Vikan

Tölublað

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 15

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 15
FURSTÚLKUNA veit að ást þeirra Karims er ekki venjuleg, því þau munu aldrei geta gengið í hjónaband. Hún elskar hann svo mikið aS hún vill fórna sér fyrir hann. Prins Karim fæddist 13. desember 1937 í Genf. FaSir hans var Ali Khan og móSir hans Joan var ensk. Hann var hamingjusamur i æsku þar til faSir hans skildi viS eiginkonuna og giftist kvik- myndastjörnunni Rita Hayworth. Karim var, á- samt yngri bróSur sínum, Amyn, settur i ýmsa skóla i Evrópu, en þegar hann varS eldri, fór hann til Bandarikjanna i skóla. Margir, sem öfunda Karim, halda þvi fram aS hann taki lífinu léttilega, en kannske þessi orS- rómur hafi myndazt vegna þess hve þekktir þeir voru fyrir léttlyndi, faSir hans, Ali Khan og af- inn Aga Khan. En Karim hefur aldrei haft neina tilhneigingu til þess, jafnvel þótt hann geti fengiS allt, sem hann óskar sér, meS sínum geysilegu auSæfum. Hann var aSeins 20 ára, þegar alvara lifsins varS honum ljós. ÁriS 1957 andaSist afi hans, og þegar erfSaskrá hans var opnuS, varS nafn Karims prins þegar heimsþekkt. Aga Khan hafSi valiS liann sem eftirmann sinn, en gengiS framhjá báS- um sonum sínum, Sadruddin og Ali, föSur Kar- ims. Rétt áSur en hann andaSist, sagSi Ali Khan: „Ég vil ekki aS eftirmaSur minn verSi kvenna- maSur eSa drykkjumaSur. Herrann yfir milljónum trúbræSra okkar, verSur aS vera stöSu sinnar verSugur.“ ASeins þrem dögum eftir lát Aga Khan, vár Iíarim settur inn í embættiS og fékk hiS opinbera nafn Aga Iíhan hinn IV. HingaS til hefur hinn 28 ára gamli prins staSiS vel og virSulega i stöSu sinni sem yfirmaSur og stjórnandi miiljóna MúhameSstrúarmanna. Kannske verSur hann aS fallast á þá kröfu þegna sinna áSur en varir, aS gifta sig þeirri konu, sem þeir hafa valiS honum til handa, hversu mikil fórn, sem þaS kann aS vera fyrir hann. * Hundalff I Ameriku Bréf frá Texas. Veðrið er dýrðlegt, ég er vel frísk, ég á góða skó, en samt er ég ekki úti að ganga í dag; hví ekki? Ég er engin hetja. Ég er ekki hrædd við ræningja, glæpamenn, ekki bíla, heldur hunda. Ég átti enga von á að hitta ræningja eða glæpamenn og fáa bíla, en fullt af hundum, og ég meina fullt af hundum! Meðal fjölskylda hér er samansett af manni, konu, 2—3 börnum og 1—2 hundum. Á göngu- túr um þetta friðsama skógiprýdda vinalega einbýlishúsahverfi, sem ég bý í, mundi ég þurfa að fara framhjá 60 húsum (báðum meg- in við götuna) og um það bil 90—120 hund- um. Af þessum 90—120 hundum gæti ég átt von á 10—15 sem væru lausir og af 10—15 hundum gæti verið 2—3, sem ekki væru þessu nágrenni samræmdir hvað vin- gjarnlegheit snertir. Það er þeirra vegna að ég er ekki úti að ganga núna, hetjan. Ekki spyrja mig hvernig stendur á öllum þessum hundum því ég hreint skil það ekki. Kannske er það sálræn þörf stórborgar- barna til að vera nálægt dýrum, sem hugul- samir foreldrar reyna að fullnægja með hund- um, en ég hef minn ertandi grun um að þetta með hundana hér sé sama og með belj- urnar í haganum, þ.e. þegar ein beljan — — — — sem sagt tízka. Að kaupa hund hér getur verið hreinasta vandamál, svo ekki sé minnzt á kostnaðinn. Hundabúðir hér eru margar, svo fyrst verð- ur að velja búðina, svo er ekki bara labbað inn og lítill vingjarnlegur hvolpur keyptur, ekki aldeilis, það þarf meiri viðhöfn en það, ef halda skal höfði meðal hundaeigenda. Hvolpurinn þarf að vera skrásettur, það þýð- ir að foreldrar hans eru skrásettir hjá Hunda- salafélagi Bandaríkjanna (American Kennell Club), sem