Vikan

Tölublað

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 12

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 12
Sagöi Philippe ekki, að ég myndi geta heyrt í veiðihornunum í gegn- um gluggann? Þá hlýtur klaustriö aö vera skammt írá Versölum. C, ég verð aö komast út úr þessu húsi. En þótt hún æddi fram og aftur um klefann, fann hún enga lausn. Að lokum heyrði hún drungalegt bergmál tréskóaðra fóta koma eftir ganginum. Hún stirðnaði upp, full af skyndilegri von. Svo teygði hún úr sér á dýnunni og lét sem sér stæði á sama um allt og alla. Lykli var snúið í skránni og kona kom inn. Þetta var ekki nunna, heldur virtist hún vera einskonar þjónustustúlka. Hún var í grófum ullarslopp með línskuplu og bar bakka. Gesturinn muldraði fýlulega góðan daginn og tók síðan að raða af bakkanum yfir á borðið. Þetta var ræfilslegur málsverður — krús með vatni, skál, sem ilmaði dauft af baunum og svínafeiti og kringlóttur brauðhleifur. Angelique grandskoðaði þjónustustúlkuna. Ef til vill var hún eina sambandið, sem hún gat haft við veröldina fyrir utan, allan þennan dag. Hún varð að reyna að nota sér þennan fund. Þjónustustúlkan var ekki ein af þessari feitu, klunnalegu bænda- gerð, sem safnaðist í kringum klaustrin. Hún var ung og næstum fögur. Stór, svört augu hennar voru full af þögulli áskorun, og hún hreyfði mjaðmirnar þannig undir grófu pilsinu, að það gaf töluvert til kynna um fyrra starf hennar. Angelique var svo viss um, að hún hefði rétt fyrir sér í mati sínu á stúlkunni, að það kom henni síður en svo á ó- vart að heyra stúlkuna anda frá sér blótsyrði, þegar hún missti skeið í gólfið. Hún var ekki í nokkrum vafa um, að hér var kominn einn af þegnum Stóra-Coesre, konungs undirheimanna. — Halló, systir, hvíslaði Angelique. Konan snerist á hæl. Augun ætluðu út úr kollinum á henni, þegar hún sá Angelique bera fyrir sig merki undirheimanna. — Guð komi til, hrópaði stúlkan, þegar hún hafði náð sér eftir fyrstu undrunina. — Guð komi til! Ef mér hefði dottið í hug....! Þær sögðu mér, að þú værir raunveruleg Marquise. Jæja, vesalingurinn, svo sakra- ment hópurinn náði þér líka? Óheppin, ha? Hver getur svosem dregið fram lífið i friði fyrir þessum óargadýrum? Hún settist niður til fóta á fletinu og dró grátt ullarsjal með reiði- legri hreyfingu yfir brjóstin. — Sex mánuði hef ég verið I þessari holu. Ég vona, að þú takir mér það ekki illa upp, en það er eins og aö fá ær- lega í sig að éta að hitta þig. Það verður kannske til þess, að maður hættir að hugsa sýnkt og heilagt um sjálfan sig. I hvaða hverfi vannst bú? Angelique bandaði frá sér með hendinni. — Svona hér og þar — alls- staðar. — Hver átti þig? — Trjábotn. — Stóri-Coesre! Þá hlýtur að hafa verið hugsað vel um þig. Af við- vaningi að vera hefurðu komizt fljótt á toppinn. Og þú hlýtur að hafa verið viðvaningur. Ég hef aldrei séð þig áður. Hvað heitirðu? — Fallegi Engill. — Ég heiti Sunna. Þeir gáfu mér Það nafn vegna sérstöðu minnar. Ég vann aðeins á sunnudögum. Mér datt það í hug af þvi að mér fannst ekkert gaman að vera eins og allar hinar. Og mér féll Þetta líka vel. Ég gekk bara fram og aftur fyrir framan kirkjurnar. Drottinn minn, allir þessir karlmenn svona stífir og hátíðlegir, þegar þeir fóru inn, þeir hljóta að