Vikan

Tölublað

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 7

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 7
ANNÁLL ALDARINNAR. Hr ritstjóri. Það hefur verið feitt á stykk- inu í Vikunni að undanförnu. Greinin um móttöku á útlendum ferðamönnum á íslandi var hreint afbragð og svo þakka ég bæði Vikunni og Ólafi Hanssyni fyrir Annál aldarinnar. Bæði myndirnar og greinin voru eins og bezt varð á kosið. Það má gjama fljóta léttmeti með, þegar maður á von á því að sjá svona vel unnið efni öðru hvoru. Hvað mig sjálfan snertir, þá hefði ég viljað hafa Ragnar Jónsson í Smára sem einn af mönnum ald- arinnar, líklega helzt í staðinn fyrir Alexander. Annars var ég sammála. Með beztu kveðjum, Jóhannes Guðmundsson. Kæra Vika! Hvernig dettur ykkur annað eins í hug. Að kalla Ólaf heitinn Frið- riksson einn af mönnum aldar- innar, en maður eins og Sigurð- ur Nordal verður ekki einn af þeim tíu hæstu. Þetta var nán- ast hlægilegt. J.K.S. Jökuldal. Okkur hefur ekki dottið neitt í hug, kæri J.K.S. Það voru tíu þjóðkunnir menn, sem völdu menn aldarinnar fyrir Vikuna. Kæra Vika! Ég náði ekki uppí nefið á mér, þegar ég sá, að þið höfðuð kosið kerlingu eins og Bríeti Bjarnhéð- insdóttur meðal „manna aldarinn- ar“, en Þórbergur Þórðarson, sem óumdeilanlega hefði átt að vera í hópnum, hann komst ekki á blað að heitið gæti. Og Sigurð- ur Nordal hefði átt að vera einn af tíu fremur en Alexander Jó- hannesson, þó hann hafi sjálf- sagt verið mætur maður. Sig. M. Kristjánss. UPPBURÐARLEYSI. Svar til Jónu Jóns. Kæra Jóna, þetta er alls ekki eins svart og það Iítur út fyrir að vera. Pilturinn er bara svona af- skaplega feiminn við þig. Feimni er nokkuð, sem oft er erfitt að yfirstíga og hún getur verkað mjög niðurdrepandi á fólk. Farðu samt ekki að minnast á það við hann, að hann sé feiminn, feim- ið fólk er oft mjög metnaðar- gjamt og því er ákaflega annt um heiður sinn. Það að hann veigrar sér við að tala við þig, þegar aðrir eru viðstaddir, staf- ar eflaust af því, að hann er hræddur við að glopra einhverju út úr sér, sem gæti rýrt álit þitt og annarra á honum. En hann er áreiðanlega ekki hættur að hugsa um þig, úr því að hann kom strax og þú hringdir í hann. Reyndu að yfirbuga þessa feimni hans með því að tala frjálslega og glaðlega við hann, hvort sem aðrir heyra til eða ekki. Reyndu að leiða talið að áhugamáium hans eftir mætti. Ef hann er íþróttamaður, talaðu þá um það, þegar aðrir heyra til. Hafi hann fengið góða einkunn á prófum, reyndu þá að koma því að. Þetta uppburðarleysi hans getur stafað af minnimáttarkennd. Reyndu að uppræta hana. Gangi þér vel. ENGINN HLUSTAR. Kæri Póstur! Það er kannske ekkert mikið vandamál, sem ég ber undir þig, en ég kem nú samt með það. Þeg- ar ég er með öðru fólki undir ýmsum kringumstæðum, fer allt- af á sömu leiðina, ef ég á að taka þátt í samræðum. Það eru alltaf hinir sem tala, en ég sit þögul og hlusta á. Ef ég fæ einhvern tímann löngun til að segja eitt- hvað, drukknar það alltaf í há- vaðanum frá hinum. Yfirleitt leiðist mér aldrei í félagsskap annarra, en stundum þykir mér hálfvegis fyrir þessu. Af hverju hlusta þau aldrei á mig? Þögul. Það er vandasöm list að halda uppi skemmtilegum samræðum, það á bæði við um þann, sem tal- ar um allt og ekkert og hinn, sem situr og segir ekki orð. Þú segir, að þér þyki stundum fyrir þessu. Það gæti verið skortur á sjálfsáliti. En úr því að þetta er ekkert sérstaklegt vandamál fyr- ir þig og þér leiðist ekki að vera innan um aðra, skaltu ekkert vera að ergja þig yfir þessu og leyfa skrafskjóðunum að mala sitt. Það getur líka einmitt verið, að þessi hæfileiki þinn til að hlusta á aðra, geri það að verk- um, að þú sért vinsæl af félögum þínum. Nútíma kona notar Yardley fegrunarvörur Yardley fegrunarvörur eru fram- leiddar fyrir yður samkvæmt nýjustu tækni og vísindum, eftir margra ára rannsóknir og til- raunir í rannsóknarstofum Yardl- ey í London og New York, Yardley veit að þess er vænst af yður, sem nútíma konu, að þér lítð sem bezt út, án tillits til hvar þér eruð eða hvernig yður líður. Þess vegna býður Yardley yður aðeins hin réttu andlitsvötn og krem, hvernig svo sem húð yðar er og Yardley tízkulitirnir í varalitum, augnskuggum og make up, sem fara yður bezt. BIÐJIÐ UM YARDLEY í NÝJUSTU PAKKNINGUNUM. Innflytjandi GLÓBUS h.f. VIKAN 28. tbl. 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.