Vikan

Tölublað

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 18

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 18
NÝ FRANIHALDSSAGA stafurinn. Hann var samkvæmt nýjustu tízku og hún vonaðist að hann myndi vekja athygli og forvitni fyrirkvenna við hirðina. Eftir að hafa vafið hálslíninu nokkra hringi um hálsinn, festi hún þaö með stórum hnút. Endarnir voru skreyttir með smáperlum og stóðu út eins og fiðrildisvængir. Henni hafði dottið þetta i hug aðeins nóttina áður. I heila klukkustund hafði hún setið fyrir framan spegilinn sinn og reynt að minnsta kosti tíu fegurstu efnin, sem hún hafði getað látið færa sér, áður en hún hafði fundið það sem hentaði henni bezt. Hún vissi að andlit konu nýtur sin ekki eins vel og það getur yfir venjulegum reiðfataflibba. Þetta hvíta ský undir höku hennar myndi gefa henni enn kvenlegri blæ. Þegar hún var komin aftur í rúmið, bylti hún sér fram og aftur. Henni datt í hug að hringja eftir bolla af Verbantei, ef hann gæti róað hana í svefn, því nokkurra klukkustunda svefn yrði hún að fá til að þola dagsskrána á morgun. Þegar kæmi fram á morguninn, myndi veiðifólk- ið hittast í skógum Fausse Repos. Eins og allir aðrir gestir konungs- ins, sem komu frá París, myndi Angeliique verða að leggja af stað mjög snemma til að hitta hópana, sem kæmu frá Versölum, við krossgötur Les Bæufs á tilteknum tima. Þar, i hjarta skógarins, voru hesthúsin, sem fyrirmennirnir sendu reiðhestana sína til með löngum fyrirvara, til þess að þeir væru gersamlega óþreyttir, þegar kæmi að eltingaleikn- um langa og stranga. Fyrr um daginn hafði Angelique séð til þess, að hin dýrmæta Ceres hennar væri send þangað ásamt tveimur hestasvein- um. Hún hafði borgað þúsund pistoles fyrir þessa hreinræktuðu spænsku hryssu. Enn einu sinni reis hún upp og kveikti á kertinu. Það var enginn vafi á því. Kjóllinn hennar tók öllu öðru fram — logarauður satínkjóll, sem var léttari en skýin við sólarupprás, og blússan var skreytt með blómum úr örsmáum skeljaperlum. Með þessu ætlaði hún að bera bleikar perlur. Þær myndu hrynja í klösum niður úr eyrum hennar og Þær myndu vefjast í festum um háls hennar og axlir. Hálfmánalöguð kóróna átti að skreyta hár hennar. Alla þessa gimsteina hafði hún keypt af skartgripasala, sem hún hafði gaman af, vegna þess að hann heillaði hana með frásögnum frá heitu höfunum, sem einu sinni höfðu baðað þessr perlur, og af því hvernig hann hefði komizt yfir þær, hvernig þær höfðu farið langar leiðir, sumar innan í silkistranga, sem höfðu komið úr höndum arabisks verzlunar- manns til Grikkja og Feneyjabúa. Hann gat margfaldað gildi þeirra í augum hennar aðeins með hæfni sinni til að gera hverja perlu eins fágæta og henni hefði verið stolið með mikilli leynd úr görðum guð- anna. Þótt það hefði kostað hana stórfé að komast yfir þessa dýrgripi, hafði Angelique aldrei fundið til þeirrar óþægindakenndar eftir á, sem fylgir því að kaupa dýrt og tilgangslaust. Hún starði með lotningu á perl- urnar, sem lágu í hvita flauelsboxinu á náttborðinu hennar. Hún hafði óseöjandi nautnakennda þrá til að eiga alla sjaldséða og dýrmæta hluti. Það var hefnd hennar og laun fyrir þau erfiðu ár, sem hún hafði lifað. Sem betur fór hafði hún rifið sig upp úr eymdinni, meðn hún hafði ennþá líkama til að hjúpa frábærum gimsteinum og fíngerðum fötum. Til þess að safna í kringum sig fallegum húsgögnum, glæsilegum veggteppum og skreytingum gerðum af fyrsta flokks lista- mönnum. Hún hafði ekki tapað neinu af lífslöngun sinni. Það var henni stöð- ugt undrunarefni, og í laumi þakkaði hún guði fyrir, að reynsla hennar skyldi ekki hafa yfirbugað hana. Hún var ennþá áköf eins og