Vikan

Tölublað

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 20

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 20
Aldrei hafa byrðar auðsins verið þyngri en í dag, né sætleiki hans minni. Einu sinni lifði ríka fólkið í heimi sér; í dag er eini munurinn ó margmilljónara og þokkalega vel stæðum manni með þetta 15 — 25 þúsund dollara ó óri só, að milljónarinn vinnur meira, hvílist minna, er hlaðinn þyngri óbyrgð og ó sér hvergi skjól fyrir síglópandi forvitnisaugum almennings. Mesti munurinn liggur í hinu síðastnefnda. Jafnskjótt og blaðið með þessari grein er kom- ið út, veit ég að pósturinn til mín stígur úr fimmtíu bréfum ó dag upp í þrjúhundruð, f jögur- hundruð eða jafnvel þúsund. Einkaritarar mín- ir fveir verða að vinna eftirvinnu við að fara í gegnum löng bréf frá ókunnugu fólki, venju- lega með nærri ólæsilegri rithönd, með ávarp- inu „Kæri Paul", — svo þau gætu verið frá göml- um vinum sem maður fyrir löngu síðan hefur glatað úr augsýn. Sum verða frá sérvitringum, gjarnan geggjuðum af trúarofstæki, sem hvetja mig til að gefa auðæfi mín fyrir sálu minni; en flest þessara bréfa verða frá fólki, sem ein- faldlega þarf — eða telur sig að minnsta kosti þurfa — efnahagsaðstoð sjálfs sín vegna eða fjölskyldna sinna, eða frá ágætlega stæðu fólki, sem vill fá mig til að leggja eitthvað af mörk- um til einhverskonar góðgerðastarfsemi, sem það ber fyrir brjósti. Nokkrir munu, líkt og einn, sem ég fékk bréf frá nýlega, fara fram á að ég sendi þeim „eina milljón dollara með svar- bréfinu, fyrst þér hafið svona mikið af þessu drasli". Eg hef fengið allt upp í tvöþúsund bréf á dag. Það liggur í augum uppi, að ef ég læsi þau öll, hefði ég ekki tíma til neins annars. Og yrði fljótlega gjaldþrota, svo fremi ég tæki eitthvað mark á þeim. Látum svo heita að ég fengi tvö hundruð bréf daglega, og að í hverju þeirra væru — miðað við meðaltal — fjárkröfur upp á fimm hundruð dollara. Þá myndi ég láfa af hendi hundrað þúsund dollara daglega, svo fremi ég heyrði bænir allra bréfritaranna. Eg vil nota tækifærið til að gera það heyrin- „Hvað á það að þýða að vera að kalla á mig, strákur? Kalla ég nokkurntíma á þig?" Góðgerðarforkólfarnir og þeir, sem betlibréf- in rita, koma upp um svo gagngerða vanþekk- ingu á undirstöðuatriðum fjármála, að maður kennir næstum í brjósti um þá. Þeir virðast álíta, að allur minn auður sé reiðufé, tilbúið til út- hlutunar hvenær sem er. Það virðist aldrei hvarfla að þeim að ég, sem athafnamaður í viðskiptalífinu, fjárfesti peningana mína, eða að ég keppi í olíuviðskiptum við sum stærstu fyrir- tæki veraldar. Jafnvel þau fyrirtæki, sem rekin eru með góðum árangri, verða að taka lán til meiriháttar framkvæmda, og ekkert fyrirtæki, hefur nokkru sinni svo ég viti átt lausafé að ráði aflögu, þótt svo það hefði heppnina með sér. Hvað heldur blessað fólkið að ég geri? Eg varð fyrst var við skuggahliðar ríkidæmis- ins eftir að faðir minn dó. Þá var ég þrjátíu og sjö ára. Starfsemi föður míns hafði lítið komið fram í dagsins Ijós, og hann lét eftir sig mikil auðæfi. Það var minnst á fasteignir hans í blöð- unum, hversu miklar þær væru. Afleiðingarnar létu ekki á sér standa. Móðir mín, og ekkja föður míns, Sarah Catharine Getty, sem