Vikan

Tölublað

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 9

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 9
Regiscope — mynd af andliti framseljenda og ávísuninni. Ávísanaævintýramenn á myndum Ávísanir eru mjög þægilegur gjaldmiðill og hentugur í öllum meðför- um. en tiltölulega fámenn stétt ávísana-ævintýramanna hafa gert þær að gjaldmiðli, sem vekur tortryggni víðast þar sem þeim er hampað. Hérlendis er þó ekki svo mikið um beina ávísanafölsun, þ.e.a.s. að menn skrifi út ávísanir á reikninga, sem ekki eru til, með nöfnum, sem ekki eru til, eða á reikninga sem aðrir eiga með fölsuðum undirskriftum, held- ur mun algengasta tegund ávísana-ævintýramennsku hérlendis vera hin- ir svonefndu gúmmíkarlar, sem gefa út gúmmítékka, þ.e.a.s. innstæðu- lausar ávísanir á raunverulega reikninga með réttri undirskrift. En víða erlendis er fyrri gerðin mikil vandræða stétt, og hefur verið gripið til margvíslegra ráðstafana gegn henni. Eitt það nýjasta hjá þeim í London er svokallað Regiscope, sem sett er upp við kassana í bankanum og helztu verzlunum, og þegar einhver borgar með ávísun, tekur Regiscopið mynd af þeim sem framselur ávísunina og ávísuninni. Og þetta er sagt hafa dregið geysilega úr ávísanaævintýramennsku í þeirri borg. V _______________________________________) Kommúnisminn, hvert fór hann? Fram til sumarsins 1964 var sífellt verið að klifa á kommúnistahættunni í Ameríku, og þá einkum í þeirri Latnesku Ameríku, en svo er Suður- Ameríka gjarnan kölluð. Nú heyrist þessi hætta varla nefnd i Washingt- on. Fidel Castro, sem einu sinni var versti óvinur frelsis og lýðræðislegs stjórnarfars í þeirri heimsálfu Ameriku, heyrist ekki nefndur, frekar en dauður væri. Og við snögg yfirlit yfir kommúnistahættuna í Latnesku Ameríku, standa málin þannig: Kúba er ennþá kommúnistaríki, en ekki lengur „smitandi". Það stafar framar öllu öðru af þvi, að Kúbumenn eiga erfitt með að draga fram líf- ið einir sjálfir, þrátt fyrir kommúnismann. Venezuela hefur að engu gert þau hermdarverkasamtök kommúnista, sem þar tii á síðasta ári gerðu Caracas að lífshættulegum stað. Guatemala hefur orðið fyrir sprengjuofsóknum, sem eyðilagt hafa 23 bandarísk farartæki — og það er talinn tittlingaskítur og smámunir- Paraguay telur að þar i landi séu kommúnistar, en ekki margir. Honduras hefur kommúnista innan landamæranna, en þeir eru taldir hættulausir. En mikilvægast er þó það, að nýja stjórnin í Bralisíu hefur heppnazt mætavel, að þrátt fyrir örðugt efnahagslíf hefur Argentína ekki smitazt, og Mcxíkó, það stóra land, heldur stöðugt áfram sinni réttu þróun án þess að kommúnisminn komi þar nokkurs staðar nærri. Og ekkl má gleyma Chile, þar sem kommúnistarnir töpuðu siðustu kosningum, þrátt fyrir efnilegt útlit fyrir þá. Og nú er spurt um alla Ameríku: Kommún- istminn ... hvert fór hann? Og á meðan framleiða hinir fáu vinJr Fidels Castros plasthausa í liki foringjans og aðdáendur hans fá kollana keypta — með eða án húfu. V _______________________________________________/ ifim Veiðímenn! Aldrei fyrr hafa svo vandaðir veiðijakkar verið fáanlegir hér á landi. Það bezta er þó aldrei of gott. Komið og sjáið. Vinnufataliúðin Laugavegi 76. Sokkabúðin Laugavegi 42 — Sími 13662. KcmÍGT’S fást hjá okkur Vegna sívaxandi eftir- spurnar og til hagræðis viðskiptavinum okkar munum við kappkosta að hafa ávallt allar KANTERS vörur á boðstólum. VXKAN 29. tbl. Q

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.