Vikan

Tölublað

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 28

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 28
UKÍGFRÚ YNDISFRÍÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá. N ó Á. HVAR ER ÖRKIN HANS NOAJ PaX tt alliat saml lelknrlnn 1 hcnnl Ynd- lsfrfð okkar. Hfin hefur fallð Srklna hans Nóa elnhver* staðar I hlaðlnu oe heltlr eóðum verðlaunum handa þelm, sem getur funðið firklna. Yerðlaunln eru stfir kon- fektkassl, fullur at hezta konfekU, og framlelðánðlnn er au.ðvltað Bæleœtisgerð- in Nfit- Náin Helmill örkln er d tu. Blðast er ðregtð var hlaut verðlaunlns Ragna L. Ragnarsd. Frakkastíg 12. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. 30. tbl. Karl Strand menn skilið eðli sjúkdómsins, en þegar svo er komið, að vern- leg röskun hefur orðið á per- sónuleika, þá hætta þeir að gera sér grein fyrir því. — Eruð þér þeirrar skoðunar, að hugsýkí hafi orðið almennari með nútíma lifnaðarháttum og því mikla álagi, sein hraðinn og spennan i daglegu lífi leggur á fólk? —■ Vera má að hugsýki hafi aukizt og orðið almennari á þess- ari öld en áður, en samt vantar alveg heimildir til þess að geta nokkuð fullyrt um það en eng- inn vafi er á því, að alltaf hafa verið þó nokkur brögð að hug- sýki. Enda þótt þjóðfélagslegar aðstæður manna séu víða góð- ar, þá virðast þeir ekki búa við samsvarandi tilfinningalegt ör- yggi. Það sem unnizt liefur í fjárhagslegu tilliti með nútíma tækni, hefur ef til vill tapast á sviði tilfinningaöryggis. Vafa- samt er, að heimilið og f jölskyld- an sé það sama örugga hreiður sem áður var. Fjölskyldubönd liafa losnað. Samkeppnin byrjar þegar í barnaskólunum. Siðan er keppst um einkunnir fram yfir tvítugt eða þrítugt. Þegar út í sjálft Iífið kemur, þá er sam- keppnin harðari en nokkru sinni fyrr og kröfurnar, sem gerðar eru á liendur hverjum einstakl- ingi eru eftir því. Ef við berum þetta saman við lífið á íslandi áður fyrr, þá virð- ist í fljótu bragði vera minni kostur einfaldra en tiltölulega öruggra starfshátta en áður fyrr. En hinu megum við ekki gleyma, að tækifæri hæfileikamanna hafa margfaldast. -—- Menn verða að vera harð- jaxlar í þessari samkeppni um auð og völd? — Það virðist að minnsta kosti stundum svo sem þjóðfélag- ið leggi mönnum meiri tilfinn- ingalcgar byrðar á hcrðar en áður var. En hins ber að gæta, að þjóðfélagslegrar lijálp- ar er nú meiri kostar en nokkru sinni fyrr. Hvað Tslendinga snertir, þá höfum við á skömm- um tíma horfið frá því að vera róleg og fátæk hændaþjóð, yfir i það að stunda hraðakeppni vél- væðingarinnar.. Sú gamla sið- fræði, sem þjóðin bjó við, liefur að miklu leyti sópast burt og ný er enn i sköpun og við vitum ekki hvar við stöndum. Hér i Bretlandi hafa tvær styrjaldir og einkum sú siðari, haft geysi- legar breytingar í för með sér. Möguleikar manna til menntunar hafa gerbreytzt. Heilar stéttir, sem voru mennfunarsnauðar og fátækar, hafa fengið tækifæri og fjárráð. Stéttaskiptingin og stéttatilfinning hefur riðlazt, að vísu óhjákvæmilega, en tilfinn- ingalegt öryggi hefir skerzt í öllu þessu umróti. — Getur mikill viljastyrkur haft áhrif á ]>að, livernig geð- sjúkdómar þróast. Setjum svo, að maður sem er undir miklu álagi gerir sér grein fyrir þeirri hættu, að hann kunni að brotna niður; getur hann með viljastyrk einum og með því að vera sí- fellt á verði, komið i veg fyrir hugsýki? — Nei, það held ég ekki. Allir geta eignast tilfinningaleg vanda- mál og viljastyrkur kemur naum- ast í veg fyrir það. Sum þessara vandamála eru viðráðanleg, önnur ekki og þau geta endað i hugsýki, ef ákveðin skilyrði frá bernsku eru fyrir hendi. Ef liann hefur i uppvexti sínum þróað