Vikan

Tölublað

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 7

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 7
fletti upp í árganginum frá 1961 og fann hana þar. Hún byrjar í 28. blaði og endar í 42. Það er sennilega eina ráðið fyrir þig að ná í þessi blöð, ef þig langar til að lesa söguna. Þú gætir reynt að hafa samband við Blaðadreif- inguna á Laugavegi 133 og fá þar upplýsingar, hvort þessi tölublöð séu til ennþá. Svo náttúrlega ef þú þekkir einhvern, sem safnar Vikunni, þá er málið leyst. KÆRAR ÞAKKIR. Kæra Vika mín. Þetta bréf á aðallega að verða þakkarbréf fyrir allan fróðleik og skemmtun, sem ég hef notið við lestur Vikunnar. Hinu er heldur ekki fyrir að synja, að ýmislegt slæðist með, sem er einskis virði, en þá er ekki annað en að hlaupa yfir það og lesa hitt, sem betra er. Nú langar mig til að spyrja nokkurra spurninga, þar sem ég veit, að þið svarið þeim eftir beztu getu. Heldur eru þó spurn- ingarnar sitt með hverju móti og gjörólíkar í öllum atriðum. 1. Er það rétt fyrir kærustu- par innan við 18 ára að lifa að staðaldri saman eins og hjón? Getur það ekki valdið kyndeyfð og annarri truflun á samlífi eft- ir að í hjónaband er komið? 2. Er Empire State Bulding ennþá hæsta bygging heims? 3. Er Leontyne Price samn- ingsbundin við einhverja óperu og þá hverja? 4. Er það satt, að Cathleen Ferrier sé álitin bezta contralt söngkona heims? Getur þú sagt mér eitthvað um hana? Rétt eða rangt? — Það er und- ir afstöffu hvers og eins komiff, en ekki mun vera álitiff, aff þaff hafi neina hættu á truflun í för meff sér, effa afleiffingar. En auð- vitaff er allt bezt í hófi. Empire State Building hefur ekki lengur þann heiffur aff telj- ast hæsta bygging heims. Þaff mun vera sjónvarpsturn einn mikill í Tokio. En hversu lengi hann telst þaff, vitum viff ekki, því aff nú er veriff að byggja eitt háhýsiff ennþá í New York og nær þaff væntanlega yfirhöndinni í þessum efnum. Leontyne mun vera sanjnings- bundin viff Metropolitan óperuna, eftir því sem hægt er aff segja, aff fólk sé samningsbundiff, því aff nú er það fariff að færast mjög í vöxt, að fólk sé ekki fastráðið viff neina óperu, heldur sé meff lausa samninga og ráffi sig eins og því bezt hentar. Cathleen Ferrier er ágætis söngkona, en Pósturinn treystir sér ekki til að dæma um, hvort hún er sú bezta. Á UNDAN EÐA EFTIR. Kæra Vika. Þegar ég fer með vini mínum í bíó, lætur hann mig alltaf ganga á undan til sætis. Þetta finnst mér alveg hryllilegt, ef það eru margir, sem þurfa að standa upp fyrir okkur. Á hann ekki að ganga á undan? Við erum oft búin að rífast um þetta. Didda 16 ára. Ef herrann er kurteis, gengur hann alltaf á undan dömunni til aff ryffja leiffina, þegar fólk þarf að rísa úr sætum. Hingaff til hef- ur það þótt kurteisi aff snúa fram- hlutanum að fólki, sem þaff geng- ur framhjá, en í fyrirlestri, sem frú Andrea Oddgeirsdóttir hélt í vetur, sagði hún, aff snúa bæri bakinu í þá sem standa upp, snúa höfffinu til hliffar og segja afsak- iff viff hvern mann, sem gengiff er framhjá. Þetta rökstuddi hún með því, aff betra væri aff komast framhjá fólki á þennan hátt og minna yrffi um árekstra og pústra. Minni hætta er á að reka fæturna í fólk, þar sem ristarnar snúa frá því. Þetta voru hennar eigin orff, svo ráffiff þið, hvort þið fariff eftir þeim. HAFNARSTRÆTI 5. SÍMAR: 2 17 20 OG 1 19 64. Ferðaskrifstofa Zcega h.f. býður yður enn sem fyrr fulikomnustu ferða- þiónustu, sem völ er á. A einum stað fáið þér allt, sem þér þurf- ið til ánægjulegrar skemmtiferðar, sumarleyfisferðar, viðskipta- eða verzlunarferðar: FARSEÐLA með flugvélum, skipum, járn- brautum, bílum, pantaða HÓTELGISTINGU, fullkomnar UPPLÝS- INGAR um lönd og lýði og KAUPSTEFNUR víðsvegar um heim. Við sækjum FERÐAGJALDEYRINN fyrir yður ef þér óskið, og SENDUM yður öll ferðagögn heim, ef það kemur sér betur fyrir yður. Alla þessa þjónustu og meira til fáið þér hjá ferðaskrif- stofu Zoega ÁN NOKKURS AUKAGJALDS, og í kaupbæti áratuga starfsreynslu og þekkingu okkar og umboða okkur um allan heim. KJARAFERÐIR ZOEGA 1965. Þar bjóðum við yður úrval af einstaklings- ferðum, hinum svokölluðu IT ferðum. Sýnishorri úr þeim bæklingi birtist hér að neðan. Auk þess gefa meðlimir í Félagi (slenzkra ferðaskrifstofa út sameiginlegan bækling með IT ferðum. Þær ferðir bjóðum við yður einnig, og eru báðir þessir bæklingar fyrirliggjandi á skrifstofu okkar. SÝNISHORN AF HINUM FJÖLBREYTTU UTANLANDSFERÐUM ZOEGA. LONDON 8 daga ferð kr. 8.220 SUÐURSTRÖND ENGLANDS . 12 daga ferð kr. 9.750 KAUPMANNAHÖFN OG LONDON . . 12 daga ferð kr. 1 1.030 LODON OG ÍRLAND . 14 daga ferð kr. 9.650 HÖFUÐBORGIR NORÐURLANDA . . . . 14 daga ferð kr. 13.930 LONDON, BELGÍA, FRAKKLAND, SVISS, ÞÝZKALAND . 16 daga ferð kr. 12.180 ÍTALSKA RÍVÍERAN . 17 daga efrð kr. 12.290 ADRÍAHAFSRÍVÍERAN . 18 daga ferð kr. 14.075 JÚGÓSLAVÍA . 18 daga ferð kr. 17.950 SIGLING UM MIÐJARÐARHAF, DVÖL Á MALLORCA 21 dags ferð kr. 19.490 MADEIRA . 18 daga ferð kr. 19.925 Auk þessara standa yður til boða tugir annarra ferða. Komið, skrifið, hringið, og við munum senda yður ferðaáætlanir okkar yfir sumarið. VIKAN 30. tbl. rj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.