Vikan

Tölublað

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 13

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 13
rétt strax aftur. Hún lét perlufestina renna undir föt sín og flýtti sér út. Angelique fannst hún vera 1 burtu í heila eilifO. AÖ lokum kom hún blásmóO til baka, meO fatahrúgu undir öOrum handleggnum en skjólu hangandi á hinum. — Kerlingartruntan hún systir Yvonne náði í mig. Ég heföi getaö drepið hana. En nú verðum viö að flýta okkur, vegna þess að mjaltatlm- anum er að ljúka, og þá koma sveitakonurnar að ná i mjólk frá kúabúi klaustursins. Þú átt að fara i þessi mjaltakonuföt. Taka skjóluna og litla stólinn þarna og svo verðurðu að klifra niður stigann frá dúfu- hreiðrinu. Ég skal sýna þér hvar hann er. Þegar þú ert komin ofan í garðinn, geturðu blandað þér í hópinn með hinum, og farið út um leið og þær. Þú verður bara að láta mjólkurskjóluna halda jafnvægi á höfð- inu á þér. Allt gekk vel. Fimm mínútum seinna gekk Madame du Plessis-Belliére eftir rykföllnum veginum, ákveðin í að ná til Parísar sem hún gat ó- ljóst greint gegnum hitamóðu dagsins. Hún var klædd í stutt pils, með rauðum og hvítum röndum. AÖ ofan var hún í svartri blússu. I annarri hendinni bar hún skóna, sem voru allt of stórir á hana, en með hinni studdi hún mjólkurskjóluna á höfði sér. Hún hafði náð út í garðinn, einmitt þegar ungnunnurnar, sem mjólk- uðu kýrnar, höfðu lokið niðurjöfnun mjólkurinnar til kvennanna, sem myndu bera hana til Parísar og nágrennis hennar. Gamla nunnan, sem fylgdist með því hverjir fengu mjólk, hafði spurt hver hún væri þessi nýkomna. Angelique gerði sig heimskulega á svipinn og svaraði öllum hennar spurningum á mállýzkunni frá Poitou. Hún bað um að fá að gefa klaustrinu nokkur sous, sem stúlkan hafði látið fylgja fötunum, svo hún fengi mjólkina og gæti farið ásamt hinum. Nú þurfti hún að flýta sér. Hún var miðja vegu milli Versala og París- ar. Eftir smá umhugsun varð henni ljóst, að það myndi vera bjánalegt að fara beina leið til Versala. Hvernig gat hún komið fram fyrir kon- unginn og hirðina í röndóttu bóndastúlkupilsi? Betra væri að fara til Parísar, komast í fínu fötin, láta spenna fyrir vagninn sinn. Og fara svo til móts við veiðiflokkana. Angelique gekk hratt, en henni fannst henni ekkert verða ágengt. Hún var sárfætt, en þegar hún fór í þungu, stóru skóna, hrasaði hún og missti þá af sér. Mjólkin helltist yfir hana og það var erfitt að halda skjólunni á höfðinu. Að lokum kom tinsmiður á leið til Parísar, í vagni á eftir henni og náði henni. Hún gaf honum merki um að nema staðar. — Gætirðu lofað mér að sitja í, vinur? —■ Já, það get ég, ljúfan. Gefðu mér koss, og ég skal fara með þig alla leið til Notre Dame. — Ég efast um að það sé hægt. Ég er lofuð pilti og geymi kossana mína handa honum. En ég skal gefa þér þessa mjólkurskjólu handa börnunum þínum. —• Allt i lagi, allt í lagi. Þetta eru tóm svik og prettir, en klöngrastu upp i stúlka mín, þú ert jafn skynsöm og þú ert falleg. Hestarnir brokkuðu áfram. Þau voru komin til Parísar klukkan tiu. Tinsmiðurinn fór með Angelique niður að árbakkanum. Hún flýtti sér heim til sín og dyravörðurinn hafði næstum fengið hjartaslag, þegar hann sá húsmóður sína klædda eins og bóndastúlku, beint utan úr sveit. Hún komst að þvi, að síðan um morguninn höfðu þjónarnir horft á ýmislegt annarlegt gerast í húsinu. Fyrir utan það að húsmóðir þeirra var horfin, gerðust þau stórmerki að þjónn