hafa haft nógan tima til að hugsa málið, meðan þeir voru að Þylja bænirnar sínar. Þokkaleg stúlka eftir messu — hversvegna ekki? Þegar þeir komu út, valdi ég mér bara viðskiptavin. En gaura- gangurinn í öllum þessum hræsnisfullu kerlingum. Maður gat látið sér detta í hug að ég væri að fá alla karlmenn í París til að sleppa messunni. Þær höfðu næstum gengið af sjálfum sér dauðum í ákefðinni við að láta taka mig fasta. Þær fóru jafnvel fyrir dómstólana, til Þess að láta loka mig inni. Og þær unnu. Og þessvegna er ég nú hérna í Ágústinarklaustrinu í Belevue. En hvað um þig? Hvað kom fyrir þig? — Það var maður, sem vildi að ég færi að búa með honum til þess að spara peninga. Ég hélt honum uppi; hann neyddi mig til að láta sig hafa allar tekjurnar. En ég lét hann ekki ráða yfir mér, og hann hefndi sín með því að senda mig i klaustur, þar til mér hefði snúizt hugur. — Já, það hefur hver sinn djöful að draga, sagði Sunna og andvarp- aði um leið og hún gaut augunum til himna. — Hann hlýtur að vera mesti grútur. Ég heyrði, að hann var að deila um verðið við abbadísina. Hann vildi ekki láta hana hafa nema 20 équs. Það er það sem sakra- ment flokkurinn borgar fyrir að hafa mig hérna. Fyrir það fær maður ekkert nema baunir að ét'a. — Kvikindi.... hrópaði Angelique, því stolt hennar var sært með þessum síðustu upplýsingum. Var meiri óþverri til en Philippe? Og svíðingur þar að auki! Hann vildi ekki borga meira fyrir hana en venjulega götumellu! Hún þreif um úlnlið Sunnu. — Þú verður að hjálpa mér héðan út. Ég veit hvernig við eigum að fara að því. Lánaðu mér fötin þín, og vísaðu mér á hliðið sem liggur út í sveitina. Stúlkan neitaði ákveðið. — Alls ekki. Hversvegna ætti ég að hjálpa þér að flýja, þegar ég kemst ekki út sjálf? — Það er annað mál. Nunnurnar þekkja þig. Þær myndu ná þér og fara með þig til baka undir eins. Enginn hefur séð mig, svo hún geti þekkt mig aftur, nema abbadísin. Jafnvel þótt þær rekist á mig á göng- unum, get ég logið einhverju upp handa þeim. — Það er líklega rétt hjá Þér, sagði Sunna. — Þegar þú komst, varstu öll samanreyrð eins og pinkill. Og Það var hánótt, og Þær fóru með þig beina leið hingað upp. — Þarna sérðu. Það eru miklar líkur til að mér takist það. Flýttu þér og réttu mér sloppinn þinn. — Ekki svona fljót á þér, Marquise. Allt handa mér og ekkert handa neinum öðrum, virðist vera þitt mottó. Hvað hefur þetta í för með sér fyrir vesalings litlu Sunnu, sem er gleymd hér bak við þessa rimla? Kannske hún verði sett í enn dýpra svarthol, ha? — Hvað segirðu við þessu? Angelique stakk höndinni undir dýnuna og dró upp bleiku perlufestina. Hún hélt perlunum upp að ljósinu. Ljósbrotið í perlunum sló ofbirtu i augu Sunnu. Hún flautaði lágt. — Þetta hlýtur að vera eftirlíking, systir, muldraði hún. — Nei. Hérna, finndu bara hvað Þær eru þungar. Hérna, taktu við þeim. Þú mátt eiga þær, ef þú hjálpar mér. — Þú ert að gera að gamni þínu. — Ég gef þér drengskaparheit mitt. Með perlunum geturðu keypt þér öll þau föt og hluti, sem hugurinn girnist, þegar þú losnar héðan út. Sunna lét glitrandi perlurnar renna milli handa sér. — Jæja, hefurðu ákveðið þig? — Ég skal gera það. En ég hef betri áætlun en þú. Biddu, ég kem

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.