Vikan

Tölublað

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 36

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 36
Feiler er fyrirferðarminnsta strimil-reiknivélin ó markaðinum. Vestur-þýzk úrvals vara, traust og auð- veld i meðförum. Kredit útkoma. Rafdrifin kr. 6.980,00. Við bjóðum yður þessa litlu reiknivél bæði rafknúna og handdrifna OTTÓ A MICHELSEN Klupparstig 25—27 — simi 20560. nokkurn tima fyrirgefa henni, að hún skyldi hundsa þetta síðasta boð hans. Átti hún að skrifa honum eða kasta sér að fótum hans, eða reyna að fá Madame de Montespan til að koma fram fyrir hennar hönd, eða de Lauzun hertoga? Hvaða afsökun gat hún gefið? Sannleikurinn i mál- inu, að vagninn hefði bilað var léleg afsökun — afsökun sem allir voru vanir að nota, sem mættu of seint. Hún settist niður á rótarhnyðju, svo yfirkomin af bessum dapurlegu hugsunum, að hún tók ekki eftir litlum hópi reiðmanna sem nálgaðist. — Hæ, þarna er einhver að koma, hvíslaði Flipot. 1 þögn skógarins heyrðist ekkert nema jódynur hestanna, sem nálg- uðust. — Almáttugur drottinn, muldraði Mademoiselle de Parajonc. — Ræn- ingjar! Við erum glötuð! Angelique leit upp. Djúpir skuggar skógargötunnar gerðu ekkert til að draga úr skuggalegu útliti mannanna. Þeir voru stórir, grannvaxnir og hörundsdökkir. Augu þeirra voru dökk, og yfirskeggin voru með sniði, sem nú var löngu úr tízku í Ile-de- France. Bryddingarnar á upplituðum, bláum einkennisbúningunum, voru slitnar. Fjaðrirnar á höttum þeirra löfðu brotnar og tættar niður fyrir börðin. E'n næstum allir báru þeir sverð. Á undan hópnum fóru tveir heimsmannslegir náungar með oddveifur, sem ekki voru síður rifnar og slitnar. Þeir höfðu greinilega verið í mörgum og löngum orrustum. Mestur hluti hópsins ferðaðist fótgangandi og héldu mennirnir á spjótum og handbyssum,, sem kallaðar voru musketur. Fótgönguliðarnir fóru framhjá vagninum, þar sem hann lá á hliðinni, án þess svo mikið sem að lita á hann, en fyrsti riddarinn, sem leit út fyrir að vera yfir- maður þeirra, nam staðar hjá konunum sem hjúfruðu sig hver upp að annarri. — Hvað er að sjá, kæru vinkonur! Guðinn Merkúrus, sem er verndari ferðamanna, virðist hafa snúið hneykslanlega við yður baki. Einn félaga hans virtist í sæmilegum holdum, en víð skikkja hans gaf til kynna, að hann hefði einhvern tíma verið feitari. Þegar hann lyfti hattinum, kom glaðlegt, sólbrennt andlit i ljós. Söngrænn framburður hans kom undir eins upp um uppruna hans. Angeliqee brosti blítt við honum, beitti öllum sínum yndisþokka og sagði: — Þér hljótið að vera frá Gascony, sir. — Ekkert fer fram hjá yður, fegursta skógargyðja! Hvað getum við gert fyrir yður? — Sir, sagði hún fljótmælt. — Þér getið gert mikið fyrir okkur. Við áttum að taka þátt í veiðiskap konungsins, en urðum fyrir óhappi. Það er ómögulegt að reka þennan gamla vagn saman aftur, en ef þið gætuð tekið mig og félga mína með ykkur að krossgötunum við Les Bæufs, værum við ykkur mjög þakklát. — Að krossgötunum við Les Bæufs? Við erum hvort sem er á leið þangað. Það verða einhver ráð með það! Riddararnir lyftu konunum upp á hestana og stundarfjórðungi seinna voru þau komin að mótsstaðnum. Skógarrjóðrið við Fausse-Repos opnaðist fyrir þeim og þar úði og grúði af vögnum og hrossum. Eklar og þjónar voru í teningaleik, með- an þeir biðu eftir því að húsbændur þeirra kæmu aftur, eða sátu að drykkju í krá einni skammt Þar frá, sem aldrei hafði áður litið slíka dýrðardaga. Angelique kom auga á hestasveininn sinn. Hún stökk til jarðar. — Janicou, komdu