Monsieur du Plessis- Belliére, frekjulegur risi, kom til Hðtel Beautreillis og heimtaði alla vagna og hross, sem til væru á Beautreilliseigninni. — Alla mína hesta! Alla vagnana mína! bergmálaði Angeliðue. — Já, Madame. Roger, þjónninn hennar, staðfesti sögu hins þjónustu- fólksins. Hann leit niður; hann var jafn ruglaður af því að sjá húsmóður sina þannig klædda eins og ef hann hefði séð hana nakta. Svo náði Angelique sér. — Hverju máli skiptir það ? Ég get fengið vini mína til að hjálpa mér. Javotte, Thérése! Flýtið ykkur) Ég þarf að komast í bað! Takið fram reiðfötin mín. Og útbúið handa mér nestiskörfu með flösku af góðu víni. Tólf skær klukkuhögg glumdu við. Angelique hrökk við. — Guð má vita, hvaða afsökun Philippe hefur borið fram til að útskýra fjarveru mína fyrir hans hágöfgi! Að ég hafi tekið laxerolíu og geti þar af leiðandi ekki hætt mér út í skóginn með góðu fólki! Það væri alveg eftir honum, kvikindinu! Og nú, án vagns og hesta, hvernig kemít ég þangað fyrir sólsetur? Sá skal fá þetta borgað! 2. KAFLI — Þetta skal hann fá borgað! sagði Angelique aftur um leið og hún hallaði sér enn einu sinni áfram til að sjá út um vagngluggann fram á veginn, með djúpum hjólförum, sem þau skreiddust hægfara eftir. Þegar þær komu lengra inn I skóginn lágu rætur stóru eikartrjánna eins og stórir, grænir snákar yfir veginn — ef á annað borð var hægt að kalla þennan slóða veg. — Við munum aldrei komast þangað, sagði hún og sneri sér að Philonide de Parajonc, sem sat við hlið hennar. Sú gamla tók kæruleysislega blævænginn sinn og potaði í hárkoll- una, sem hafði farið úr skorðum af hristingnum í vagninum. — Reyndu aldrei að rífast við örlögin, kæra vinkona, sagði hún glaðlega. — Jafn- vel lengsta ferðin tekur enda. — Það er undir því komið hvernig maður fer það, hvert maður þarf að fara og hvenær maður þarf að komast þangað, sagði Angelique, áköf. — Ef þú ert að reyna að ná upphafi konunglegrar dádýraveiði, sem þú hefðir átt að vera viðstödd fyrir sex klukkustundum, hefðirðu nokkra ástæðu til að vera áköf. Ég myndi jafnvel reyna að ganga þang- að, ef ég héldi að ég gæti komizt áður en öllu er lokiö. Ef konungurinn tekur eftir fjarveru minni, mun hann aldrei fyrirgefa mér þessa síðustu móðgun. í sama bili fór vagninn ofan í djúpa holu og hentist til, brakandi og brestandi, svo að þær skullu saman. — Plágan hirði þessa skítakerru! hrópaði Angelique. — Þetta er hrörlegra en gamlar fiskbörur. Þetta er ekki til neins gagns, nema ef það gæti logað. Mademoiselle de Parajonc sneri upp á sig. — Ég er sammála þér í því, að vera má að léttivagninn minn skorti eitthvað af ljóma vagn- anna sem þú átt, en mér fannst þú nógu ánægð með að komast að raun um það í morgun, að þú gazt gripið til að nota þessa skítakerru, ekki hvað síst vegna þess að hinum góða eiginmanni þínum hafði þóknazt að fara með alla hestana þina í einhvern dularfullan felustað, sem að- eins hann veit um. EFTIR SEROEAMME OOLOA 2. HLIJTI Angelique er nýkomin til Versala í fyrsta sinn, ásamt nýbökuðum eiginmanni sínum, Philippe du Plessis-Belliére. Hann er hinn versti við hana og telur hana hafa svikið sig í hjónabandið. Hann ætlar að reyna að reita kónginn til reiði gagnvart henni, og nóttina áður en hún ætlar að vera við hina konunglegu veiði í skógunum við Fausse-Repos, er ráðist á hana í rúminu að næt- urþeli og hún flutt til framandi staðar.... VIKAN 29. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.