Vikan

Tölublað

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 40

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 40
ingarmerki og leikið stórt hlutverk i sambandi við veiðina. Við hlið konungsins reið ástmær hans í rauðum búningi sínum. Spenningurinn í sambandi við veiðina hafði varpað rauðum lit á mag- urt andlit. hennar og lífgað upp fölvann. Stúlkan var ekki raunveru- lega falleg. Samt fannst Angelique hún hafa eitthvað við sig, sem kom mönnum til að kenna í brjósti um hana. Angelique gat ekki útskýrt þessa tilfinningu, en henni fannst að þrátt fyrir góða aðstöðu sína væri Mademoiselle de la Valliére ekki nógu öflug til að ráða yfir hirðinni eða vera trygg með henni. Umhverfis hana sá Angelique de Condé prins, Madame de Montespan, Lauzun, Louvios Brienne, Humiéres, Madame du Roure, Madame de Montausier, prins d’Armagnac, og d’Enghien hertoga. 1 fjarska sá hún „Madame” bregða fyrir, hinni undrafögru Henriettu prinsessu og að sjálfsögðu „Monsieur" bróður konungsins, og við hlið hans hinn óaðskiljanlega vin Chevalier de Lorraine. Hún sá einnig aðra, sem hún ekki þekkti. En allir voru með sama markinu brenndir — fullir hroka og græðgi. Óþolinmóður á svip horfði konungurinn eftir litlum slóða, sem lá inn í skóginn. Eftir honum komu tveir riddarar, fót fyrir fót. Annar þeirra var Philippe du Plessis-Belliére sem í líkingu við konunginn bar léttan tréstaf, skreyttan með dádýrshóf. Klæði hans og hárkolla höfðu varla raskast allan þennan veiðidag. Þegar Angelique sá hann, vall reiðin og ásökunin upp í henni á ný. Hver myndu viðbrögð Philippe verða, þegar hann kæmi auga á hana, sem hann hafði aðeins nokkrum klukkustundum áður, skilið eftir skjálf- andi í klausturprísund ? Óafvitandi tók hún fastar um taumana. Hún þekkti Philippe nógu vel til að vita, að hann myndi ekki stofna til háv- aða í návist konungsins. En síðan.... ? Philippe varð að halda í við hvíta hestinn sinn, til að verða ekki á undan félaga sínum, sem flýtti sér ekkert. Þetta var roskinn maður með sólbrennt andlit og yddað, grátt skegg samkvæmt tízku fyrri kyn- slóða. Það virtist undirstrika það, hve hægt hann fór, þrátt fyrir aug- ljósa óþolinmæði konungsins og gerði hann næstum fýlulegan í bragði. — Salnove gamla finnst hans hágöfgi hafa látið hann geysast nógu lengi, sagði einhver við hlið Angelique. — Hér á dögunum var hann að kvarta um það, að á dögum Lúðvíks XIII hefðu ekki svona marglr utanaðkomandi verið látnir tefja fyrir veiðinni, svo maður þyrfti að ríða allan daginn. Salnove hafði verið veiðistjóri næsta konungs á undan og hafði kennt núverandi einvaldi undirstöðuatriði iþróttarinnar. Hann var maður siðvenjanna og kunni því illa, þegar þær voru brotnar. Honum fannst helgispjöll að álíta veiðar aðeins hirðskemmtun. Lúðvík XIH hafði aldrei látið pilsin þvælast fyrir sér, þegar hann langaði að fara á veiðar í skóginum. Salnove hafði gripið hvert tækifæri til að benda nemanda sínum á það. Jafnvel nú gat hann ekki skilið þá staðreynd, að Lúðvik XIV var ekki lengur kinnarjóði drengurinn, sem hann hafði einu sinni lyft í söðulinn í fyrsta sinn. Af trygglyndi og tilfinningaástæðum hafði konungurinn ekki svipt þennan gamla kennara sinn stöðunni. 1 raun og veru var Philippe du Plessis hinn konunglegi veiðistjóri, en hann bar ekki titilinn. Hann undirstrikaði þessa staðreynd, þegar hann var næstum kominn til konungsins, með því að rétta de Salnove markgreifa stafinn með dádýrshófnum. Salvone tók við honum og samkvæmt siðvenjunni tók hann stafinn með villisvínsklaufinni úr höndum konungsins. Þar með var veiðinni lokið, en samt spurði konungurinn: — Salnove, eru hundarnir þreyttir? Markgreifinn brosti, hann var blásmóður og gersamlega örþreyttur. Allir þeir, sem höfðu tekið virkan þátt í veiðinni — hirðmenn, smalar og þjónar — voru rennsveittir. — Hundarnir? Salnove yppti öxlum. — Já, auðvitað. Þvi ættu þeir ekki að vera það? — Hvað um hestana? — Sama. — Og allt þetta aðeins fyrir tvo dádýrshausa, sagði konungurinn þurrlega. Hann leit á hópinn sem umkringdi hann. Angelique fann að þrátt fyrir óumbreytileika hans, og að hann gaf það ekki til kynna með andlitssvip sínum, hafði hann samt tekið eftir návist hennar og þekkt hana. Hún hörfaði lítið eitt. Framhald í nœsta blaöi. öll réttindi áskilin — Opera Mundi, Paris. Bókaútgáfa Menningarsjóðs Laxá í Aðaldal Hinn kunni veiðimaour JAKOB V. HAFSTEIN, hefur samið bók um Laxó, þar sem hann lýsir veiðistöðum hennar, segir fjöl- breytilegar veiðisögur, ræðir við kunnuga menn um fuglalíf við óna og birtir vísur og Ijóð, sem Laxó eru helguð. Bókin er prýdd fjölmörgum Ijósmyndum, og eru margar þeirra í litum. Einnig fylgja yfirlitskort af ónni. Teikningar hafa gert Sven Havsteen Mikkelsen og Jakob Hafstein. Efnisútdróttur er á norsku, ensku og þýzku. Þetta er fróbærlega fögur og eiguleg bók. Hitabeltisnótt Framhald af bls. 5. Pat kreppti hnefana og opnaði þá aftur. — Kannske þú getir byrjað að gleyma eftir síðustu nótt, sagði hún. — Ég sá þig vinna, ég sá þig bjarga einu líf- inu eftir annað. Þessi stóra, feita hollenzka hjúkrunarkona sagði mér, að hún hefði aldrei séð nokkurn skurðlækni eins góðan og þig og hún hafði séð þá marga. Veiztu hvað? Þú varst altaf svo skjálfhentur. Mér datt ekki í hug, að þú gætir skorið eitt eða neitt upp með þessum höndum. En nú eru þær alveg stöðugar. Finnst þér það ekki skrýtið? Doktor Maverick skoðaði hend- ur sínar, hann teygði úr fingrun- um og hélt þeim útglenntum; hann lyfti hendinni upp á móti ljósinu, horfði inn í greipina; já, hendurnar voru stöðugar. Hann kreppti hnefann, teygði aftur úr fingrunum og kveikti í annarri sígarettu. — Já, það er skrýtið, sagði hann. — Ég hefði átt að vera hræddur við að gera þennan erf- iða uppskurð, en ég skal segja þér svolítið, Pat: Ég var eins hamingjusamur og leikari, sem fær stóra hlutverkið. Það er ekk- ert, sem er eins gott og að finna gamla góða hnífinn í hendinni, ef maður er fæddur til að vera 4Q VIKAN 29. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.