Vikan

Tölublað

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 37

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 37
hundaveröirnir verði að koma aftur inn í þetta rjóður til að binda sam- an hundana, og þá verðum við hrein og hress til að ganga fyrir konung vorn. Angelique sneri sér við. Hún hafði ekki haft hugmynd um að nokk- ur væri hjá henni, en þarna var karlmaður, aðeins nokkur fet frá henni. Hann brosti glaðlega undan háu púðruðu parruki og búningur hans var mjög glæsilegur. Hann laut að henni, eftir að hafa tekið ofan hattinn, alþakinn hvítum, mjúkum strútsfjöðrum. — Andskotinn eigi mig, ef ég hefi haft þá ánægju að hitta yður áður, Madame. Það er útilokað, þvi ég myndi aldrei gleyma andliti sem yðar. — Ef til vill við hirðina? — Við hirðina? spurði hann. — Varla. Ég bý þar, Madame. Ég bý þar. Þér getið ekki hafa laumazt framhjá mér án þess að ég tæki eftir því. Nei, Madame, reynið ekki að slá ryki í augu mín. Þér hafið aldrei verið við hirðina. — 0, víst hef ég það, sir. Eftir stutta þögn bætti hún við: — Einu sinni. Hann rak upp hlátur. — Einu sinni! Hve dásamlegt! Hann hnyklaði ljósar augabrúnir. — Hvenær var það? Á síðasta dansleik? Nei, ég man ekki eftir yður þar. Og þó.... þótt ótrúlegt sé, held ég að þér hafið' ekki verið við Fausse-Repos í morgun. — Þér virðist þekkja alla hér. — Alla? Það er rétt. Ég hef góða aðstöðu til þess. Ef þér viljið að fólk muni eftir yður, verðið þér að muna eftir því. Þetta er hlutur, reið geyst niður í dalinn. Þar var dalalæðan mjög þykk og huldi fenja- kollana. De la Valliére markgreifi fylgdi henni eftir. — Biðið andartak, hvað hef ég sagt sem getur hafa sært yður? Hana, nú kalla þeir á hundana hér skammt frá. Nú hefur Monsieur du Plessis-Belliére tekið hnífinn sinn og skorið dádýrið á háls. Hafið þér nokkurn tima séð þann ágæta mann gera skyldu sína, sem veiðistjóri konungsins? Það er þess virði að horfa á það. Hann er svo fallegur, svo glæsilegur, svo angandi af ilmvatni, að það er erfitt að ímynda sér, að hann viti hvað hnífur er. Og þó fer hann með hann eins og hann hafi hlotiö uppeldi sitt í slátur- húsi í París! — Þegar Philippe var drengur, var hann frægur fyrir að drepa úlfa, sem hann veiddi aleinn i skógum Nieul, sagði Angelique ekki laus við stolt. Sveitafólkið kallaði hann „Úlfabanann". — Nú er röðin komin að mér að segja, að þér virðist þekkja Mon- sieur du Plessis mjög vel. — Hann er eiginmaður minn. — Ja, hérna, í drottins nafni! Þessi var góður! Hann rak upp hlátur. Þetta var útreiknaður, en þó óþvingaður hlátur hins glaðlynda hirðmanns, sem alltaf sýnir réttu viðbrögðin. Hann hlaut að hafa þjálfað hláturinn ekki lakar en leikarar konungsins. Allt í einu snöggþagnaði hann og endurtók með áhyggjuhreim: — Eiginmaður yðar? Þá eruð þér Marquise du Plessis-Belliére? Ég hef AEG Eldavélar: Fjölmargar gerðir. Helluborö: Tvær gerðir: Inngreypt eða niðurfelld. Klukku- rofi, borð úr Krómnikkel- stóli, sjólfvirk hraðsuðu- hella m. 12 hitastilling- um. Bakaraofn: Klukkurofi, tvöföld hurð, innri hurð með gleri, Ijós f ofni, infra-grill með mótordrifnum grillteini. Lofthreinsari: Afkastamikill blósari, loftsía, lykteyðir. SÖLUUMBOÐ UM ALLT LAND REYKJAVÍK: HÚSPRÝÐI H.F. Laugavegi 176. — Símar 20440 — 20441. BRÆÐURNIR ORMSSON H.F. VESTURGÖTU 3. - SÍMI 11467. sem ég hef verið að reyna að fara eftir, síðan ég var barn að aldri. Minni mitt er gallalaust. — Þá viljið þér ef til vill verða fræðari minn i þessu samfélagi, sem ég þekki svona illa? Segja mér nöfnin. Til dæmis, hver er þessi rauð- klædda kona, sem reið næst hundunum? Hún situr hestinn mjög fallega. Jafnvel karlmaður gæti ekki setið hest á hraðara stökki. — Þar hafið þér rétt fyrir yður. Þetta var Mademoiselle de la Valli- ére. l\ ,áJ!!álf.l — Ástmær konungsins? — Ojá, ástmærin, svaraði hann með sérstöku hljómfalli, sem hún skildi ekki þegar í stað. — Ég vissi ekki, að hún væri svona fær veiðikona. — Hún er fædd á hestbaki. Þegar hún var barn, reið hún hvaða ó- temju sem var, berbakt. Sjáið bara, hvar hún þýtur þarna yfir fenið eins og ský. — Þér virðist þekkja Mademoiselle de la Valliére mjög vel. — Hún er systir mín. — 0.... sagði Angelique og svelgdist á munnvatni sínu. — þér eruð.... — De la Valliére markgreifi, yður til þjónustu, fagra, ókunna kona. Hann tók ofan hattinn og kitlaði sjálfan sig striðnislega í nefið með einni strútsfjöðurinni. Angelique varð vandræðaleg. Svo knúði hún hryssuna sporum og heyrt um yður. Móðguð.... fyrirgefið mér.... Móðguðuð þér ekki konunginn? Hún starði með skelfingu á hann. — Ah, þarna er hans hágöfgi sjálfur. Hann skildi hana eftir, en hleypti hestinum til fundar við hóp, sem var að koma inn í rjóðrið. Angelique var fljót að sjá hvar konungurinn var meðal hirðmanna sinna. Ihaldssamur búningur hans var andstæða við búninga þeirra sem með honum voru. Það var sagt, að þegar hann hefði klæðzt konungs- búningnum um stund, færi hann ævinlega úr honum um leið og hann þyrfti ekki beinlínis að vera í honum lengur. Og þegar hann fór á veiðar, neitaði hann enn meir en ella að vefja sig inn í knipplinga og skinn. Nú var hann klæddur í brún klæðisreiðföt, látlaust skreytt með gullþræði í kringum hnappagötin og á vasalokunum. Á fótunum hafði hann svört leðurstigvél, sem náðu up á læri. Hann var látlaus eins og minniháttar landeigandi í sveit. E7n eftir að hafa litið einu sinni framan í hann, myndi enginn rugla honum saman við aðra. Virðuleiki í látbragði hans og alvarlegt yfir- bragðið gaf honum konunglegan svip, sem aldrei brást honum. 1 annarri hendi hélt hann á léttum tréstaf með villisvinsklaufum á öðrum endanum. Þennan staf hafði veiðistjórinn afhent honum há- tíðlega við upphaf veiðinnar og VEir stafurinn aðallega ætlaður til að ýta til hliðar greinum, sem gætu átt það til að ónáða konunginn á hraðri ferð hans. Um aldir hafði villisvínsstafurinn verið heiðurs- og virð- VIKAN 29. tbl. gy

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.