Vikan

Tölublað

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 28

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 28
UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ORKIN HANS NOA? ÞaS er alltat sami lelkurlnn i hennl Ynd- lsfríð okkar. Hún hefur fallð örkina hans N6a einhvers staðar i blaðinu og heitlr göSum verðlaunum’handa þeim, sem getur fundlð örkina, Verðlaunin eru stór kon- fektkassi, fullur af bezta konfekti, og framlelSandlnn er auSvitaS SælgætisgcrS- in Nói. Nafn HelmlU Örkln er i bls. 9Á A m Síffast er dre'giff var hlaut verfflaunln: ÁGÚSTA GUÐBJARTSDÓTTIR Unnarbraut 12—-Seltjarnarnesi Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. 29. tbl. Alkibíades Framliald af bls. 17. þó spartneskt kvenfólk á sér álíka orð fyrir yndisleika og rússneskt nú til dags. Meðal annarra fékk hann til við sig sjálfa drottningu ríkisins og gerði henni barn. Þar eð Spartverjar höfðu sárar áhyggjur af uppgangi Aþeninga, varð Alkibíadesi engin skotaskuld úr því að koma þeim í stríðið á ný. Varð hann þeim að ómetan- legu liði, þar eð hann gerþekkti ættborgara sína og vissi, hvar þeir voru veikastir fyrir, enda lét hann Spartverjum þá þekkingu í té af fullkomnu samvizkuleysi. Að ráði hans komu þeir sér upp rammgerði/ VÍgi í hernaðarlega mikilvægum stað í Attíku, uppsveit Aþenu, og gátu þaðan hindrað að miklu leyti flutninga til borgarinnar, jafnt á sjó og landi. Þar að auki sendu þeir flota til Sikileyjar undir stjórn foringja þess, er Gýlippos hét, garpur mikill og fornspartverskur í anda. Hafði hann að vísu lið ekki mikið með sér, en þó munaði vel um það, því á þeirri tíð voru Spart- verjar beztu hermenn, sem sögur fóru af. Að frátalinni sjálfri siglingunni vestur hafði Sikileyjarleiðangurinn gengið illa frá byrjun. Þegar Seg- estumenn sáu flotann mikla, (134 skip og 32.000 manns), sögðu þeir sem satt var, að slíkt ógnarfyrir- tæki væri víst ekki eintóm hjálpar- stofnun og virtu nú sem fæsta af bjargvættum sínum viðtals, hvað þá, að þeir fóðruðu þá úr gullílát- um. Þar við bættist að Nikías, for- ingi sá, er tók við stjórn af Alki- bíadesi, var hálfgert dusilmenni, hjátrúarfullur og úrræðalítill. Hann settist þó um Sýrakúsu, en vann ekki á og varð að lokum frá að hverfa fyrir sameinuðu liði Sýra- kúsumanna og Spartverja. Ofan á allt vildi svo slysalega til, að allur aþenski flotinn lokaðist inni í höfn hinnar umsetnu borgar og komst á vald óvinanna. Herinn varð því að hörfa inn í land, þar sem byggð var þá Ktil, í von um að ná til einhvers vinveitts borgríkis. Sú för varð hin átakanlegasta helganga og minnir um margt á undanhald Napóleons frá Moskvu, þótt hér væri það ekki kuldinn, sem bagaði flóttaherinn, heldur steikjandi hiti og vatnsskortur. Þar að auki létu óvinirnir ekki sitt eftir liggja. Her- mennirnir hrundu niður úr hungri þorsta og sjúkdómum, og þeir þóttu sælir, er fengu skjótan dauða fyrir vopnum fjandmannanna. Að lokum náðu leifar liðsins til fljótsins Arín- aros, sem reyndist Aþeningum sízt meiri happaspræna en Beresína Frökkum. Hálfgeggjaðir af þorsta ruddust hermennirnir út í fljótið, tróðu hver annan undir og slógust upp á líf og dauða um ráðrúm til að svelgja í sig vatnið, sem þó var þykkt af leðju — og blóði, því Sýra- kúsumenn sátu fyrir þeim á bakkan- um á móti og létu örvum rigna þaðan yfir þá. Gafst Nikías þá upp ásamt þeim manna sinna, er enn stóðu uppi. Voru þeir um 7000 talsins. En fæstir þeirra áttu langa ævi fyrir höndum. Nikías og fleiri her- foringjar voru teknir af lífi í Sýra- kúsu, og reyndi þó Gýlippos, sem var drengur góður, að fá menn þar til að þyrma lífi þeirra. En allur þorri stríðsfanganna var settur til þrældóms í grjótnámum Sýrakúsu, þar sem aðbúnaðurinn var slíkur, að flestir þeirra dóu á nokkrum mánuðum. Sárafáir fengu frelsi og áttu afturkvæmt til Aþenu; voru það einkum menntamenn, sem margir hverjir komu sér í álit hjá fanga- vörðum sfnum með því að sítera harmleikaskáldið Evrípídes, sem Sýrakúsumenn höfðu í miklum há- vegum. En námurnar, þar sem flest- ir fanganna báru beinin, eru nú með helztu túristabeitum Sikileyj- ar. Þessi hroðalegi ósigur batt í einu vetfangi enda á alla stór- veldisdrauma