Vikan

Tölublað

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 30

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 30
HAFIÐ ÞÉR PRÓFAÐ AÐ VÉLRITA A OLIVETTI LETTERA 32? Eftir nokkurra klukkustunda æfingu hafið þér algjörlega losað yður við ókunn- ugleikann og þér látið yður ekki detta í hug að handskrifa. Til daglegra bréfaskrifta, til þess að fylla út skýrslur og skjöl. Fyrir skólann og heimavinnu hentar vélin notum allr- ar fjölskyldunnar. Öll orð á sínum stað, sérhver blaðsíða hrein og fögur og mörg skýr afrit. G. HELGASON & MELSTED H. F. Rauðarárstíg 1 — Simi 11644. Getur morðingi veriö góður epmaðiir? Ung og fölleit kona lýtur yfir saumavélina sína og starir út um gluggann meö augum, sem löngu eru oröin þurr og geta ekki grátið lengur. Konan stynur þungan. 1 eyrum hennar hljöma sömu orðin aftur: „Manfreð hef- ur myrt tvær manneskjur. Man- freð, heimsins yndislegasti maS- ur, er mor8ingi.“ Erika Jung, hin 28 ára gamla eiginkona strætisvagnabílstjór- ans Manfred Jung, situr sorg- bitin a8 heimili sinu i Rosdorf i Þýzkalandi, og hugsar um sina brostnu framtíðardrauma. Fram- tiðin var svo björt. Þau hjónin ætluðu að fara að byggja ein- býlishús uppi á hæð við bæinn. Nú stendur húsið þar hálfklárað og verður aldrei heimili þeirra. Lágvaxna konan veit nú að saklaus, eldri maður hefur setið i fangelsi i mörg ár vegna morðs, scm maðurinn hennar framdi. Erika Jung veit að þetta er rétt, — en getur ekki skilið það. „Hafið þér aldrei vitað neitt um þetta? Hefur hann aldrei sagt neitt, sem gæti bent til þess hvað hann hefði gert?“ Hún hristir höfuðið og horfir á hendur sínar, sem kreista vasaklútinn milli fingranna. Svo fer hún að segja frá lifi sinu með manninum, sem myrti tvær manneskjur fyrir mörgum árum siðan, þegar Erika var aðeins tíu ára gömul stúlka. „Við kynntumst þegar ég var 16 ára gömul. Við vorum eins og hvert annað ungt og ástfangið fólk. Fórum út til að dansa, — og mér fannst hann óvanalega opinskár og áreiðanlegur. Þegar ég var 19 ára gömul, giftum við okkur. Það var dásamlegt brúð- kaup....“ „Urðuð þér aldrei varar við að hann væri að dylja yður ein- hvers? Var hann aldrei þung- lyndur?“ „Aldrei! Við sögðum hvort öðru alla hluti. Hann sagði allt- af að hjónaband okkar mundi verða hamingjusamara en for- eldra hans, og við ættum að ala son okkar upp sem heiðarlegan mann. Á hverjum morgni klukkan fjögur fór Manfreð til vinnu sinnar, og kom heim aftur klukk- an átta. Um hádegi fór hann aft- ur og um kvöldið einusinni enn. í millitiðinni vann hann við hús- ið. „Nei,“ segir unga konan. Ég get ekki ásakað hann fyrir neitt. Ég hef enga ástæðu til að áfell- ast Manfreð." En Manfreð er morðingi, og Erika hefur nú fengið að heyra söguna um glæpinn, og nú veit' hún að hún hefur ekki þekkt eiginmann sinn.... manninn, sem hún hélt að hún þekkti bezt allra manna i heiminum. Nú er hann orðinn henni ráð- gáta. í augum hennar getur mað- ur lesið undrun yfir því, hvernig hann hefur getað lifað í öll þessi ár með þennan mikla glæp á samvizkunni, — og hvernig hann hefur getað dulið hana þess. Hún skilur það ekki.... því hún þekkti ekki manninn sinn. ★ gQ VIKAN 28. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.