með Ceres. Maðurinn hljóp af stað í áttina að hesthúsinu. Nokkrum andartökum seinna var Angelique sezt í söulinn. Hún stýrði skepnunni út úr hópn- um, knúði hana síðan sporum og þaut af stað í áttina að skóginum. Ceres var göfug skepna og gullin feldur hennar gerði það að verkum, gg VIKAN 29. tbl. að hún bar nafn sumargyðjunnar með réttu. Angelique þótti eingöngu vænt um hana vegna fegurðarinnar. Hún var sjálfrar sín of meðvit- andi, til að hafa ánægju af gæludýrum. En Ceres var þýð, og Angelique þótti gott að sitja hana. Hún beygði út af veginum og beindi hestinum upp litla hæð. Fyrst í stað hnaut hryssan i þykku teppi af dauðum laufum, svo náði hún fót- festunni aftur og stökk upp hæðina. En þegar up kom, byrgðu trén alla útsýn. Angelique sá lítið frá sér, svo hún bar hola hönd upp að eyranu. Langt úr f jarska heyrði hún gjammið í hundunum í austri, síðan tón úr einu veiðihorni, en taka undir í kór. Hún þekkti kallmerkið, sem þýddi „niður að vatninu“ og brosti. — Veiðinni er ekki lokið, Ceres mín litla. Nú skulum við taka til fót- anna! Ef til vill getum við ennþá bjargað heiðri okkar! Hún stýrði hryssunni skáhallt niður af hæðinni, milli hárra trjáa, undir laufgaðar greinar og yfir mosaþaktar rætur. Hér hafði skógar- botninn ekki orðið fyrir neinni truflun árum saman, nema endrum og eins, þegar veiðimaður átti leið um eða veiðiþjófur með boga um öxl, eða útlagar. Lúðvík XIII og nú Lúðvik XIV hinn ungi höfðu vakið þessar gömlu eikur af aldagömlum svefni. Ferskur andblær hinnar í- burðarmiklu hirðar hafði blásið burtu gömlum skógargufum og ilm- vötn hefðarkvennanna höfðu útrýmt þungum dauninum af rotnandi laufi og sveppum. Angelique nálgaðist hundgána. Dádýrið, sem verið var að elta, hlaut að hafa komizt yfir ána. Það hafði ekki gefist upp, en hélt áfram flótta sínum, jafnvel þótt hundarnir væru á hælum þess. Það kom á móti henni. Hornin blésu aftur til að gefa upplýsingar um veiðina. Angelique fór hægar og nam svo staðar, þegar hún kom fram undan trjánum. Fyrir framan hana lá aflíðandi halli niður í grösugan dal, og í botni hans glitraði á vatn í sólskininu. Til annarrar hliðar við hana var skógurinn ennþá hár og svartur, en yfir honum sveimuðu lituð ský hnígandi sólar. Örlitil dalalæða var yfir landslaginu, móða, sem jafnaði hinn dökkbláa og dölckgræna sumarskrúða trjánna. Allt í einu glumdi hundgá við á ný. Brún vera þeyttist fram úr skóg^ inum. Þetta var dádýr, mjög ungt. Fenið niðri í dalbotninum titraði þegar það hentist framhjá. Hundaflokkurinn kom þjótandi á eftir því. Svo kom hestur í ljós með rauðklæddum riddara. Næstum alveg um leið fyiltist allt af riðandi mönnum utan í hæðinni. I einu vetfangi var kyrrð rjóðursins horfin fyrir áköfu gelti hundanna, hneggi hross- anna, hrópum veiðimannanna og hávaðanum I veiðihornunum. Með þvi að beita síðustu kröftum, heppnaðist dádýrinu að brjótast út úr hringnum. Það geystist gegnum vegg ofsækjendanna og hentist í áttina að skóginum hinum megin. Hrópin breyttust nú í vonbrigða og reiðihróp. Leirataðir hundarnir tóku til fótanna á ný. Angelique herti ofurlitið á sér niður hæðina. Henni fannst þetta hljóta að vera rétta andartakið til að blandast hópnum. — Það er tilgangslaust að elta lengur, sagði rödd fyrir aftan hana. — Skepnan er að lotum komin. Ef þér farið yfir þetta fen, komizt þér ekki hjá því að verða auri ötuð upp á höfuð. Trúið mér, fagra, ókunna kona, það er betra að vera hérna megin. Mér sýnist öruggt mál, að ITILSKIR kven- götuskór

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.