virðulegir hundar af góðu og óblönduðu kyni langt aftur í ættir. Svo þarf að velja kynið, en þau eru óteljandi, Beagles, Scotch Terries, German Shepards, Bulldogs o.m.fl. það eru líka til bara venjulegir alla- vega hundar, þ.e. ,,Mutts“, en þeir eru kyn- blendingar, sem lítil hefð er í að eiga, enda kosta þeir ekki nema $5,— stykkið, sem er óvirðulega ódýrt miðað við African Malteese hund, sem kostar $2000,—. Eitt af vinsælustu kynjum hér virðist vera French Poodles, sem einnig er hægt að fá í minnkaðri stærð, þ.e. Miniature French Poodles, en þeir kosta $100,— sem er meðal verð fyrir góðan skrá- settan hund. Þegar búið er að kaupa hundinn þarf að fara með hann á hundasjúkrahús, sem hér er úrval af, og láta sprauta hann svo hann fái ekki hundaæði lungnabólgu o.fl. þetta kostar um $,—. Svo byrjar gamanið, þ.e. lífið með hund- inn. Lögum samkvæmt verða hundar að vera hafðir í umgirtum garði, svo ef bakgarður manns er ógirtur þarf að girða hann, kostn- aður um $75,—. Ef lögum þessum er ekki hlýtt og hundurinn látinn renna leiðar sinn- ar laus, á maður við hundalögregluna að etja, en það eru einkennisklæddir borgarþegnar, sem hafa það starf með höndum að hand- sama lausa hunda og fara með þá í hunda- tugthúsið, síðan gera þeir eigendanum við- vart, sem svo verður að fara og ná í hund- inn úr tugthúsinu og borga sekt, um $15,—. En til þess að mögulegt sé fyrir hundalög- regluna að gera eigandanum viðvart, þarf hundurinn að hafa hálsband með nafnspjaldi, heimilisfangi og símanúmeri á, slik háls- bönd kosta frá $10,— upp úr öllu valdi, þ.e. demantsprýddar gersemar. Að gefa hundum venjulegan mannamat, eða leyfar af mannamat, sæmir ekki, enda er lítið um hundabein í hinum niðurskorna, pakkaða og tilbúna mat, sem menn hér leggja sér til munns, svo kaupa þarf sér- stakan hundamat fyrir hundinn. Úrvalið af slíkum hundamat í matvælabúðum er svo mikið, að erfitt er orðið að finna manna- matardósirnar innan um hreinlætisvörumar og hundamatinn. Það er til hundamatur i pökkum, dósum, plastpokum, frystur og ófrystur. En pakkamaturinn er svo flottur að ef vatni er hellt á þurra molana og hrært er í, lagast þessi fína brúna sósa af sjálfu sér. Allur þessi hundamatur er vítamínbætt- ur og fullur af næringarefnum, og til að hundurinn haldi sínum tönnum hvítum og sterkum fæst handa honum hundasælgæti, sem er I laginu eins og bein og er endurbætt með kalki! Meðal kostnaður fyrir einn hund í fæði er um $10,— á viku. Að minnsta kosti einu sinni á mánuði þarf svo að fara með hundinn á eina af mörgum og fjölbreyttum hundasnyrtistofum og láta þvo hann og klippa klærnar, sé hundurinn af French Poodle kyninu þarf að láta raka hann, þ.e. um miðjuna þannig að hann líti út eins og lamb sem viðvaningur er hálfbú- inn að rýja. Kostnaður snyrtingarinnar er um $8,—. Til samanburðar kostar lagning fyrir kvenmann frá $2,— og upp. Þurfi hundaeigandi að vera fjarstaddur um tíma er hægt að fá hundinn fóstraðan á þar til gerðum stofnunum, oft undir læknis um- sjón, þ.e. dýralæknis. Kostnaður frá $10,— til $20,— á dag eftir stærð og óþekkt hunds- ins. Núna er unaðslegt vor hér í bæ, tré og runnar í fullum blóma, grasið er grænna en grænt, en vinir mínir sem eru hundaeig- endur eru i vandræðum, því það er nú eins og það er, að ekki bara tré og runnar finna til vorsins . . . Ég er búinn að hafa hug á hundakaupum um tíma, en eftir miklar vangaveltur hef ég ákveðið að eignast bara annað barn, það er ódýrara! Xslenzk húsmóðir í Texas. -------------- VIKAN 28. tbl. Jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.