Vikan

Tölublað

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 8

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 8
Allt í útileguna Urval af tjöldum, íslenzk og erlend með stólsúlum og föstum botni. 2ja manna 3ja — 4ra — 5 - 5 — m/himni 6 - Svefnpokar, 10 gerSir. — Enskir dún-svefnpokar, 3 gerSir. — Norskur dún-svefnpoki. — Pottasett, 5 gerSir. — Vindsængur, 4 gerSir. fP ■’l L í T I Ð í GLUGGANA. m 'v:;? ff-* nzr\ AthugiS góS bílastæði. Skátabúðin Sálnahirðar Sálnahirðarnir — The Soul Agents — hafa orðið hvað þekktastir af plötum sínum „Mean Woman Blues“ og „The Seventh Son“ og þykja harla lagtækir í lögunum. Nafnið, Sálnahirðarnir, fundu þeir á þann hátt, að þeir ráku augun í auglýsingaskilti frá hjálpræðishem- um, sem á stóð: VIÐ ERUM SÁLNAHIRÐAR PYRIR ÞETTA HVERFI. Og þetta kom þeim á sporið. Og svo fáið þið hérna smá æviágrip frá þeim: .... JOHNNY KEEPING. Fæddur 25. júní 1944 í Southampton. Hefur sungið í skólakór og unnið í veggfóðurverksmiðju föður síns. Þykir gaman í partíum. TONY GOOD. Fæddur í Southampton 5. sept. 1942. Lærður trésmið- ur og hefur auk þess stundað gítarnám í fimm ár. Spilar á gítar. ROGER POPE. Fæddur í Southampton 20. marz 1946. Var rekinn úr klæðskeranámi, af því hann neitaði að láta stuttklippa sig. Gerðist þá bílþvottamaður, en var rekinn, af því hann vildi sjálfur skammta sér kaffitíma — og lengd þeirra. Hann leikur á trommur. JIM SACH. (James Victor George Raphael Sach). Fæddur í Suður- Afríku 13. maí 1944. Hefur verið aðstoðarmaður bókara, en leikur gítar og golf. DON SHINN. Hann er fæddur 15. des. 1945. Hann byrjaði í hem- um, en keypti sig út fyrir 9600 krónur í des. 1963. Hann er útlærður organleikari. Dýrir dropar Við þorum varla að birta þessa frétt í VIKUNNI, því við vitum að henni verður ekki vel tekið af fjölda lesenda. En sannleikurinn er sá, að tveir danskir dánumenn hafa fengið þann starfa að standa við dag og nótt og hella niður í vaskinn innihaldinu úr einni milljón bjórflöskum ■— dönskum bjór, auðvitað. Brugghúsið Stjarnan (Stjernen) fór semsé á hausinn, og allar til- raunir til að selja bjórinn ódýrt hafa af einhverjum ástæðum mis- tekizt. Þeir hefðu átt að reyna hérna heima. Nú en ekki gátu þeir heldur gefið bjórinn, því Danir hafa líka skattstjóra eing pg við, óg hann krafðist þess að skattur væri greidd- ur af bv<yri flösku', sem út úr brugghúsinu fór, jafnvel þótt svöná staeði á. Og brúgghúsið ha®i ekki ráð á þvi Þessvegna fór sem fór, og mú er bjórino váfalhust allur kominn í vaskinn, — eð!a vántar nokk- \rrii virúju... -------- ------- -----■— _________________________ ■■ ------------—/ g VIKAN 29. tW.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.