Vikan

Tölublað

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 48

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 48
UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR ER ÖRKIN HANS NOA? Þa» cr alltat saml Iclkurtan I hennl Ynfl- Isfrlð okkar. Hi'in hcfur falið örkina hans Nóa einhvers staðar I blaðinu og hcitlr giðum verðlaunum'hanða þeim, sem getur fundlð örklna. Verðlaunin cru stór kon- fektkassl, fullur af bezta konfekti, og framleiðandlnn er auðvltað Sælgætlsgcrð- m Nói. Nafn Uelmlli örkln er fi bls. 9Á mn Slðast er dregið var hiaut verðlaunin: DJÖRG G. GÍSLADÓTTIR Skúlagötu 74, Reykjavik Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. 27. tbl. Hitabeltisnótt Framhald af bls. 45. ey eins hátíðlegur í bragði og hann gat. — Frú Foster á í smá- vegis vanda, og þér eruð eina manneskjan, sem getur hjálpað okkur að leysa hann. Frú Foster langar til að fara með Tjaldane og taka barnið með sér. Eins og þér vitið, er skipið fullsetið; Anderson var eini farþeginn sem fór af hér, og rúm hans var löngu frátekið handa síömskum prinsi, sem fer milli eyjanna og rann- sakar hvort þar sé grundvöllur til að setja upp kvikmyndahúsa- keðju. En mér skilst að þér hafið klefa út af fyrir yður. Að sjálf- sögðu er það þú nokkur frekja, að biðja yður að deila klefa, ekki einasta með annarri konu, heldur einnig með veiku barni. Samt hef ég á tilfinningunni, að ég mundi geta fengið yður til þess. Ann þarf mjög tilfinnanlega að kom- ast burt — og þá barnið ekki síður. Ef til vill yrðu þetta að- eins nokkra daga óþægindi fyrir yður, — þangað til hægt er að gera einhverjar aðrar ráðstafan- ir, en það er lífsnauðsynlegt fyr- ir hana að fá svolítinn skammt af sjólofti. „Það er erfiðast að færa hinar smáu fórnir, sem varla sjást, en þær færa einnig mesta þakklætið", Katharine Myrtle í sinni dásamlega bók um góða mannasiði.. Mælska Charl- eys fjaraði út, og hann lauk hik- andi við ræðu sína, vegna þess að Jeff hafði stirðnað lítið eitt upp meðan hann talaði: •—■ Jafn- vel þótt faðir yðar eigi í raun og veru skipið... sagði hann veiklulega og gafst svo upp. — Anders, tala þú við hana, sagði hann og faldi sig bak við reyk- inn úr sígarettunni sinni. — f raun og veru, Jeff, sagði Anders og kom honum til hjálp- ar, — áttu ekki auðvelt með að neita þessu, og þér finnst gaman að börnum, er það ekki? Þú myndir jafnvel taka Wajang litla með þér, ef ég myndi leyfa þér það. Jeff ýtti mönnunum tveim frá sér og horfði beint í augu Ann Foster. — Viljið þér fara burt frá Sebang? Raunverulega? Og í dag? spurði hún hvasst. Það sem hún sagði ekki var: í dag? með- an eiginmaður yðar er milli heims og helju? Meðan hann gæti langað til að hafa yður nærri sér, hinar síðustu stundir? En hún sagði það ekki. Hún horfði aðeins á Ann, með opinskáum og alvarlegum svip æsku sinn- ar. — Ef ég fer ekki í dag, er ekki um annað skip að ræða næstu þrjár vikur, svaraði Ann. -— Og ég verð að komast burt með Jan ita, áður en hann... áður en hann... Ann sagði heldur ekki allt. Hana langaði ekki að segja þess- arri ókunnu stúlku um litlu graf- irnar tvær í kirkjugarðinum, í hvítramannanýlendunni í Se- bang. Suma hluti er ekki hægt að segja með orðum. — Jeff, vina mín... sagði Anders róandi. Pat greip fram í fyrir þeim. — Hún getur fengið kojuna mína og það með ánægju. — Mér er sama, þótt ég sofi í þilfarsstól. Ég get hreiðrað um mig hvar sem er. Og hún sagði heldur ekki allt, sem henni var í huga. Ég hef verið svo mikið á hrakhól- um, að þilfarsstóll er miklu betri sumum þeim stöðum, sem ég hef orðið að þola, hugsaði hún. Og: Eftir kvöldið í kvöld verður fátt mér mikilvægt. Jeff leit af Ann og á Anders með framandi daufu brosi. — Óskapa bjánar eruð þið öll. Auð- vitað getur frú Foster fengið klef- ann minn, hún þarf ekki einu sinni að deila honum rrueð mér. Hún getur fengið hann allan. Skilurðu ekki ennþá; að ég ætla ekki að fara aftur, Anders? Heimskinginn minn; dettur þér í hug að ég skilji þig hérna eftir, aleinan? Þrjú gripu andann á lofti: Charley, Ann og Pat. Anders gerði ekkert. Hann starði á dökk- ann lokkinn, sem féll niður á enni Jeff, um leið og hann hugs- aði: Já, og ég hefði ekki leyft þér að fara. — Þú vilt að ég verði hjá þér, er það ekki? sagði Jeff eftir langa þögn. Það var hlægilegt, að þau urðu að taka merkustu, helgustu og leyndustu ákvörðun ævi sinn- ar í nærveru þriggja vitna. Það var eins og að öskra það í hátal- ara út yfir opna götu. Þau snertu jafnvel ekki hendur hvors ann- ars. — Ég get ekki þegið það, sagði hann þvermóðskulega, þrátt fyr- ir allt. — Þú veizt, hvað það þýð- ir að búa hér. Það er hræðilegt, það er hættulegt. Það brýtur þig niður, ef þú ert ekki nógu sterk. Spurðu frú Foster. — Ekki spyrja mig, sagði Ann. — Það braut mig, en þér eruð öðruvísi. Ég held, að þér séuð gerð úr betra efni en ég. Hafið þér tekið eftir þessum sérstaka tinpappír, sem er vafið um alla skapaða hluti hér í hitabeltinu? Kannske að raunveruleg ást vinni þannig — verji rotnun, en spyrjið mig ekki. Einu sinni kom ég hingað eins fersk og áköf og þér. Og ég óska þess, að þér far- ið ekki burt frá þessum stað, eins og ég geri núna — svo þróttlaus, að þér verðið að taka á öllu yðar afli til að halda barni yðar lif- andi. — Uss, Ann, greip Charley framm í fyrir henni. — Þú ert að gera úlfalda úr mýflugu. Eft- ir þrjá mánuði í Amsterdam verður þú reiðubúin að berjast við heiminn einu sinni enn. Hann horfði á skinhorðaðan líkama hennar í krumpnum brokade- kjólnum. Hún var enn einu sinni KONGSBERG úrvals verkfæri! Umbodsmenn á islandi K.Þorsteinsson & Co.umbods-heildverzlun VIKAN 27. tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.