barn. Hún hafði séð miklu meira af lifinu en flestar konur á hennar aldri og þó hafði hún orðið fyrir minni vonbrigðum með heiminn. Og eins og barn gat hún ennþá glaðzt yfir ótrúlega litlu. Ef manneskjan hefur aldrei þekkt hungur, hvernig getur hún þá notið bragðsins af nýju, heitu brauði? Og ef einhver kona hefur gengið berfætt yfir rennusteina Parísarborgar, til þess að geta síðar meir eignazt perlur á borð við þessar, hvernig kemst hún þá hjá því að vera hamingjusamasta kona í öllum heiminum? Enn einu sinni slökti hún á kertinu, renndi sér á milli rekkjuvoðanna, teygði úr sér og hugsaði: — En sú gleði að vera ung, rík og falleg og Hún bætti ekki við: — .... og þráð, slík hugsun kom henni til að minnast Philippe. Það var eins og skuggi færi yfir hamingjusamt and- lit hennar. Hún dró djúpt andann. Philippe! 0 hvað hún fyrirleit hann! Hann minntist þessara tveggja morgna, sem liðið höfðu síðan hún giftist öðru sinni, varð eiginkona Philippe du Plessis-Belliére markgreifa, og öllu þvi ótrúlega og and- styggilega í kringum það. Daginn eftir að Angelique var veitt móttaka í Versölum, sneri hirðin aftur heim til Saint-Germain. Hún hafði orðið að fara aftur til Parísar. Að sjálfsögðu hafði hún haldið sig I fullum rétti til að fara til heim- ilis eiginmanns síns í Faubourg Saint-Antoine. En þegar hún hafði að lokum ákveðið að fara þangað, var dyrunum lokað fyrir henni. Svissneski yfirþjónninn svaraði mótmælum hennar með því að segja, að húsbóndi hans fylgdi konunginum og hirðinni, og hann hefði ekki fengið nein fyrirmæli varðandi hana. Hún hafði orðið að fara til síns eigin heimilis, Hotel de Beautrellis, sem hún hafði átt fyrir hjónabandið. Síðan þá hafði hún búið þar, og beðið eftir öðru heimboði frá konunginum, sem myndi stilla henni á réttan stað við hirðina. En ekkert hafði heyrzt, svo hún fékk stöðugt meiri áhyggjur af þvi að nú ætti að hundsa hana. Siðan var það dag nokkurn, að Madame de Montespan, sem hún hitti heima hjá Ninon de Lenclos, sagði við hana: — Hvað hefur komið fyrir þig, kæra vinkona? Ertu ekki með sjálfri þér ? Þú hefur hafnað þremur heimboðum konungsins! Einu sinni hafðirðu hita. Svo var eitthvað að Þér í maganum, sem gerði það að verkum, að þú varst utan við þig. Eða með bólu á nefinu, sem eyðilagði fegurð þína svo þú þorðir ekki að sýna þig. Kóngurinn er lítið hrifinn ag svona lélegum afsökunum. Hann skelfist fólk, sem alltaf er eitthvað að. Þú fellur í ónáð með þessu móti. Þannig uppgötvaði Angelique, að eiginmaður hennar, sem konungurinn hafði beðið um að koma með hana til ýmissa skemtileikja, hafði ekki aðeins sleppt því að segja henni frá þessum heimboðum, heldur hafði gert hana hlægilega í augum konungsins. — Ég vara þig að minnsta kosti við, sagði Madame de Montespan. — Ég heyrði með minum eigin eyrum, að konungurinn sagði du Plessis markgreifa, að hann vildi fá að sjá þig við veiðarnar á miðvikudaginn. Reynið að sjá til þess, sagði hann fremur þurrlega, — að heilsufar Madame du Plessis-Belliére knýi hana ekki til að hundsa oss. Annars verð ég að taka það upp hjá sjálfum mér, að ráðleggja henni með bréfi að fara aftur út i sveit. Með öðrum orðum: Þú ert í þann veginn að falla í ónáð. Angelique varð undrandi, síðan bálreið. Það tók hana ekki langan tíma að finna sér leið út úr þessum ógöngum. Hún ætlaði að fara beint á mótstaðinn og sýna Philippe þá óhagganlegu staðreynd, að þarna væri hún í eigin persónu. Ef konungurinn spyrði hana, ætlaði hún að segja honum sannieikann. Hvers vegna ekki? 1 návist konungsins myndi Philippe neyðast til að játa. Með einstakri leynd hafði hún látið sauma sér nýja búninga, sent með hryssuna sína á undan og ákveðið að leggja af stað í dögun. Og nú var dögunin rétt í nánd, án þess að henni hafði komið blundur á brá. Hún neyddi sig til að loka augunum, ýta frá sér öllum hugsunum og falla í svefn. Allt í einu fór hrollur um hundinn hennar, Arius, þar sem hann hafði hringað sig úti við gluggann. Svo rauk hann á fætur og tók að gjamma, lágt og hást. Angelique náði í hann og þrýsti honum að sér undir sæng- inni. — Uss, Aríus, þegiðu! Kjölturakkinn hélt áfram að urra og skjálfa. 