arar, sem safna næstum öllu milli himins og jarðar. Það væri óvinn- andi verk — jafnvel fyrir VIKUNA — að reyna að gera því efni sæmi- leg skil. Hér safna menn gömlum íslenzkum spilum, eldspýtustokkum, munnþurrkum, sfgarettupökkum, bjórflöskum, fslenzkum póstkortum, sfgarettukveikjurum, steinum, skelj- um, hljómplötum, myndavélum, — og svona mætti telja upp til að fylla heila blaðsfðu. VIKAN heimsótti nokkra safnara fyrir skömmu, og fékk að taka hjá þeim nokkrar myndir. Það er rétt að taka það fram, að þeir voru ekki valdir vegna þess að þeir ættu endi- lega fullkomnustu söfn slnnar teg- undar hér á landi, þótt svo megi vel vera. Við vildum aðeins fá að kynn- ast örlítið hvernig menn fara að því að safna hlutum, hvernig þeir búa um þá, hvernig hlutirnir og mennirnir líta út, og um leið kann- ske stuðla að því að skapa fleiri safnara, því þeir gera sjálfum sér gott með heilbrigðum áhuga á skemmtilegu starfi, og þjóðarheld- inni með því að forða hinum ýmsu munum frá tortímingu. Hitabeltisnótt Framhald af bls. 24. andstæðir heimar snertust og að- skildust aftur. Ann langaði til að brosa við þessum hataða og skelfilega óvin og þakka henni fyrir, en eitthvað brast hið innra með henni og í fyrsta skipti, í öll þessi ár, fann hún tárin safnast saman, flæða yfir hana og hreinsa veikt hjarta hennar eins og heitt bað. Sitah horfði á hana með dökkum, stórum aug- um, skilningsríkum og umvefj- andi. — Nú fer ég og bið prest- inn um að biðja. — Ég er heimsk kona og kann ekki að ávarpa guðina. Enn einu sinni hneigði hún sig með spenntum greipum og með limaburði dansmeyjar gekk hún niður þrepin og hvarf í hvitt mistrið í garðinum. — Þvílíkir leikarar eru þess- ir innfæddu, sagði Charley um leið og hann horfði á eftir henni. — Skelfing þykir þeim gaman að fallegum orðum og virðuleg- um stellingum. Jæja Ann, ég er hræddur um, að hún hafi eyði- lagt trúnað þinn á goona-goona eða hvað? Allt í einu var Ann ekkert annað en orkan og viljaþrekið. — Hvar er bíllinn þinn, Charley? spurði hún. — Ef ég á að geta tekið eitthvað saman og náð í Tjaldane, megum við engan tíma missa og babu er horfin. Hver getur pressað fötin mín? Ég á ekkert til að vera í og öll fötin hans litla Jan eru orðin of lítil. Ég verð að kaupa margt í Man- ila... Anderson benti Charley að koma út á svalirnar og dró hann til hliðar. — Hefur tuan besar nokkra mö;,uleika? spurði hann lágt. — Líkurnar eru ein á móti þúsund, svaraði Charley. — Það er slæmt, sagði Anders. — Fremur svo, sagði Charley. Hann hafði séð of marga menn deyja til að gera sér rellu út af því. Mannslífið er ódýrt, svona nærri miðbaug, og betri menn en Jan Foster höfðu gengið sömu leið, án þess að gert væri veður út af. Fyrir eitthvert kraftaverk hafði Pat munað eftir því að taka aftur með sér töskurnar sínar, óskemmdar, gegnum storm og flóð. Þegar Charley og Anderson komu aftur inn í herbergið, fundu þeir Jeff og Pat önnum kafnar við þá eilífu kvenlegu iðju að bæta útlit sitt með vara- lit Pat, púðrinu hennar og hár- burstanum, sem þær notuðu á víxl. Árangurinn var ekki stór- kostlegur, en þó þolanlegur, mið- að við áð klukkan var fjögur um nótt og þær höfðu staðið af sér kúliauppþot, eld, flóð og allskon- ar tilfinningauppnám. — Ungfrú Halden, sagði Charl- Framhald á bls. 48. VIKAN 27. tbl. ^5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.