Vikan

Tölublað

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 18

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 18
AÐ VAR UM borð í hvalveiðiskipinu George Henry á Hudson-sundi milli Labrador-skaga og Baffins-eyjar hinn 27. júlí 1861. Áhöfnin hefur safnazt saman uppi á þilfari. í tæplega tveggja mílna fjarlægð sést svartur skipsskrokkur fljóta á dimmu hafinu, skrokkur með brotin möstur skagandi upp, brotnar síður, fallið þilfar, skrokkur, sem liður þögull í átt- ina til þeirra. Það var hádagur. Sjórinn var islaus, og George Henry gat auð- veldlega breytt stefnu. Af flak- inu stafaði því engin hætta, en þó var það ekki forvitni, sem greip áhöfnina, eftir því sem flakið nálgaðist, heldur öllu fremur ótti, því að allir vissu, allir voru sannfærðir um, að þetta flak gat ekki, átti ekki að birtast sjónum þeirra, að það gat ekki átt sér stað, að það flyti á þessari stundu, — sem sagt, að þessi sýn var ekki nátt- úrleg. Hvers vegna? Vegna þess, að þetta sundurbrotna flak var af skipi, sem þeir höfðu horft á farast fyrir átta mánuðum, sem þeir höfðu séð eyðileggjast, lið- hættum hafsins og þreytu heim- skautssiglinga, voru taugar þeirra spenntar af sjónblekking- um, af álfadansi norðurljósanna, hins risastóra Ijósaorgels, af rosabaugum og gervisólum, sem margfölduðu ljósmagn hins upp- runalega tungls eða sólar með fosfórkenndum geislum sínum, sem umkringdir voru Ijósbaug- um, rákum og leiftrum og kögri af þessum Ijósavofum, sem reik- uðu um himinhvolfið þöglar og einmana, eins og heimsendir væri þar settur á svið. Þeim fannst allt geta gerzt á heimskautassvæðinu. Nú, og hvi skyldu ekki vera menn á þessu flaki? En hverjir? George Henry var ekki aðeins hvalfangari, það var undir stjórn bandarísks landkönnuðar, Hall að nafni, sem hugðist búa með- al Eskimóa, ekki aðeins til að kynnast þeim, heldur einnig i þeirri von að finna aftur ein- hverja þátttakendur í leiðangri Sir Johns Franklins, sem höfðu horfið án þess að nokkur skýr- ing fengist á því. Gátu það þá einmitt ekki ver- ið einhverjir af mönnum Frankl- ins, sem voru um borð í flakinu, að leita hvala, en fékk aðeins lítinn afla. Áhöfnin komst að þeirri nið- urstöðu að þetta væri Rescue að kenna. Það væri óheillaskip. Á fyrri ferðum þess dó fjöldi manna, og samfylgdarskip þess, Advance, fórst í isnum. Það hvílir bölvun á Rescue. Þetta endar illa. Það endaði í raun og veru illa, en það var Rescue, sem varð fyrir óhappinu. Hinn 27. sept- ember 1860 lágu bæði skipin fyrir akkerum á Frobisher-flóa við suðurenda Baffins-eyjar. Um hádegi skall á rok á norð-nórð- austan og bar með sér stórhríð, og um kvöldið var komið fár- viðri. Um áttaleytið hafði verið gefið út eins mikið af akkeris- festum George Henry og unnt var, og þá sást til Rescue, sem mjög reyndi á í storminum. Klukkan níu óx vindhraðinn enn. Klukkan hálf ellefu kom einn af hásetunum, sem á verði voru, með miklum flýti inn í káetu Halls: ....Rescue er farin að draga akkerin,“ sagði hann. Hall fór út á þilfar. í fyrstu sá hann ekkert í myrkrinu og Af þilfari George Henry fylgd- ist Hall og félagar hans kviðnir með harmleiknum. Skyndilega skall snögg vindhviða á Rescue, og skipið virtist taka undir sig stökk, fékk nú sjóina á síðuna og barst fyrir fárviðrinu inn í brotsjóina, en flaut þó alltaf. Það stanzaði andartak, snerist síðan um fjórðung úr hring um sjálft sig, skalf frá kili upp í siglutoppa eins og skelft dýr og féll síðan saman eftir nokkr- ar sekúndur í bendu af rám, reiða og köðlum, kös af timbri, seglum og hampi, sem vindurinn réðst þegar á og dreifði svörtu brakinu í hvíta froðuna. „Þarna lá það meðal odd- hvassra skerja, sem tættu það sundur,“ skrifaði Hall, „og hvít- fyssandi brotsjóarnir gengu yfir þilfarið. Þannig mætti hið dauðadæmda skip örlögum sin- um.