1 eina eða tvær sekúndur lá hann grafkyrr, svo tók hann viðbragð og fór aftur að gjamma. — Hvað er að þér, Aríus? Þetta fór á taugarnar á Angelique. — Hvað gengur á fyrir þér? Heyrirðu i mús? Hún tók um trýnið á honum með hendinni og reyndi að heyra hvað hefði truflað húsdýrið hennar. Jú, nú heyrði hún eitthvert hljóð, mjög ógreinilegt, svo hún gat ekki strax gert sér grein fyrir, hvaðan það kom. Það var eins og harður hlutur rynni yfir hart gljáfægt yfirborð. Arius hélt áfram að urra og gjamma. — Þegiðu, Aríus! Þegiðu! Æ, ætlaði hún aldrei að geta sofnað? Allt I einu sá hún bak við lokuð augun, dökka hönd, sem virtist koma fram úr gömlum minningum — óhreina, hreisturkennda hönd Parísar- þjófs, sem í myrkri næturinnar þrýsti höndinni að gluggarúðunni og skar hana I sundur með hörðum demanti. Hún stökk upp i rúminu. Já, þetta var það. Hljóðið kom frá glugg- anum. Ræningjar! Hjarta hennar barðist svo ákaft, að hún heyrði litið annað en hjartsláttinn. Aríus losaði sig frá henni og tók að gelta á ný. Hún náði í hann og setti hann undir sængina svo síður heyrðist I honum. Þegar hún heyrði nokkuð á ný, hafði hún á tilfinningunni, að það væri einhver kominn inn í herbergið. Glugganum var skellt. „Þeir“ voru komnir inn. — Hver er þar? hrópaði hún nær dauða en lífi. Enginn svaraði. EYi fótatak nálgaðist utan frá glugganum. Perlurnar minar! hugsaði hún. Hún rétti út höndina og þreif hnefafylli af demöntum. Næstum I sama bili skall kæfandi Þyngd þykks teppis yfir hana. Vöðvaberir handleggir vöfðust utan um hana og lömuðu hana. Hún æpti I þykkar fellingar teppisins og iðaði eins og áll, þar til hún hafði losað sig. Hún greip andann á lofti og æpti: — Hjálp! Hjááálp! Tveir sverir þumalfingur þrýstust inn í háls hennar og lokuðu fyrir allt loft. Stórar rauðar sprengjur sprungu fyrir augum hennar. Svo varð æðisgengið gjammið I hundinum lægra og dimmara og fjarlægara. — Nú dey ég, hugsaði hún. — Það var venjulegur innbrotsþjófur, sme kyrkir mig! Þetta er ekki hægt! Philippe! Pilippe! Svo varð allt svart. Þegar hún fann meðvitundina koma aftur, fann hún eitthvað kringlótt renna á milli fingra sér og heyrði það skella I gólfið. — Perlurnar mínar! Hálf lömuð hallaði hún sér út fyrir fletisbrúnina, sem hún lá á og horfði á röðina af bleikum perlum. Hún hlaut að hafa haldið þeim I krepptum hnefa sér, meðan þeir báru hana burt og komu henni fyrir á þessum framandi stað. Angelique renndi sárum augum yfir herbergið. Hún var I einhvers- konar klefa, sem dauf skima dögunarinnar síaðist I gegnum litla glugga I gotneskum stíl með rimlum fyrir, og drógu úr gulri glóð olíulampans, sem hékk fyrir ofan hana. Húsgögnin voru illa gert borð, þrífættur stóll og flet, gert úr illa höggnum viði með hrosshársdýnu. — Hvar er ég? I hverra höndum er ég? Hvað vilja þeir mér? Þeir höfðu ekki stolið perlunum hennar. Hún var ekki lengur bundin, en gróft teppið lá ennþá ofan á þunnum bleikum silkináttsloppnum hennar. Angelique rétti út hendina og tók upp hálsfestina. Ósjálfrátt setti hún hana um hálsinn. Svo snérist henni hugur og hún renndi festinni undir dýnuna í fletinu. Framhald á bls. 33. Jg VIKAN 28. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.