Vikan

Tölublað

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 13

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 13
HERLEHHNG HANNIBALS VALDEMARSSONAR STRiÐSMINNINGAR SlÐAN 1932 FRA BOLUNGAVIK OG ISAFIRÐI EFTIR ASGEIR JAKOBSSON. FYRRI HLUTI.**"""""??!" ustur og sumar tvísýnar. Ef lands- mönnum finnst Hannibal lítill skap- deildarmaður í dag, þá hefðu þeir átt að kynnast honum á þessum ár- um. Hann sást ekki fyrir. Fíleflda menn og áflogaseggi tók hann hik- laust fangbrögðum, enda hlaut hann að sjálfsögðu marga kárínuna. En það mátti einu gilda hversu öflug- ur a ndstæðingurinn var, hann mæddist um síðir í viðureigninni við þennan orustuglaða andstæðing. Enginn verkalýðsforingi, sem sög- ur fara af, hefur svo mjög gengið fram fyrir skjöldu manna sinna sem Hannibal. Sá var nú ekki að láta liðsmennina hlífa sér. Hann barðist á götum, á bryggjum og í fjörum þorpanna við Djúp. Eitt sinn var það, að Hannibal glímdi við berserk mikinn í skoru- vík einni skammt frá ísafirði. Tók- ust þeir á einhvers staðar uppi í þorpinu, og var þeirra atgangur bæði langur og harður og barst leik- urinn á sjó fram. En bardaganum linnti ekki þó að báðir færðust í kaf. Hannibal kraflaði sig alltaf til lands og hirti ekki um vosið heldur stofnað verkalýðsfélag meðan andstæðingar hans þurrkuðu klæði sín og bökuðust við elda. Á Vestfjörðum eru fjöll brött og land vogskorið með stórum ann- nesjum og þar af straumrastir og misvindi. Þaðan er Hannibal. Margt var illvígra manna í liði íhaldsins vestra á þessum tíma, en það voru helzt útgerðarmenn og sjómenn, en stjórnmálaforystan var ekki skipuð harðskeyttum mönnum, ef frá er talinn Sigurður Krist- jánsson. Hann stóð alla tíð fyrir sínu maðurinn sá, og hopaði aldrei á hæli fyrir einum eða neinum. Það vantaði ekki hörkuna í menn þarna við störf sín, en á orustu- velli brugðust þeir ekki hefðbundinni venju íslendinga, til allrar guðs lukku, og megi svo verða um aldir alda. —o-0-o— Bolungavík er eitt sjávarþorp við utanvert ísafjarðardjúp. Allt fram til síðustu aldamóta var þarna mest verstöð á landinu, en vík- in er fyrir opnu hafi og hafnleysi svo til algert af náttúrunnar hendi. Fólkið sem býr þarna er afkomendur áraskipakarlanna, og þúsund ára barningur hefur mótað lundarfarið. Fólk, sem kynslóðum saman stundar atvinnu, þar sem það er talinn glæpur allra glæpa, að gef- ast upp við verk sitt, hlýtur um síðir að mótast af slíku. Bolvíkingum varð strax ljóst í byrjun vélbátatímans, en þaðan var fyrst róið vélbátl hérlendis, að þeir yrðu að efna til hafnargerð- ar ef byggð átti aö naiaast c gróðurlausa harðbala fyrir opnu úthafinu. Þeir hófu því byggingu Brimbrjótsins 1911, eða þrem ár- um áður en næst var ráðizt í slíkt hérlendis. Saga Brimbrjótsins í Bolungavík er ægilegasti hrakfallabálkur sem umgetur í mannvirkjagerð. Það var ekki sök þorpsbúa og það lýsir þeim nokkuð, að þeir reistu alltaf Brjótinn við jafnharðan og hann hrundi. í fimmtíu ár hefur þetta mannvirki verið á fjárlögum ríkisins, og baggi á þorpsbúum. Aðstæður voru að vísu afleitar, út- hafsaldan veður þarna óbrotin upp að kambinum. Snilli verkfræð- inganna hefur þarna í hálfan mannsaldur háð harða baráttu við brimið. Það verður að segja verkfræðingunum til hróss, að þeir fundu alltaf á vorin hvar Brjóturinn hafði staðið að haustinu, og gátu þessvegna alltaf byrjað á sama stað. Enn veður úthafsaldan óbrotin yfir Brjótinn, það af honum, sem nær í sjó fram. Landið elti þennan steinvegg, ef hann fékkst til að standa. Það rennur á fram í höfnina miðja. Bolvíkingar voru sjómenn og þurftu að læra að synda. Þeir byggðu sér því sundlaug og kynntu hana með kolum, sem var einsdæmi þá. Nokkru fyrir Kreppuna miklu gerðu þeir merkilega tilraun, mest af eigin rammleik, til að virkja ársprænu, sem þarna rennur. Slíkt þótti ferlegt tiltæki af einu sjávarþorpi í þá daga. En hugmyndin hafði reynzt rétt og virkjunin er komin upp. Á aflaleysisárunum fengu Bolvíkingar fyrstir manna hugmynd- ina að aflatryggingarsjóði, sem nú spannar um allt land. Bolvíkingar lögðu drög að félagsheimili sínu, löngu áður en slík hugmynd heyrðist almennt færð í tal. Og þeir geta verið dálítið skrýtnir á köflum. Þeir byggðu sér síldarverksmiðju í þann mund að verið var að flytja allt slíkt hafurtask úr nærliggjandi stöðum, vegna þess að ekki hafði sézt síldarpadda í nánd við fjórðunginn um áratugi. En Bolvíkingar lögðu kollhúfur við öllu skynsamlegu tali og fengu sér bara dæluskip til síldarflutninga og urðu þar brautryðjendur. Það er ekki ólík- legt að fleiri en þeir eigi eftir að njóta góðs af þessu undarlega til- tæki þeirra með síldarverksmiðj- una. Kirkjan er samt skemmtileg- asta dæmið um lunderni þessa fólks, sem lemst um þarna á mal- arkambinum í trássi við alla skynsemi. Þegar aðrir landsmenn færðu kirkjur sínar sem næst hý- býlum manna, svo að kristinn lýðurinn þyrfti ekki að standa í harðræðum við að dýrka guð sinn, þá hundsuðu Bolvíkingar slíkt sjónarmið og reistu kirkju sína á háum hól, f jarri byggðinni. Það mun fegurst kirkjustæði á íslandi, en þeir urðu að reiða allan kirkjuviðinn á sjálfum sér upp brattann. Auðvitað er byggð í Bolunga- vík verkfræðileg mistök af hendi • ! ! ! i 1 ; I í ; í pjt

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.