Vikan

Tölublað

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 40

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 40
nýtt! nýta Lady býður nú nýtt model. Brjóstahaldari tegund 1220 er úr næloni með spöngum undir skálunum. Tegund 1220 er fallegur, sterkur, ódýr og þægilegur. Litir: Hvítt og svart. Cady h4* Laugavegi 26 — Sími 10115. Söluumboð: Davíð S. Jónsson, heildverzlun. Þingholtsstræti 18. — Sími 24333. Nýkomnar ítalskar kventöflur með korkhæl Margar gerðir * SKÓTÍZKAN SNORRABRAUT 38 - SÍMI 18517. meðan ég náði í peningana og rétti honum þá. Hann stakk þeim í vasann, eins og að ekkert væri sjálfsagðara. — Má ég koma á morgun? spurði hann. — Nei, sagði ég hörkulega. Þá stökk hann upp á hjólið, hellti yfir mig fúkyrðum og hjólaði svo í burtu. Þegar ég kom upp í íbúðina opnaði ég gluggann og andaði djúpt. Ég hefi sagt frá þessu, öðrum konum til varnaðar, það er ótrúlegt sem getur komið fyr- ir mann. Samt sem áður gat ég ekki trú- að því að það væru aðeins svona skarfar sem væru að leita sér að konu og ég var vongóð um það að eitthvað betra tæki við og beið eftir því í spenningi... ★. Gull Framhald af bls 25. mínir saeju sér engrar undankomu auðið úr landinu, en hlytu að fylgja mér hvert sem ég færi, og ætti ég þó í þeim meira traust og hald". Hvílíkt traust ó forlögum sínum mun ekki hafa þurft til að leggja leið sína til Mexíkó með fjögur hundruð vopnfærra manna. Svo seg- ir Bernal Diaz um herferð þessa: „Vér urðum að fara um fen og flóa þar sem hestarnir lágu í, yfir regn- fjöll, brött og háskaleg, mæta her Tlaxcarequ's, (sem Cortez áætlaði að næmi 100.000 manna), sem gekk í lið með oss þá er vér höfðum sigrað hann". Eftir hálfs þriðja mánaðar ferða- lag sáu þeir loks hús og hallir Mexíkóborgar blika I sólskininu, og var þá hinn þriðji nóvember. „Þeg- ar vér sáum", segir Bernal Diaz, „öll þessi hús og hallir, sem byggð voru á vatni og önnur sem byggð voru á þurru landi, og þetta breiða, beina stræti, sögðum vér hver við annan, að þetta líktist engu nema furðum þeim sem oss var frá sagt ( bókum Amadis Ijónriddara". En gæfan var ekki hliðholl kon- ungi landsins, Montezuma. því þó hann reyndi að hefta för þeirra, kom það fyrir ekki. Hann yfirgaf höll sína úr marmara jaspis og por- fyr, og lagði hugrakkur af stað á móti þessu sigursæla liði. Nokkrum vikum seinna var borg- in fallin í hendur þessa liðs og hann sjálfur fangi þeirra. Og þá er Cor- tez gekk inn í dýrgripasal konungs- ins gat hann ekki stillt sig um að æpa af fögnuði, því það sem bar fyrir augu honum, fór langt fram úr þvl sem hann hafði getað ímynd- að sér. Hann segir svo: „Hvað sem líður verðgildi þess- ara hluta, er fegurð þeirra slík, að ekki verður til nokkurs verðs met- ið, og ólíklegt er að nokkur annar af þjóðhöfðingjum, hvar sem er í veröldinni, eigi jafn marga gripi, né jafn góða". Því miður kunnu liðsmenn Cor- tezar ekki jafn vel að meta grip- ina, sem hann sjálfur, og var mikil mergð af þeim brædd upp og gerð- ar gullstengur úr þessum fögru grip- um, sem gullsmiðir Mexíkós höfðu lagt svo mikla alúð við. Og gull Ameríku barst til Spánar, fyrst frá Mexíkó, síðan frá Perú, því landi, sem Pizarro vann með tvö hundruð manna liði, og seinast frá gervallri álfunni. Spánn. Á einni öld voru 325.000 kílá af gulli flutt yfir Atlantshaf og upp Guadalquivir og allt Sevilla á hafskipum, sem svo þungt voru hlaðin að hvort sem þau lentu I hafvillum eða stöðvuðust í byrleysi, var yfirvofandi sú hætta, að sjó- ræningjar tækju þau varnarlaus, en af þeim var einna frægastur Francis Drake, sem svo vel gekk fram I því að fylla fjárhirzlur Elizabetar, hinnar frægu drottningar hans. En bezt veiddi hann þegar hann tók „San Philip", skip sem Spánarkon- ungur átti sjálfur og hlaðið var 400.000 dúkötum I gulli, og stýrði því upp í Plymouth. Nú er að segja frá því hver áhrif þessi gullstraumur hafði á Evrópu þegar frá leið. Hann varð hefndar- gjöf, allt efnahagsjafnvægi álfunn- ar fár úr skorðum. Því framleiðsla lífsnauðsynja hélzt engan veginn I hendur við þessa aukningu gjald- miðils, og afleiðingin varð ofboðs- leg dýrtíð. Kaupgjald hækkaði fram úr öllu valdi og þúsundir streymdu til Spánar í atvinnuleit -þ. á. m. 10.000 Frakkar), og þó kaupið væri hærra en þekkzt hefði, hélzt það engan veginn í hendur við verð- hækkunina. Tveir uxar (það var venja að selja tvo í einu), sem kost- að höfðu á dögum Lúðvígs 11. Frakkakonungs átta pund, kostuðu árið 1000 100 pund, og þaðan af meira. Allar stéttir urðu fyrir þungum búsifjum af völdum þessara verð- breytinga, þar sem skortur nauð- synlegustu hluta fylgdi í slóð hinna mestu auðæfa, sem þekkzt höfðu. Undirstöður þjóðfélaganna, traustur og staðfastar, hrundu í einni svip- an, og það tók álfuna meira en öld að ná sér eftir þetta áfall. Og Spánn, sem ekki kunni betur en Róm hin forna, að gæta fengins fjár, varð brátt eitt af hinum fá- tækustu og mergsognustu löndum á meginlandinu. 1849: 100.000 gullleitarmenn koma til Kalíforníu. í febrúar 1848. Þá hefst nýr kapí- tuli, mikilfenglegur og hryllilegur. Það var skömmu eftir hádegi einn góðan veðurdag, að Jóhann Ágúst Suter skrifaði æskuvini sínum í Lús- ern bréf. Hann segir honum frá því í bréfinu, að nú hafi hann ekki lengur getað stillt löngun sína til að fara til Kalíforníu, og sé hann þangað kominn frá ættlandi sínu VIKAN 28. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.