Vikan

Tölublað

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 23

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 23
vil ógiarnan burfa að ferðast með þig með mér á börum. Andy vissi, að Baker myndi fylgja róðum hans. Ekki vegna þess, að vinur hans væri í sjálfu sér hrædd- ur við lífvörðinn, en Hub, eða Hubbard Wiley, eins og hann hét fullu nafni — var einfaldlega ekki sá maður að neinn gerði grín að honum. Hann var upprunalega lög- reglumaður, sem seinna hafði unn- ið fyrir sér sem einkaspæjari og verið atvinnuhnefaleikamaður. Það eina við hann, sem ekki var hart og óheflað, var lág, dimm, ofur- lítið drafandi röddin. Hann var — Klukkan er orðin margt, félagi, muldraði Baker í eyrað á honum. — Allt í lagi. Ég er að verða bú- inn. Hann rétti slðustu bókina frá sér og veifaði hópnum. Svo skálm- aði hann ásamt félögum sínum að dyrunum, milli raða af hrifnum að- dáendum. Þeir gengu niður þrep- in að búningsklefunum, sem voru í kjallaranum. En jafnvel þar voru þeir umkringdir af fólki. Ur einu búningsherbergjanna heyrðist há- vært rifrildi á spönsku. Það voru Flaminco dansararnir — hitt skemtmiatriði kvöldsins. Andy sá ekki stúlkuna, sem hafði En nú máttu til með að fara. Og þú hefðir ekki átt að laumast hing- að niður. — Andy, sagði hún biðjandi. — Viltu ekki gefa mér eitthvað smá- vegis. Það er sama hvað það er, bara ef það er eitthvað sem tilheyr- ir þér, sem ég get sýnt hinum. Ann- ars trúa þau ekki, að ég hafi talað við þig. — Jú, þú ættir eiginlega að fá eitthvert sönnunargagn, sagði Andy og tók að losa þverslaufuna slna. — Er þetta nóg? Hún tók við henni og hélt henni ir sjálfum sér. — Heyrðu, gerðu mér greiða, Baker. — Ég á von á Lissu núna á hverri stundu. Skrepptu upp og taktu á móti henni, og vls- aðu henni hingað, þegar hún kem- ur. — Yes, sir. Baker bar hönd að höfði sér og skálmaði upp stigann. Andy gekk inn I búningsherbergið sitt, þar sem fjórar manneskjur biðu eftir honum með áhyggju- svip. Philip Gagnon, búningsstjór- inn hans, tók með þjálfuðum hreyf- ingum að klæða hann úr, um leið og hann var kominn inn fyrir dyrn- ar. EFTIR WHBT MASTERSSON. 1. HLUTI Hann tók að skrifa nafnið sitt í rithandabækurnar, kinkandi kolli og brosandi. . ; —...^F | T* r :$H| KnvCT 'I snar I snúningum og duglegur, en gersamlega sneyddur allri kímni- gáfu. En lífverðir eru heldur ekki ráðnir til þess að vera skemmtilegir. Hub opnaði afturdyr vagnsins: — Allt I lagi, hr. Paxton. Þá held ég, að þér munið komast I gegn. Baker fór fyrst út og Andy á eft- ir honum. Lögregluþjónarnir börð- ust við að hindra, að æstir táning- arnir þrýstu söngvaranum aftur upp að bílnum. Loftið varð hvltt af bók- um handritasafnara. — Gerið svo vel að rýma til, sagði Hub. — Hr. Baxton þarf að komast inn. En hópurinn hélt áfram að hrópa á Andy og veifa rithandarbókun- um. — Það væri næstum synd að valda þeim vonbrigðum, þegar þau hafa staðið hér I þokunni og beð- ið eftir mér, sagði Andy og blikk- aði Lanny Munce. — Þegar allt kem- ur til alls, er það þessi hópur sem kaupir plöturnar mínar. Hann tók að skrifa nafnið sitt í rithandarbæk- urnar, kinkandi