Vikan

Tölublað

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 34

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 34
í sínum eigin vagni, með gljásvörtum hestum fyrir ,í fylgd þriggja þjóna í bláum og páskaliljugulum einkennisbúningum, og ekillinn þar að auki i rauðum leðurstígvélum með fjaðrahatt. Hún hafði jafnvel gengið svo langt í dagdraumum sínum að heyra öfundarhvíslið: — Hver á þennan vagn? — Hvað, þetta er auðvitað Marquise du Plessis-Belliére. Þú veizt konan sem.... Hún sést ekki oft, því eiginmaður hennar hefur hana í felum. Hann er einstaklega afbrýðissamur. En konungurinn hefur loksins komizt að því.... Hún hafði vandað svo allan undirbúning, að ekkert hefði getað hindr- að hana. Þegar hún hefði komið einni tá innfyrir dyr hirðarinnar, ætl- aði hún að stíga þar báðum fótum, svo vandlega, að Philippe gæti aldrei ýtt henni þaðan út, hvernig sem hann reyndi. Allra augu myndu mæna á fegurð hennar, tígulega framkomu og óvenjulegan þokka. Hún ætlaði að berjast fyrir þessum rétti sínum og hanga eins og barrnál við þessa veröld drauma hennar, rétt eins og allir aðrir framagjarnir hirðmenn. Mademoiselle de Parajone flissaði bak við blævænginn sinn. — Ég þarf ekki að vera spákona til að geta séð hvað þú ert að hugsa. Ég sé orrustueldana í augum þínum. Hvaða villidýr ætlarðu nú að leggja að velli? Konunginn sjálfan eða eiginmanninn? Angelique yppti öxlum. — Kónginn? Hann er þegar upptekinn og vel það. Hann hefur drottninguna, sem er hans löglega eiginkona, og Made- moiselle de la Valliére, sem er hin opinbera ástkona hans, fyrir utan allar hinar. Hvað snertir eiginmann minn, hvað kemur þér til að halda, að mig langi til að leggja að velli persónu ,sem þegar hefur gefizt upp fyrir mér? Er það mögulegt, samkvæmt þeirri reynzlu, fyrir tvær verur sem eru giftar, að hafa óhuga hvor fyrir annarri eftir að hnúturinn hefur verið hnýttur? Það væri fram úr skarandi borgaralegt! Gamla meykerlingin hló. — Mér finnst nú samt einhvernveginn, að þessi fallegi markgreifi þinn hafi einhvern áhuga fyrir þér. Hún vætti varirnar með tungunni. — Segðu mér það allt saman aftur, vina min. Þetta er einhver skemmtilegasta saga, sem ég hefi nokkurn tima heyrt. Er það raunverulega satt, að það hafi ekki verið ein einasta trunta hjá þér i húsunum í morgun, þegar þú ætlaðir aö leggja af stað til Versala? Og helmingurinn af þjónunum þinum horfinn líka? Monsieur du Plessis hlýtur að hafa mútað heimilisfólkinu þínu ærlega og hugsa sér, að þú hafðir ekki minnsta grun um það. Hann var slóttugri en þú að þessu sinni, ljúfan. Vagninn kastaðist til enn einu sinni. Hana dauðlangaði til að gefa Mademoiselle de Parajonc ærlega utanundir. Hún vissi, að kerlingin hafði sérstaka ánægju af hrakförum hennar. Samt hafði hún flúið á náðir þessarar gömlu konu, þegar hún sá enga aðra leið út úr ógöng- unum en að fá lánaðan vagn. Þar að auki var Philonide de Parajonc góður nágranni og til þess að gera góð vinkona. Madame de Sévigné var úti i sveit. Ninon de Lenclos myndi hafa hjálp- að henni, en starf hennar sem hurtisane hafði gert hana að persona non grata við hirðina og vagn hennar gæti auðveldlega hafa þekkzt. Aðrar vinkonur Angelique í París voru annaðhvort við