Vikan

Tölublað

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 41

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 41
TJTI VÖRN GEGN VEGRUN HVERS VEGNA INNI VERND GE6N SLA&A TKGUNDIH ? íbúðarhús hér ö landi eru ■yfirleitt byggS úr steinsteypu eða öðru ólika opnu efni og upphituð flesta tlma órsins. Stofuhitinn er því hœrri en ! loftinu úti og getur borið miklu meiri raka í formi vatnsgufu en útiloftið. Þetta rakahlaðna. lóft leitar ó út- veggi hússins, og ef ekki er séð fyrir sérstöku, valnsguíu- heldu lagi innan ó útveggj- unum, kemst rakinn úr stof- unum inn í veggina og þétt- ist þar eða í einangrun þeirra. Spred Satin hindrar að raki komist i útveggina innan fró. Utanhússmálning þarf að geta hleypt raka úr múrnum út í gegnum sig, enda þótt hún þurfi einnig að vera vatns- og veðurheld. Úti Spred hefur þessa eigin- loika framar öðrum málning- artegundum, og er framleitt sérstaklega fyrir íslenzka sfaðhœíti og veðráttu. MA'LNING HF Sviss, eftir margra missera eymdar- full ferðalög, og hafi hann stigið á land í San Francisco ásamt föru- nautum sínum frá Honolulu, og hafi ætlað að stofna þarna heims- veldi með tilstyrk þeirra, svo víð- lent, að það skyldi vera tvöhundruð metrar á hverja hlið, og skyldi liggja þar sem árnar Sacramento og American mætast, en nú sé land sitt stærra en fylkið Basel í Sviss, og mælist í dagleiðum og að sér hafi tekizt að rækta þarna vínvið að heiman. Hann segist hafa dálít- inn her til varnar gegn Indíánum, fallbyssulið, verksmiðjur og ótölu- legan fjölda búpenings. ,,Ég tel mig vera í þann veginn að verða einn af ríkustu mönnum í h . . . " Þá stöðvaðist penninn allt í einu. Maður kemur þjótandi inn, án þess að berja, og þetta er einn af verka- mönnum Suters, James Marshall, og er ákaflega mikið niðri fyrir: „Ég hef nokkuð mikilvægt að segja yður, en það má helzt eng- inn heyra til okkar". Lyklinum er þegar snúið í skránni, og maður- inn tekur upp úr vasa sínum ein- hvern hlut vafinn innan í klút. Hann vefur utan af og kemur þá í Ijós að þetta er moli úr skíra gulli. Á því er enginn efi. „Vesling piltur- inn var alveg ærður", sagði Suter. Marshall hafði fundið gullið neðar- lega í fjallinu Coloma, þegar hann var að gera við gangásinn í mylnu, sem skemmzt hafði við vatnavexti. Þessi fundur kostaði Suter allan hans auð, unz ekki var eftir einn eyrir. Fréttin barst eins og eldur í sinu, og menn komu úr öllum áttum og frá ýmsum löndum til að freista gæf- unnar og grafa gull. í lok ársins 1848 voru 4000 komnir og 100.000 bættust við á næsta ári. Og vildu þeir öllu til kosta að fá að taka þátt í þessu. Sama var hvað Suter bauð mönnum í kaup, þeir yfirgáfu hann allir og fóru að grafa gull. Gullæðið hreif þá alla. Hermennirn- ir, sem áttu að halda uppi lögum og reglu, voru ekki fyrr komnir í búning sinn, en þeir fóru úr honum á laun, struku og fóru að grafa gull, sjómenn fóru af skipunum, unz enginn varð eftir til að gæta þeirra, en allir voru stroknir upp á fjallið Coloma að lesa sér gull. Verksmiðjur Jóhanns Suters stöðv- uðust, og hjarðirnar, sem enginn gætti framar, jörmuðu og bauluðu aumkvunarlega unz þær voru felld- ar með skotvopnum af drukknum gullleitarmönnum. Með hverjum mánuðinum varð Suter fátækari, en gullvinnslan jókst að sama skapi, og náði hámarki árið 1853, og nam þá 90.000 kílóum. Suter gerði allt sem í valdi hans stóð til að bjarga fjármunum sínum, hann krafðist yf- irráða yfir landi sínu, heimtaði hlut- deild í gullinu. En enginn studdi hann og hver ógæfan rak aðra: kona hans dó af ofþjökun við komu sína frá Sviss, einn af sonum hans var myrtur af trylltum gullleitar- manni, annar fyrirfór sér, hinn þriðji flýði þetta bölvaða land. Hann höfðaði mál á borgina San Francisco, um þessa lögmætu eign sína, en allt rann það út ( sand- inn, málið tók aldrei enda. Hann sneri sér til dómaranna í Washingt- on, settist að þeim og vitnaði enda- laust í Opinberunarbókina. Marshall æpti: „Gullið, það er allt". Hann missti vitið. „Gullið", æpti hann, „það er Andkristurinn. Það er skækjan mikla í Opinberunar- bókinni, sem komið er yfir hafið, það er Kristófer Columbus, sem fann Ameríku". Og eitt sinn er hann var á leið til þinghússins í Wash- ington í tötrum, og götustrákar eltu hann, leið hann út af, Hann hafði fengið slag. Nokkrum dögum áður hafði hann mætt á götu brjáluðum manni, sem hjúkrunarmenn höfðu milli sín. Mað- urinn hrópaði til hans: „Gullið, það er allt", og Suter þekkti þarna, þó sjúkur væri, James Marshall, mann- inn, sem hafði fundið fyrsta gull- molann í fjallinu. Suter dó fátækur, en Kalífornía, sem varla hafði 20.000 íbúa árið 1848, óx og blómgaðist, og var þá er hann dó, orðin eitt af ríkustu löndum í Ameríku. En ekki virðast allir gullleitar- mennirnir hafa haft mikið upp úr sínu vafstri, því þegar talið var saman hve mikið þeir höfðu feng- ið að meðaltali, komu ekki nema 74 pund í hlut, og var það vesæll hlutur. En ekki sljákkaði gullæðið að heldur. Örvaðir af tröllasögunum frá Kalíforníu þustu menn þúsund- um saman hvert þangað, sem nokk- ur von var, og hver gullfundurinn VIKAN 28. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.