þá var orðin sjötíu og átta ára, fékk hundrað bónorða frá bláókunnugum mönnum út um allan heim. Kunningjar, sem aldrei höfðu skipt sér af mér að ráði, komu nú til mín og sögðu: „Þú ert skyld- ur þessum ríka olíumanni, sem dó núna um daginn, er ekki svo"? Þegar ég hafði skýrt mál- ið, svöruðu þeir: „Þú átt við að hann hafi verið faðir þinn"? Og um leið tók ég eftir í augum þeirra geigvænlegum glampa, sem ég hafði ekki séð fyrr. Stöðugar endurtekningar á þessu og öðru álíka hafa, geri ég ráð fyrir, gert mig lítið eitt þreyttan á „gamla vininum", sem heils- ar upp á mig bara vegna þess — eða svo hélt ég í fyrstunni — að hann er glaður yfir að sjá mig. Mér þykir líka gaman að hitta hann, en ég verð hryggur þegar ég geri mér Ijóst, að hann langar alls ekkert til að hitta mig: það sem hann vill er lán. Nú orðið stendur mér orð- ið slíkur ótti af þessháttar mönnum, að ég ber samskonar fötum, aka samskonar bílum, og hafa að öðru leyti svipaða lifnaðarhætti. í sann- leika sagt hafa flestir margmilljónarar, sem ég hef kynnst, verið fremur sparsamir hvað per- sónuleg útgjöld snertir. Ég efast um að margir þeirra eyði meiru í nýlenduvörur en maður með tíu þúsund dollara á ári. Lúxusbíllinn var einu sinni tákn valds og auðæfa. Hann er það ekki lengur. Né heldur skemmtisnekkjur, einkaflug- vélar eða ferðir kringum hnöttinn. Lítum á þá hundruð þúsunda af Bandaríkjamönnum nútím- ans, sem eiga litlar skemmtisnekkjur (eina sport- ið, sem varið er í að mínum dómi) eða fljúga einkaflugvélum eða ferðast kringum hnöttinn. Það eina, sem þeir ríku eiga nú eftir til að auglýsa að þeir séu ríkari en aðrir, er listaverka- söfnun, en viðvíkjandi henni er rétt að taka fram, að hið sanna verðmæti verksins þarf ekki endi- lega að vera í samræmi við verðið. Ég get sannað þetta: bezta myndin, sem ég nokkurn- tíma hef eignast er eftir Rafael, en hana fékk ég á útsölu fyrir hundrað og tólf dollara. Fáir nútímamálarar munu jafnast á við Rafael, en engu að síður getur lítilfjörleg fjárfesting í mál- verki aflað manni góðrar myndar, hafi maður smekk og sé smávegis heppinn. Þeir smekkmenn á list, sem uppgötvuðu snilligáfu Jacksons Pol- lock áður en hann varð frægur eignuðust ekki einungis frábær málverk. Þeim græddist líka fé. Þegar ég var drengur, áttu margmilljónarar geysistórar skemmtisnekkjur, gufuknúðar, með fjölmennum áhöfnum. Ég átti eina slíka — fram til ársins 1936. Hún olli mér slíkri fyrirhöfn að mér fannst ég vera orðinn útgerðarmaður. Ef ég kaupi mér skemmtisnekkju aftur, þá verður hún svo lítil að ég get séð um hana sjálfur — og haft gaman að því. Frá mínum sjónarhóli séð eru hin risastóru farþegaskip, sem nú fara yfir úthöfin, langt um þægilegri en hin dýrasta lúx- ussnekkja, og hvað farþegaþotunum nýju við- víkur, þá eru þær engu síður þægilegar og þó töluvert öruggari en íburðarmestu einkaflugvél- ar. BILLJÓNERAR kunnugt, að ég tek þetta ekkert illa upp. Ég tek þessu eins og hverri annari sjálfsagðri refs- ingu fyrir það að vera ríkur og frægur. Og ég er ekki heldur neitt að amast við öllu því veðri, sem blöðin gera út af mér. Þvert á móti. Svo lengi ég man, hefur pressan verið ótrúlega sanngjörn, jafnvel vinsamleg ( minn garð. Og það er eins með bréfin og blaðaskrifin, þau