Vikan

Tölublað

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 15

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 15
TÖFRAORÐIN ÁTTU EFTIR AÐ GJÖRBREYTA LÍFINU FYRIR EINN ÞEIRRA. SMÁSAGA EFTIR MARGOT LUKE. Anna Muller, ráðskonan við flóttamannabúðirnar í Dunkelwald, fann augu barnanna hvíla á sér þegar hún gekk fram og aftur um herbergið. Tólf pör af eftirvæntingarfullum augum fylgdu henni og henni fannst eins og að þau lýstu einhverju óseðjandi hungri. Börnin voru vel klædd, vel nærð og höfðu nóg af leikföngum. Það var samt sem áður eitthvað sem vantaði. Þau áttu ekkert heimili og enga ætt- ingja. Börnin vissu eitthvað, það fann hún á þeim. Þau vissu að á hverri stundu var von á hjónunum frá Englandi, sem ætluðu að velja eitt þeirra. Það barn átti að verða þeirra barn, átti að eignast heimili og foreldra. Eftir- vænting barnanna var svo áþreifanleg að Önnu fannst loftið titra og hún átti erfitt með að mæta augum þeirra. Flest af flóttafólkinu frá Dunkelwald var komið eitthvað út í atvinnu- lífið, í verksmiðjur og allskonar iðnað f Vestur-Evrópu eða til Amerfku og Ástralíu. Nokkrir höfðu orðið veikir og dáið f búðunum. Börnin tólf, sem eftir voru f Dunkelwald áttu yfirleitt það sameiginlegt að þau höfðu misst foreldra sfna á flóttanum. Mirko, drengurinn með klumbufótinn var ekki úti að leika sér með hin- um börnunum, og hann hafði heyrt fréttirnar þegar fullorðna fólkið var að tala um það. Og hann hafði sagt hinum börnunum frá því að það væri von á hjónum, alla leið frá Englandi, sem ætluðu að ættleiða eitt þeirra. Undir venjulegum kringumstæðum dreymir börn um allt annað en ætt- leiðingu, en í Dunkelwald var það aðal áhugamálið. Ef til vill átti fólkið sem ættleiddi börn sveitasetur. Kannske fengi maður ís á hverjum degi, fengi einkaherbergi, hjólhest eða tryggann hund. í dag átti þetta að henda eitt þeirra. í laumi virtu þau hvert annað fyrir sér og reyndu að gera sér í hugarlund hver yrði fyrir happinu. Reba var ellefu ára og var elzt af börnunum í flóttamannabúðunum. Allir jafnaldrar hennar höfðu verið ættleiddir fyrir löngu. Elún vissi vel hvernig þetta gekk fyrir sig. Einhver hjón, sem áttu ekki börn sjálf komu og völdu barn úr hópnum, barn sem þau ættleiddu og gerðu að sínu eigin barni. Venjulega var valin einhver falleg telpa með Ijóst og liðað hár, en ef þau tóku dreng, var það venjulega einhver sem átti bágt, eins og til dæmis Mirko með klumbufótinn, eða einhver sem hafði verið sveltur eða barinn. Reba var ekki lagleg, hún hafði ekki liðað hár og hún hafði hvorki verið svelt eða barin. Reba vissi vel að hún hafði ekki nokkra mögu- leika á því að verða ættleidd. Hún yrði alltaf að búa í flóttamannabúðunum og sjá á eftir hinum börnunum.... Sally Anderson skoðaði einu sinni enn „pésann", „Viljið þér taka að yður flóttamannabarn?" Hún hafði lesið hann svo oft að hún kunni hann utan að. Sem betur fór þurfti hún ekkert að hugsa um framkvæmd málanna. Það gerði Ben. Sally hugsaði bara um það eitt að taka þetta ókunna barn í faðm sér, eins fljótt og mögulegt var. Rétt áður en flugvélin lenti, stakk hún pésanum í töskuna sína og andvarpaði. Hún lokaði augunum um stund. Ben spurði hálfórólegur: —Líður þér ekki vel, elskan mín . . .? Sally kinnkaði kolli til hans og hló. Henni leið alveg Ijómandi vel, sagði hún. Hún var aðeins dálítið taugaóstyrk. í Vín tók á móti þeim bíll frá flóttamannabúðunum. Sally settist í aftursætið, við hliðina á lækni búðanna, doktor Harz, en Ben settist í framsætið hjá bílstjóranum. Sally fann hvernig læknirinn horfði rann- sakandi á hana. Henni fannst augnaráð hans segja: — Þarna er ein af auðkýfingunum, sem á svo mikla peninga og heimsins gæði, að henni finnst samvizkan bjóði sér að gera eitthvað fyrir meðbræður sína, til dæmis að taka að sér flóttamannabarn. Litla Ijóslokkaða stúlku . . . .? Á leiðinni til Dunkelwald spurði Ben: —Fáum við ekki að vita eitthvað um uppruna barnanna, áður en við tökum endanlega ákvörðun. . . . ? Ungi læknirinn horfði á Ben, rannsakandi augnaráði. — Auðvitað. Að svo miklu leiti sem við vitum nokkuð um þau. Þessi börn, sem enn eru hjá okkur vitum við raunar ekki neitt um. Sally sneri höfðinu og leit út um gluggann. Á þessari tuttugu og fimm mínútna ferð, hvarf hún tuttugu og fimm ár aftur í tímann. Hún sá ekki dásamlegt landslagið og vorgróðurinn, . . . Hún var ellefu ára gömul. Áhugalaus og aum, eins og tæmd öllum tilfinningum sat hún á rúmi sínu í svefnsal flóttamannabúðanna. Fyrir skömmu hafði herbergið verið fullt af börnum. Ein eftir aðra höfðu Framhald á bls. 39. VIKAN 30. tbl. Jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.