Vikan

Tölublað

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 13

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 13
HELGA EINARSDÖTTIR, GRUND, 95 ÁRA Bezt hefur mér liðið um æv- ina frá 26 ára aldri og til þrí- tugs. Þá var ég vinnukona hjá séra Magnúsi Helgasyni á Torfastöðum. Þar fékk ég fyrst að kynnast því hvað æska er. Móðir mín lézt, þeg- ar ég var á fimmta ári, og var heimilið í sárustu fátækt. Ég var siðan víða til ferming- ar, en þá hófst vinnukonu fer- ill minn. Ég var á mörgum stöðum við misjöfn kjör, en endaði loks hjá séra Magnúsi. Þar fannst mér fyrst sem ég eignaðist heimili. En ekki finnst mér standa minni ljómi yfir þeim árum, sem ég var gift. Síðasta árið sem ég var á Torfastöðum giftist ég fyrri manninum mínum. En eftir 7 mánaða sambúð missti ég hann og stóð þá uppi með litla telpu. En eftir níu ár giftist ég aftur. Ég get ekki hugsað mér betri menn en þessa tvo eiginmenn mína og svo séra Magnús. Ég ætla að vona, að mér líði eins vel í Himnaríki og mér leið í vistinni hjá hon- um. í LEIT AÐ EIGINMANNI 2. HLUXl EFTIB AMA LISA WEBIEB Hjúskaparmiölunin hafði lofað að koma mér í kynni við marga ólíka menn. Einn þeirra var milljónari. Peningar eru ágætir, en ekki ef að sá sem á þá heldur að hann geti keypt allt fyrir peninga. Á þriðjudegi fór ég á auglýs- ingaskrifstofuna til að athuga hvort nokkurt svar hefði komið við auglýsingu minni. Mér til mikillar undrunar lágu þar nítján bréf. Sjálfslýsing mín hafði ber- sýnilega hrifið herrana. Strax og ég kom heim, fór ég að lesa bréf- in. Fyrsta bréfið var vélritað, skreytt skjaldarmerki og undir- skriftin var Hans von Giittler. Hann sagðist hafa lesið auglýs- ingu mína á örlagastundu og að hann hefði aldrei svarað slíku áður. Hann bað mig að hitta sig á miðvikudag klukkan 18, í and- dyrinu á stóru hóteli. Sem kenni- merki átti ég að halda á blaðinu sem auglýsingin var í. Ég kom stundvíslega á tilskil- inn stað. Um leið og ég kom inn kom herramaður á móti mér, hneigði sig og sagði: — Giittler.. Hann leit út fyrir að vera á sextugsaldri og var mjög mynd- arlegur, gráhærður, sólbrenndur með sterka andlitsdrætti. Allt í einu kom telpa, á að gizka fjögra ára hlaupandi. Hún teymdi lítinn Pekinghund í maga- ól. Nokkrir gestanna horðu á þau með gremjusvip, en þjónustufólk- ið brosti alúðlega. (Hve mikið skyldu þessi bros hafa ioostað?) Herra von Giittler beygði sig niður að telpunni. — Komdu og heilsaðu frúnni, Nenna... — Vil það ekki, sagði Nenna. Litla fallega Nenna barði hund- inn og sparkaði í hann og von Gúttler sagði til skýringar á því: •—• Hún er svo hrifin af dýrinu! Svo tók hann í handlegginn á mér. — Við skulum fara inn og fá okkur matarbita. Það er allt á öðrum endanum hjá mér, við komum heim í gær úr verzlun- arferð til Rio. — Ég er líka svöng, Hans, sagði telpan. — Nenna er ekki mitt eigið barn, en ég hefi hugsað mér að ættleiða hana, sagði herra von Guttler. — Hún er dóttir síðustu vinkonu minnar, sem er skilin við föður telpunnar. Við vorum nánast ein í stór- um borðsalnum. Krakkanóran sagði nei takk við rússneskum kaviar, en pantaði snigla. Ég hafði aldrei borðað snigla, svo að ég sagði já takk við þeim. Það var mitt lán að Nenna litla var svo leikin í að borða sniglana með þeim sérstöku áhöldum sem til þess eru notuð, svo að ég gat lært þessa list af henni. Herra von Gúttler þagnaði ekki. Um það bil við annanhvem snigil fékk ég í bragðbæti sögur af ást- meyjum hans, og inn á milli af einni og einni eiginkonu. Það að barnið sat við borðið með okkur virtist ekki hafa nokkur áhrif á hann. Við fyrsta snigilinn sagði hann mér frá nítján ára stúlku sem hafði „stórkostlegan kropp“. Við þann fjórða var það konan Framhald á bls. 37. VIKAN 28. tbl. 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.