“ Örlögum sínum. . . . En hvaða örlögum? Hall og félagar hans héldu, að þeir hefðu horft á skip farast. Þeim skjátlaðist. Þeir höfðu orðið vitni að at- burði, sem venjulega er dular- fullur og leynilegur og fáir hafa séð: umbreytingu skips i flak, LEYNDARDOMUR MANNIAUSU ast sundur fyrir skyndiárás brot- sjóa og ofsaroks. Hið einkennilegasta var, að flakið virtist ekki reka stjórn- laust, heldur fylgja ákveðinni stefnu. Það sigldi eins og.... „Það hlýtur einhver að vera um borð,“ sagði einn hásetinn. Skipstjórinn yppti öxlum. Hvers vegna ættu menn að hafa leitað hælis á þessum ónýta skipsskrokki, og hvernig hefðu þeir yfirleitt getað stjórnað því? Áhöfnin virtist þó trúa þess- ari fáránlegu kenningu. En var hún svo fáránleg? Þessi litt þekktu heimskautasvæði voru einkennilegir staðir. Þótt þessir hrjúfu skipsmenn væru vanir skrokk Rescue, sem hafði far- izt fyrir augunum á Hall og fé- lögum hans? Rescue var sterkbyggt heim- skautafar. Tíu árum áður hafði það tekið þátt i leiðangri til að leita að Franklin, leiðangri þeim, er Grinnel stjórnaði, en hafði ekki borið neinn árangur. Þegar Hall lagði upp í sinn leið- angur og vantaði birgðaskip, lét hann leysa Rescue, þar sem það lá buridið við hafnarbakkann innst i höfninni og lét það sigla með sinu eigin skipi, George Henry. Upphaf ferðarinnar tókst ekki vel fyrir George Henry, sem var veðurofsanum. Siðan sá hann fram undan á stjórnborða dökka þúst, sem hægt, en stöðugt rak upp að ströndinni. Þetta var Rescue. Ekkert virtist geta stöðvað eyðileggingu skipsins. Hall hristi höfuðið. Hér var ekkert að gera. Sem betur fór, hafði hann þá varúðarráðstöf- un að flytja áhöfnina úr skipinu. Ef til vill mundi Rescue hætta að draga akkerin, það var eina vonin fyrir hið gamla skip. Morguninn eftir flaut skipið enn, en var svo nærri strönd- inni, að skipbrot var óhjá- kvæmilegt. En þótt vindhraðinn ykist enn, héldu hinar teygðu akkerisfestar. flak, sem átti eftir að lifa eigin lífi og mundi halda áfram sjálf- stæðri tilveru fullri af gátum. Átta mánuðum eftir skipsskað- ann var George Henry, að lok- inni vetursetu i ísnum og nú eitt síns liðs, á siglingu út úr flóanum, þar sem Rescue hafði týnzt. Hall ákvað að varpa akk- erum og halda kyrru fyrir um nóttina. Þoka huldi láð og lög, svo að hvort tveggja var ósýnilegt. En morguninn eftir kom Hall upp á þilfar og horfði á ströndina. Hann hrökk við. Flakið af Rescue var þarna ekki lengur! Hann hélt í fyrstu, að sér Flotínn, sem enginn þekkír Hinn 17. apríl 1947 lagði bandaríski kútterinn Campbell út úr höfninni í New York og tók stefnu á Austur- höfða. Campbell var herskip, en líkt- ist freigátum þeim, sem notaðar eru til veðurathuguna. Kútterarnir eru notaðir til eftirlits með vitum og sigl- ingaljósum, til aðstoðar við fiskimenn við veiðar og, ef með þarf, við björg- un skipa í sjávarháska. Þeir eru einn- ig notaðir sem isbrjótar á vetrum, sem fljótandl dómstólar í afskekktum höfnum Alaska og jafnvel til póst- flutninga. Þennan dag hafði Campbell samt verið fengið starf, er ólíkt var hinum margvíslegu störfum, sem hann hafði þegar innt af höndum. Skotfæralest- arnar voru fullar af skotfærum, og settar höfðu verið um borð aukabirgð- ir af djúpsprengjum og tímasprengj- um, eins og á stríðstímum væri, því Campbell hafði fengið fyrirskipun um að sökkva skipi... Skipið átti að berjast við skipaflota, sem í hundrað og fimmtíu ár hefur sökkt þrimöstrungum, póstskipum, seglskipum og flutningaskipum, sem Lloyds í London hefur sett á lista um skip, er epgar fréttir höfðu borizt af né skýringar, — höfðu horfið án nokk- urrar sýnilegrar ástæðu og telja varð að týnst hefðu með allri áhöfn. f sambandi við sum þeirra var leynd- ardómurinn því melri sem ekki hafði verið tilkynnt um neitt óveður á sigl- ingaleið þeirra og þau voru á ferð langt frá ströndum, utan við allar hættur af skerjum og löndum hafi nokkru sinni komist af til Jg VIKAN 29. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.