Vikan

Tölublað

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 27

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 27
SÆLUHUS FERÐAFELAGSISLANDS Íxííölííí : . >r . x-x : :••••••• ■ ||§||1§|§ , .... •, MM:MsW§ mm ■■■ < ■;< . . .v ■.-.•.*.<■.• .-.■ • • ■.• • ' - ■■ ' ' ■ ■••.. Það er orðið æði langt síðan að árbækur Ferðafélagsins urðu þekktar sem staðgóð heimildarrit um Island, enda hafa þær ávallt verið eftirsóttur bókakostur. Margar árbækurnar eru löngu uppseldar og gulli dýrmætari, en endurprentanir hafa aldrei verið eins kærkomnar söfnurum og fyrsta útgáfa. Árbókin hefur nú komið út 39 sinnum, og hún hefur nú fjall- að um allar sýslur landsins nema Rangárvallasýslu, sem vænt- anlega verður næst. Ferðafélag Islands er orðið svo þekkt félag meðal lands- manna, að óþarfi er að kynna það frekar, en til fróðleiks fyrir lesendur VIKUNNAR, birtum við hér myndir af öllum þeim skálum á landinu, sem félagið hefur með dugnaði og þraut- seigju komið upp, enda er það mikið átak fyrir félítið félag að reisa 8 sæluhús víðsvegar í óbyggðum, — auk þeirra skála, sem sérdeildir innan þess hafa reist. Skálar þessir eru frjálsir öllum til afnota, þegar félags- menn þurfa ekki sjálfir á þeim að halda fyrir hópferðir sínar, sem farnar eru flestar helgar yfir sumartímann. Þeir eru ó- læstir og varnarlausir, og þessvegna er það nauðsynlegt að brýna það vel fyrir öllu ferðafólki, sem þá gistir, að ganga vel um húsin og öll tæki, og að hreinsa vel eftir sig allt rusl þegar þeir eru yfirgefnir aftur. Það hefur því miður viljað brenna við að ill umgengni hefur verið um húsin, en það ætti að vera metnaður allra gesta að ganga vel um þessa hluti. Gistigjald er kr. 25 fyrir félagsenn, en 30 fyrir utanfélags- menn, sem greiðist til húsvarðar, — en það er í Þórsmörk á Hveravöllum og við Kerlingafjöll. Annarsstaðar óskast gjaldið sett í þar til gerðan bauk, sem er á hverjum stað. OUvítárnes hjá Tjarná. ByggSur 1930, og var íyrsta sæluhús félagsins. Efni var þá flutt þangað á hestum frá Gígjarhóli um 65 km, vegalengd. Það var Jón frá Laug, sem tók flutninginn að sér og kostaði flutningurinn 15 krónur á hestburð, miðað við 85 kg. Jakob Thorarensen skáld smíðaði skál- ann fyrir 1287 krónur og tók það hann tvo mán- uði ásamt öðrum manni. Skáiinn tekur 30 manns. O Landmannalaug- ar. Skálinn var byggður 1951, og þar er kojupláss fyrir 32. Við skálann er einn- ig sundlaug og Ieir- böð. ■O Snæfellsjökull. Byggður 1946. Þar eru 8 rúmstæði, en um 20 manns geta gist þar. Skálinn er á Jökuihálsi. Þórsmörk. Byggt 1954, og stækkaður 1964. Skálinn heitir raunar t) Skagfjörðsskáli, eftir Kristjáni Skagfjörð. Kojupláss er þar fyrir 80 manns. 2g VIKAN 28. thl. VIKAN 28. tbl. 27 (1 Ásgarður i Kerl- ingafjöllum. Byggður 1937, og stækkaður 1960. Tekur 40 — 50 manns. Hrútfell í baksýn. Akureyrarskáli í Ilerðubreiðarlindum. Ferðafélag Akureyrar byggði skál- ann 1960, cn það er deild í Ferðafélagi fslands. Skálinn er kallaður Þorsteins- skáli eftir Þorsteini Þorsteinssyni, sem lengi var gjaldkeri og framkvæmda- stjóri félagsins, og forystumaður þcss. Auk þessa skála eiga Akureyringar skála við Laugafell fyrir austan Hofsjökul. Þá eiga og Fjallamenn skála á Fimmvörðuhálsi og við Tindafjallajökul. Hagavatn. Byggður 1942. Pláss fyrir 12 manns. Einifell í baksýn. Þjófadalir. Byggður 1939. Svefnrúm fyrir 12 manns. Rauð- kollur í baksýn. ■0(5 Hveravellir. Á myndinni er Þórður Kárason frá Litla Fljóti, fjallkóngur Tungna- manna í 24 — 25 ár. Skálinn var byggður 1938 og tekur 34 manns. Hann er hitaður með hveravatni, og hjá honum er sundlaug. Rétt hjá er lítill skáli, scm nefnt er Hvin- verjakot, en það er bústaður varðmannsins.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.