Vikan

Tölublað

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 31

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 31
Toni gefur fjölbreytileika Sama stúlkan. Sama permanentið. Ölíkt útlit TONI lífgar og gerir hár yðar meðfærilegt. Gerir yður kleift að leggja og greiða hár yðar hvernig sem þér óskið. Heldur lagningunni. Sama permanentið heldur hvaða lagningu sem er. Hér eru þrjár ólíkar hárgreiðslur, sem eru grundvallaðar á einu Toni. En þér getið greitt yður á tugi mismunandi vegu. Um Toni—Aðeins Toni hefur tilbúinn bindivökva. Engin fyrirhöfn. Tilbúið til notkunar í handhægri plastik flösku. Vefjið aðeins hárið upp á spólurnar og þrýstið bindivökvanum í hvern lokk. þér munið öðlast fullkomið Toni. Engar krullur. Engir stífir broddar. Toni gerir hár yðar mjúkt og skínandi. Auðveldar hárgreiðsluna. Reynið Toni. og síðan ekki söguna meir. Bót- arnir voru að vísu viðbúnir, en hlutu þeir ekki að kremjast milli jakanna? Hall gaf ekki skipun um að yfirgefa skipið. Hann vildi ekki játa ósigur, reyndi að draga úr ofsahræðslu áhafnarinnar, kall- aði hughreystingarorð, sem menn hans heyrðu ekki. „Jæja“! hrópaði Hall hlæjandi, „þið eruð ekki dauðir.“ Flakið rak undan talsvert fyrir aftan skut hvalveiðiskipsins, en það sjálft flaut enn, og þeir voru lifandi, lamaðir enn af ótta, en lifandi. Þeim var borgið! Hvað hafði gerzt? Menn vissu það ekki almennilega. Sennilega hafði skyndilegt straumkast beint flakinu frá á siðustu stundu, — nema því aðeins að það kraftaverk hefði gerzt, að ísjaki hefði borizt á milli skip- skrokkanna og verndað George Henry. Rescue hvarf i myrkrið. „Satt að segja,“ skrifaði Hall, „gat ég vel skilið það, að menn mínir skyldu ekkert geta aðhafzt með þennan bölvaða hlut fyrir augunum. Það var nægilegt að valda hjátrúarótta, að flakið sást svo oft og var svo draugalegt. Morguninn eftir, 28. júlí, létti Hall akkerum að nýju. Alla nótt- ina hafði hann óttazt, að flakið mundi stíma á þá að nýju. Auð- vitað mælti öll skynsemi gegn þvi, en svo var farið að virðast sem það hlýddi ekki neinum náttúrulögmálum. Áhöfnin svaf ekki, heldur var á verði alla nóttina, en er dagaði, vörpuðu menn öndinni léttara, þvi að Rescue var horfið. Menn vonuðu enn, að það væri sokkið. Það kvöldaði, og skuggarnir vöktu óttan á nýjan leik, en menn róuðust við að borða kvöldverðinn. Menn skömmuð- ust sín fyrir óttann kvöldið áð- ur. Gleðskapur hófst að nýju, en hætti skyndilega. Matsveinninn hafði misst súpupott. Við venju- legar aðstæður hefði klaufaskap- ur hans valdið mikilli kátinu. En andlitin stirðnuðu þvert á móti upp, því að hann benti í norður og stamaði: „Þarna.... Sjáið þarna....“ Svart skip sigldi innan um ísinn, djúpristur skrokkur með brotin siglutré. Hall fórnaði höndum i ör- væntingu. Rescue var enn á floti rétt fyrir framan nefin á þeim! Það var komið hringinn og lá nú á sama stað sem það liafði legið á, er það fórst! Þetta varð önnur vökunótt. Vindinn hafði lægt. Kyndlar voru kveiktir, en þeir lýstu lítið í nætursortanum. Varð- menn tóku hver við af öðr- um í varðkörfunni i siglutrénu. Um þrjúleytið um nóttina fundu þeir, að Rescue var farið að hreyfast aftur. Þegar sól hækkaði á lofti, var það tvær milur til suðurs. Það lá ýmist kyrrt eða rak dálitið, en hélt sig örugg- lega burtu frá rifjunum. Hall lá um kyrrt í tvo daga. Hann vildi ljúka við könnun sina á ströndinni. En 6. apríl skipaði hann, áhöfninni til mik- illar huggunar að létta akkerum. Huggunar? Ekki fullkominnar, þvi á flóðinu kvöldið áður hafði Rescue stefnt til hafs. Hall gafst upp við þá hug- mynd að hafa þarna vetursetu við slílcar aðstæður. Allur kjark- ur var úr áhöfn hans. Hjátrú þeirra og ótti til viðbótar þreyt- unni af erfiðu verki í erfiðu veðurfari hafði svipt þá þreki. Þeir rifjuðu upp fyrir sér gaml- ar sögusagnir. Voru það ekki sálir sjómanna, sem farizt höfðu í Norður-íshafi, sem bönnuðu þeim aðgang að þeim leyndar- málum, er þeir vildu komast að, og vildu þær ekki vara þá við yfirvofandi hættum? Gamlar sögusagnir, sem upp frá þessu yrði að bæta einni við: sögunni um George Henry og áhöfn þess, sem hóf för sína hraust og á- kveðin, en hafði verið stökkt á flótta af því einu að sjá skips- flak. Rescue er ekki eina skipið, sem rekur um einmanalegt ís- hafið. Svo virðist jafnvel sem þar sé eftirlætissvæði hinna dular- fyllstu skipsflaka. Það nægir, að þau sýni sig við sjóndeildar- hring, að skuggamynd þeirra hefji sig upp yfir isinn, til þess að sjómenn verði gripnir kvíða og jafnvel þessum „hjátrúar- ótta“, sem Hall talaði um. Skipsflak i íshafinu er auð- vitað ekki alltaf tákn harmleiks, því að nokkur hvalveiðiskip hafa verið yfirgefin af fúsum vilja, og skipshafnir þeirra hafa kom- izt heilu og höldnu til heim- kynna sinna. En á öðrum hafa menn gert hræðilega uppgötv- anir, eins og á Speranza og Con- fidenza, þar sem frosið lik land- könnuðarins Gabriel Willough- by fannst sitjandi yfir erfða- VIKAN 29. tbl. gj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.