Vikan

Tölublað

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 25

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 25
I sextugsafmæli Lárusar Ingólfssonar Lárus Ingólfsson er ekki aðeins vinsæll leikari, heldur er hann einnig afburða vinsæll meðal kollega sinna og þeir fjölmenntu heim til Lárusar á afmælinu hans ásamt öðrum vinum og vandamönnum. Lárus var auðvitað hrókur alls fagnaðar, en Iíkt og myndirnar bera með sér, var enginn þyngslabragur á samkvæminu, enda varla von á því, þar sem margir af okkar ágætustu leikurum voru saman komn- ir og staðráðnir í því að skemmta sér — og afmælisbarninu. Kristján Magnússon, ljósmyndari, tók myndirnar. Kvenþjóðinni var að sjálfsögðu vel fagnað. Hér býður Lárus velkomna í afmælisveizluna, Fanneyju Frið- riksdóttur, forstöðukonu fyrir saumastofu Þjóðleik- hússins. Frá vinstri: Vigdís árnadóttir, móðir Lárusar, Arndís Björnsdóttir, leikkona og Laufey Árnadóttir, kona Vals Gíslasonar, leikara. Hér er Lárus ásamt starfsfélögum úr Þjóðleikhúsinu: Frá vinstri: Árni Tryggvason, leikari, Ævar Kvaran, leikari og Kristinn Daníelsson, ljósameistari. Þeir keppast um að stela senunni hvor frá öðrum, Gunnar Eyjólfsson leikari (t. v.) og Benedikt Arnason leikari (t. h.), en afmælisbarnið reynir að vera hlutlaust og lofar báðum að njóta sín jafnt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.