Aþeninga. Héðan af áttu þeir ekki annað fyrir hönd- um en að berjast fyrir frelsi sínu og tilveru, enda tóku nú Persar, voldugasta þjóð heims, að styðja óvini þeirra með f járframlögum. Persar drottnuðu þá yfir allri Litlu- Asíu nema grísku borgunum á vest- urströndinni, sem voru háðar Aþenu, og þeim höfðu þeir mikla ágirnd á. Helzti fulltrúi Persakon- ungs í þessu landi var Tissafernes, jarl í Sards, þar sem Krösus hinn auðugi sat áður. Spartverjar og bandamenn þeirra sendu nú flota til Litlu-Asíu; skyldi hann flæma Aþeninga þaðan en Persar gjalda sjóliðinu mála. En um svipað leyti var svo komið, að Alki- bíadesi var ekki lengur vært í Spörtu. Konungurinn gat ómögu- lega fyrirgefið honum þetta með drottninguna, enda gortaði Alkibía- des opinberlega af ævintýrum sín- um með henni og kvaðst ekki hafa lagzt með konunni sakir fegurðar hennar, heldur til að gefa Spart- verjum „bastrað fyrir konung". Átti hann þá fótum sínum fjör að launa í annað sinn og leitaði nú hælis hjá Tissafernesi í Sardes. Varð hon- um engu meiri skotaskuld úr þvi að koma sér í mjúkinn hjá Persan- um en Spartverjum áður, og var þó Tissafernes enginn auli. Samdi hann sig nú í snarheitum svo vel að siðum sinna nýju vina, að áð- ur en varði þótti þeim sem enginn væri sannari Persi en hann. Hefur honum sennilega þótt notalegt að „djamma" meðal hinna austur- lenzku sælkera eftir allt harðlífið í Spörtu. Hefnigirni hans beindist nú gegn Spartverjum, sem honum þótti hafa sýnt sér grófasta vanþakklæti, en taldi á hinn bóginn að Aþeningum hefði nú verið refsað nægilega fyr- ir misgerðir þeirra gagnvart hon- um. Tók hann því að rægja Spart- verja við Tissafernes og kvað þá hafa í huga víðtæka landvinninga í Litlu-Asíu á kostnað Persa ekki síður en Aþeninga. Jarlinum fannst þetta trúlegt og fór í vaxandi mæli að svíkjast um að greiða banda- mönnum sínum hinn tilskilda mála. Auðvitað neituðu sjóliðarnir að berj- ast kauplaust, svo að flotinn varð heldur afrekslítill. Samhliða þessu tók Alkibíades að þreifa fyrir sér um sættir við samborgara sína fyrrverandi; ef þeir fyrirgæfu honum, lofaði hann að koma Persum í lið með þeim. Og svo dæmalaust var persónulegt töfravald þess manns, að borgar þess ríkis, sem hann hafði nærri tortímt, tóku nú á ný við honum opnum örmum. Sú þróun mála hófst með því að sjóliðar í aþenskri flota- deild kusu hann foringja sinn. Hóf hann þegar árásir á Spartverja og vann hvern sigurinn á fætur öðr- um; var sú velgengni mjög að þakka herstjórnarhæfileikum hans, sem reyndust frábærir þegar til kom, og svo var Tissafernes ekki líkt því eins nízkur við hann og fjandmenn hans. Spartverjar sáu þann kost vænstan að bjóða sæmi- legan frið. En ráðamenn í Aþenu voru fullir haturs og tortryggni ( garð óvinanna og heimtuðu ekkert minna en algeran sigur. Og borg- armúgurinn var sannfærður um að Alkibíades yrði ekki í neinum vand- ræðum með að koma því í kring. Og sú sannfæring virtist framan af á rökum reist; Alkibíades vann stöðugt fleiri og meiri sigra og Aþeningar kunnu sér ekki læti fyr- ir fögnuði. Maðurinn, sem verið hafði ráðbani Sikileyjarflotans mikla og þeirra þrjátíu þúsund manna, sem á honum voru, var nú ekki einungis gerður að æðsta leið- toga ríkisins, heldur og hæstráð- andi alls herstyrks þess til sjós og lands. Slík völd hafði enginn Aþen- ingur áður hlotið að Períklesi ein- um undanskildum. En svo kom einu sinni enn að því að gæfan sneri baki við Aþen- ingum. Spartverjar gerðu út legáta til Súsa, höfuðborgar Persakon- ungs, og tókst að fá hann á sitt band með því að bjóðast til að viðurkenna ráð hans yfir grísku borgríkjunum á Litlu-Asíuströnd. Þetta líkaði einvaldanum og gerð- ist hann nú aftur vinur Spartverja fullkominn .Sjólið þeirra fékk nú mála sinn á ný og þar með kjark- inn, og auk þess var settur yfir flotann maður að nafni Lýsander, einn snjallasti herforingi og lang- snjallasti stjórnmálamaður, sem Spartverjar nokkru sinni eignuðust. Hann gaf Alkibíadesi lítt eða ekki eftir hvað snertir mentaðarfýsn, samvizkuleysi og klókindi, svo sem marka má af eftirlætismálshætti hans: „Börn. skal laða með leik- 2g VIKAN 29. t1)l.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.