Vikan

Tölublað

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 6

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 6
CTV CRILL Nú geta allir „GRILLAГ, úti á svölum, úti í garSi eða úti í sveit. Við höfum fyrirliggjandi 3 gerðir af „ÚTI GRILLUM“: 18 tommur 23 tommur m/borði. Við höfum einnig BAIt- B - 4 ItltI4I I7l\S (BRÚNKOL) sem eru sérstaklega fyrir „ÚTI GRILL”. ENDURGREIÐLA EÐUR El? Kæra Vika. Um daginn keypti ég hlut, sem ég get ekki notað. Þegar ég ætl- aði að skila honum aftur í verzl- unina, var mér sagt, að ég gæti ekki fengið peningana til baka, en mætti fá úttektarmiða fyrir greiðslunni. Ég vil líta svo á, að ég eigi rétt á að fá peningana, hvað er hið rétta í þessu? Kaupandi. Við snerum okkur til Kaup- mannasamtakanna og fengum þessar upplýsingar: Ef sannan- legt þykir, að varan sé gölluð, átt þú rétt á að fá peningana endur- greidda. Ef svo er ekki, verður þú annað hvort að taka nýjar vörur fyrir andvirðið eða fá út- tektarmiða, sem þú getur notað seinna. DUFL OG DAÐUR Kæri póstur. Ég er 18 ára gamall og er með 16 ára stelpu. Hún segist vera hrifin af mér, en ég er farinn að efast um að hún meini það. Hún er byrjuð að haga sér svo undar- lega, ef við förum út að skemmta okkur. Til dæmis vill hún ekki dansa við mig, en er algerlega upptekin af því að daðra við aðra. Þá kemur það oft fyrir, að hún segist ekki geta mætt á stefnu- mót, sem við höfum ákveðið, og kemur þá með alls konar afsak- anir, sem ég veit að eru alger uppspuni og lýgi. Er það eðlilegt, að ungar stúlkur hagi sér svona, og hvað á ég að gera? Tryggur. MÓRALSKIR TIMBURMENN. Kæra Vika. Þú hefur oft gefið góð ráð, og ég vona, að þú bregðist mér ekki í þetta fyrsta skipti, sem ég leita til þín. Ég er trúlofaður ágætis- stelpu, sem er bæði fjörug og skemmtileg, en hún getur fengið ótrúlegustu hugmyndir, og það versta er að hún hikar ekki við að framkvæma þær. Um daginn vorum við í gleðskap hjá kunn- ingja okkar ásamt mörgum öðr- um krökkum. Við drukkum nokk- uð mikið °g stemmingin var orðin nokkuð há. Þá stóð kærastan mín allt í einu á nærfötunum einum saman og dansaði æðislega fyrir alla viðstadda. Ég var það mikið í kippnum að mér fannst þetta bara sniðugt hjá henni og það sama er að segja um hina krakk- ana. Það hefur enginn talað neitt um þetta síðan og ég held jafn- vel, að krakkamir hafi verið svo fullir að þeir muni varla eftir þessu. En stelpugreyið er alveg miður sín eftir þetta og neitar jafnvel að fara út úr húsi. Ég hef verið að reyna að tala um fyrir henni, en hún vill ekki hlusta á mig. Ég er alveg í stök- ustu vandræðum. Hvað á ég að gera. H. S. Tíminn græðir öll sár. Það líð- ur ábyggilega ekki á löngu, þangað til hún vinkona þín hefur jafnað sig. Ef hún er Iéttlynd og kát eins og þú segir, mun hún brátt sjá, hvað þetta er í raun- inni hlægilegt, En við skulum vona, að hún láti sér þetta að kenningu verða og reyni að stilla sig, þótt hún fái furðulegustu hugmyndir. Það er ábyggilega ekki mikið um, að ungar stúlkur láti svona, fyrir utan skröksögurnar, sem eru áberandi á þessum aldri. En stúlkur á þessu aldursskeiði eru of ungar til að binda sig við ein- hvern ákveðinn, þær verða að fá að flögra dálítið frá einum til annars. Vinkona þín er ef til vill aðeins venjuleg ung stúlka, sem er dálítið hrædd við svona alvar- legan aðdáanda. Reyndu að sýna þolinmæði og leyfa henni að vera í friði eins og hægt er. Nú ef það gengur ekki, gleymdu henni bara og reyndu að kynnast þér trygglyndari stúlku á þínum aldri. SPENNANDI SAGA. Ég fann um daginn Vikublað síðan 21. sept. 1961, 38. tbl., og þar er framhaldssagan, Arfur frá Brasilíu, eftir Patrika Fenvick. Mér fannst hún svo spennandi, að mér datt í hug að spyrja þig, hvort hún hafi verið gefin út og hvort ég geti náð í hana ein- hvers staðar °g þá hvar. Ein, sem er mjög spennt. P.s. Það er ekki til nema þetta eina blað hér, því að við erum nýbyrjuð að kaupa Vikuna. Sagan hefur ekki verið gefin út á íslenzku, og aðeins birzt í Vikunni sem framhaldssaga. Ég

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.