eru hluti þess gjalds, sem ég borga fyrir að vera milljónari. Ég hef andstyggð á ókurteisi, en ég get ekki svarað öllum þeim bréfum, sem mér berast, persónulega. Svo að ég á á lager prent- að svarbréf, sem hefst ofur alúðlega á orðun- um „Mr. Getty harmar", og einkaritarar mínir svara oftast með eintökum af því. En það er ekki þar með sagt að mér sé sama um alla þá athygli, sem beinist að mér óum- beðin. Mér gremst hún oft. Líklega er það til- litsleysi margra góðgerðaforkólfa, sem mest fer í taugarnar á mér. Það er eins og þetta blessað fólk geti ómögulega ímyndað sér, að sjálfur geri ég ef til vill einhverjum gott að eigin frum- kvæði, í stað þess að gera það í gegnum kunn- ingja. mína, hvað þá ókunnuga. Þetta minnir mig á þdð sem Groucho Marx sagði einu sinni, við strák, sem var eitthvað nærgöngull við hann: 2Q VIKAN 30. tbl. aldrei á mér peninga svo neinu nemi. Væri sannfæring mín sú, að með því að gefa eigur mínar gæti ég haft veruleg áhrif í þá átt að útrýma fátækt í heiminum, mundi ég á stundinni gefa 99,5% af öllu sem ég ætti. En sé litið á málið köldum, hlutlægum augum, sér maður að slíkt kæmi að litlu gagni. Áhrifarík- asta góðgerðarstarfsemin er sú að greiða starfs- fólki sínu vel og skilvíslega. Ef ég gæfi gervall- ar eigur mínar einhverra góðgerðastofnun, mundu þær þó koma að meira gagni en í mín- um höndum? Svarið verður neikvætt. Hversu vel og réttlátlega sem góðgerðarstofnunin starf- aði, mundi hún gera það að verkum, að fólkið færi að líta á penlngana sem sjálfsagða hluti og hættu að meta gildi þeirra. Jafnframt mundi slík gjöf frá minni hálfu gera þá mörg þúsund menn, sem vinna hörðum höndum við fyrirtæki mín, atvinnulausa. Aldrei hef ég síður en nú verið sammála þv( vísi en við". Látum svo heita að maður vinni sem skrifað hefur verið: „Þeir ríku eru öðru- sér inn um tuttugu þúsund dollara á ári og ber- um hann saman við margmilljónara. Þótt við gefum þeim oft gætur, er beinlínis ómögulegt að sjá nokkurn verulegan mun. Þeir klæðast Úr því nú að margmilljónarar verða þannig að lifa mestanpart eins og annað fólk, ættu þeir, að mínum dómi, að verða aðnjótandi hlið- stæðrar nærgætni. Fari ég til læknis, á ekki að láta mig borga meira en venjulegt er. Gisti ég á hóteli, á ég aðeins að þurfa að borga venju- legt gjald fyrir herbergið. Og þegar ég gef þjór- fé, þá á það ekki að vera meira en hver annar maður gefur. Það er ruddalegt og ónærgætnis- legt að gefa háar upphæðir í þjórfé. Það verkar illa á fólk, sem er ekki eins ríkt og maður sjálf- ur. En getur stórríkt fólk lifað eðlilegu lífi? Það er ekki auðvelt. Hvað mig sjálfan snertir, þá finnst mér ég oft þurfa að einangra mig til að vera laus við menn, sem hafa það fyrir at- vinnu að hengja sig utan í aðra — og ég or orð- inn geigvænlega sleipur í að þekkja þá úr. Ég er alltaf fremur tortrygginn gagnvart ókunnug- um. Ég umgengst aðallega gamla vini sem ég gerþekki. Þeir eru ekki allir ríkir — en enginn þeirra er með peninga á heilanum. Fyrir nokkr- um árum, þegar ég var í París, bjó ég á hóteli, meðal annars sökum þess, að á hóteli er maður ekki síður öruggari fyrir ókunnugum en á höfð- ingjasetri, þar sem heill her af þjónum er manni

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.