kolli og brosandi, þótt hann sæi varla andlit þerira, sem réttu honum bækurnar. — Hvar er Lissa? var hrópað, og Andy leit brosandi upp. — Hún situr heima og passar þann litla, auðvitað. falið sig undir stiganum, fyrr en hún kastaði sér allt ( einu fram og greip í hann með báðum hönd- um, um leið og hún andaði frá sér nafni hans. Andy hörfaði, en einydduð nögl hennar kom við kinn hans og gerði rispu. í sama bili hafði Hub náð ( handlegg stúlkunnar og dregið hana burt. — Hver fjandinn gengur á? Eruð þér brjáluð! Hún barðist um til að losna. — Mig langar bara að fá að snerta hann! Ó, leyfið mér bara að fá ag snerta hann. — Þú ert búin að því. Sérðu, hvernig hann lítur út? Hub hristi hana. — Ertu bandbrjáluð, stúlka? — Sleppið henni bara, Hub. Hún meinti ekkert illt með þessu, sagði Andy, sem hafði nú náð sér eftir undrunina. Hub var ennþá reiður. Honum fannst návist stúlkunnar vera blett- ur á starfsheiðri sínum og sleppti henni nauðugur. — Fyrirgefðu Andy, sagði hún með tárin í augunum. — Sízt af öllu ætlaði ég að gera þér illt. — Þú skalt ekki hugsa meir um það, sagði Andy vingjarnlega. — eins varlega og hún væri alsett demöntum. — Þúsund þakkir, Andy, hvíslaði hún þakklát. — Svona á það að vera, sagði Baker, þegar hún var horfin upp stigann ásamt Hub. — Stúlkurnar kasta sér fyrir fætur þér, hvar sem þú gengur eða stendur. — Þú gleymir því v(st, að ég er trúr og tryggur eiginmaður, sagði Andy og hristi höfuðið. — Og þó merkilegt megi virðast, var hún víst líka gift. Hún var að minnsta kosti með giftingarhring. Hvað kemur fólki til þess að haga sér þannig? — Það er eins gott fyrir þig að horfast í augu við það, gamli minn. — Þú ert orðinn að „sexsymbóli". — Ó, þegiðu, Baker. Þú hlýtur að þekkja mig nóg til að vita .... — Já, ég þekki þig, en það gera Þ»r ekki. Eins og þessi stelpa, til dæmis — hún er áreiðanlega gift einhverjum grænjaxli, en dreymir dagdrauma um að hann sé þú. Og þannig er þeim farið, þúsundum saman. — Það er næstum hlægilipgt, þeg- ar maður hugsar út í að . . . byrj- aði Andy, en greip svo fram í fyr- — Það er orðið framorðið, herra Paxton. — Ég var fastur í uppþoti fyrir utan. — Hvar er þverslaufan yðar? Gagnon uppgötvaði þessa vöntun á klæðaburði hans, áður en hann tók eftir rispunni á kinninni. Hinir virtu Andy einnig fyrir sér með athygli, sem nálgaðist skelf- ingu. Öll tilvera þeirra var undir heilsu hans og atvinnumöguleikum kominn. Sá áhyggjufyllsti var Rock — Rocco Vecchio — framkvæmda- stjórinn hans, lítill ferkantaður mað- ur með greinileg merki króniskrar taugaveiklunar, sem er atvinnusjúk- dómur allra framkvæmdastjóra manna á borð við Andy. Þessi eiKfa umhyggja fór stund- um í taugarnar á Andy. Ef hann hnerraði, fylltust þeir örvæntingu, og kvef var hvorki meira né minna en reiðarslag. Þeir höfðu margsinn- is stungið uppá að hann fengi sér einkalækni, sem fylgdi honum eft- ir á ferðum hans. En hann neitaði því statt og stöðugt. Hann hafði neyðzt til að hætta að iðka sína eftirlætisíþrótt, kafsund, vegna þess Frairihald á bls. 44. VIKAN 29. tbl. 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.