veiðarnar sjálfar eða ef þær voru ekki þar, of afbrýðissamar til að hún gæti vænt hjólp- ar frá þeim. Mademoiselle de Parajonc var sú eina, sem hún gat snúið sér til. Jafnvel þótt Angelique væri að farast úr óþolinmæði, varð hún samt að biða, meðan sú gamla reyndi að troða sér í gömlu sparifötin sin. Og meðan þjónustustúlkan kembdi niður úr flóknum lokkunum í beztu hárkollunni hennar. Og meðan ekillinn hreinsaði stærstu blettina af einkennisbúningnum sinum og reyndi að lappa upp á hrörlega vagninn. Og að lokum komust þær af stað. En hvilíkur vegur! — Ó! Ó þessi slóði! stundi Angelique. Enn á ný beygði hún sig áfram og leit fram eftir dimmum trjágöngunum sem þau fóru í gegnum, I von um að koma auga á eitthvert rjóður. — Þú græðir ekkert á þessu, nema þú færð kvef, sagði Mademoiselle de Parajonc eins og gömul barnfóstra. — Þar að auki gætirðu skemmt á þér húðina og það væri skömm. Hverskonar vegi áttirðu von á? Þú getur ekki skammað kónginn fyrir það þótt hann hafi ekki gert sæmi- lega vegi í gegnum mýrar á stað eins og þessum. Það er ekki svo langt síðan að héðan fóru engir um nema nautahópar á leiðinni frá Normandí á markaðinn 1 París. Þessvegna kalla þeir þetta nautagötuna. Kóng- urinn okkar gamli, Lúðvík XIII, var vanur að koma hingað til að veiða, en honum datt aldrei í hug að drasl öllum fegurstu blómum hirðarinnar með sér út í alla þessa ófæru. Hann var tillitssamur kóngur, blátt á- fram og skynsamur. Enn einu sinni hentist vagninn til og Það brakaði og brast í honum. Hann hallaöist hættulega, svo rakst eitthvað á hann, annað hjólið losn- aði af og farþegarnir þrir duttu hver um annan þveran. af. Fyrst datt henni I hug að örvænta um glæsilega veiðibúninginn, þar sem hún lá undir iðandi Mademoiselle de Parajonc og Javotte. Hún Angelique var neðst í hrúgunni, þeim megin sem hjólið hafði farið þorði ekki að reyna að losa sig, þvi glugginn hafði brotnað og það mátti ekki mikið út af bera, til þess að hún kæmi til veiðinnar alblóðug. Hinar dyrnar voru opnaðar og Flipot, ungi þjónninn, rak refsandlit- ið inn. — Nú Þykir mér týra á skarinu, Marquise, másaði hann. Angelique var ekki í aðstöðu til að skamma hann fyrir óvirðuiegt orðalagið. Eru fiskbörurnar ennþá I heilu lagi? — Og það held ég, svaraði Philonide glaðlega. Henni þótti ekki eins gaman að nokkru eins og svona ævintýrum. — Rebbi minn, réttu mér lúkuna og hjálpaðu mér upp úr þessu. Flipot togaði af öllum kröftum. Með aöstoð ekilsins, sem hafði heppn- azt að róa hestana og spenna þá frá, gekk tiltölulega fljótt að ná kon- unum tveimur og þjónustustúlkunni út á götuna. Þær höfðu sloppiö án þess að fá skrámu, en aðstaðan var hreint ekki betri en áður. Angelique hélt aftur af löngun sinni til að tvinna saman blótsyrðum. Það var engin bót í því að reiðast. Þetta var endirinn! Nú myndi hún aldrei komist á áfangastað og aldrei framar myndi hún geta snúið til hirðarinnar. Það var varla við þvi að búast, að konungurinn myndi Mcrftopidy RAPID ER NY AÐFERÐ SEM GERIR ÖLLUM KLEIFT AÐ TAKA GÓÐAR MYNDIR Auðvitoð Ag|a Rapid Þér leggið Rapid-kasettuna á myndavélina, lokið henni, snú- ið þrisvar sinnum, myndavélin er tilbúin til notkunar. VIKAN 29. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.