með sér heilbrigt tilfinn- ingalegt gildamat, þá er honum siður hætta búin. — í hverju er það gildamat fólgið? —■ Ég á hér við þá tilfinninga- iegu hófstillingu og öryggi, sem á upptök sín í föðurhúsum. Þeir sem hafa búið við ástúð í bernsku, liafa betri undirbún- ing. Þetta fer ekki ætíð eftir þvi, hvað foreldrarnir eru merkileg- ar persónur, eða hversu mikið þær kunna að hafa piiili lianda, heldur fer það eftir þeim til- finningalegu böndum milli barns og foreldra, sem tengjast á fyrstu árum. £g held að grundvöllurinn að hugsýki sé að miklu leyti fólginn í því, sem við fórum á mis við í tilfinningalegu öryggi á barnsaldri. Hitt er svo annað mái, að sum- ir ráða eitthvað við þessa þró- un með viljastyrk. En það er erfitt að dæma í eigin sök og eigin vandamál verða aiitaf tor- ræðari en annarra. ■—■ Það hefur alltaf verið talið gott að liafa einhvern til að skrifta fyrir, eða geta iétt á sálu sinni með þvi að segja frá þvi, sem liugann hrjáir. — Jú, það er viðurkennt, að það er hetra en ekki að geta talað við einlivern og sagt hug sinn alian. Það er að segja; það er útrás en ekki uppbygging. Til ])ess að uppbygging geti átt sér stað, þarf læknismeðferð og þekkingu á ])ví, Iivernig mann- leg sál hagar sér. Upp á siðkastið hafa geðiækningar beinzt að því að kanna sjúklingana sálfræði- iega og má segja, að kenningar Freuds hafi þar markað tíma- mót. Margt af þvi sem hrjáir menn á rætur sinar í duivitund- inni og erfitt er að ljúka þeirri liirzlu upp. Freud gerði það fyrstur manna með sáigreining- unni og síðar hafa m. a. vcrið notuð lyf tii þess að fá menn til að muna og tala um hiuti, sem meðvitundinni eru liorfnir, en í dulvitundinni búa. — Getur sársaukaþrungin reynsla geymst tímunuin saman i dulvitundinni og valdið óþæg- indum? ■—■ Já, og þegar við síðar lend- um i einhverju svipuðu, þá ýfir ]>að við þessum sálhnút, sem alltaf er fyrir hendi. Þetta getur liæglega valdið hugsýki og oft reynist erfitt að grafa þessa dul- vituðu hnúta upp. Það er jafn- vel ekki vist, að meinið finnist með sálgreiningu, en þó er oft gripið til hennar og vissulega hefur hún gefizt vel. En sál- greining er læknismeðferð, sem tekur oft langan tíma og er þar af leiðandi dýr. -—- Er það talið betra, að lækn- ir sá sem sáigreinir, sé sjálfur húinn einhverjum ákveðnum sál- rænum eiginleikum? — Miklu skiptir að viðhorf hans öll séu hlutlæg og persónu- leiki hans vel samofinn. Það er og talið betra að hann liafi verið sálgreindur, og naumast þarf að benda á það, að sálgreining er ekki einungis notuð til hjálpar sjúkum, heldur einnig sem sál- leg þjálfun. Læknirin þarf að vera í fullkomnu, andlegu jafn- vægi. Það er að sjálfsögðu mjög slæmt, ef hann hefur mjög sterka andúð á einhverri ákveðinni skoðun eða manntegund, eða ef hann getur ekki fullkomlega fellt sig við allar manngerðir. Geti hann það ekki, þá er aðstaða hans erfið. Helzt þarf læknirinn að vera hleypidómalaus, en auð- vitað er enginn fullkominn. — Roosevelt heitinn Banda- ríkjaforseti sagði eitt sinn, að það væri ekkert að óttast annað en óttann. Er ekki óttinn afleið- ing af þessu almenna, tilfinn- ingalega öryggisleysi? —- Jú, óttinn er okkar versti óvinur. Ef við erum lirædd við eitthvað, þá förum við að hata það og lítum ekki lengur hlut- iaust á málin. Óttinn étur mann innanfrá. í þessari veröld verða menn líka að kunna að sigla milli'skers og báru. Sá sem ekki getur miðlað málum við um liverfi sitt, liann kemst ekki klakklaust áfram. — Viljið þér segja mér eitt- hvað að lokum um þessa nýju deild Borgarsjúkrahússins, sem þér takið við í náinni framtíð? ■—- Það er gert ráð fyrir, að í deildinni verði 32 rúm, svo það er ekki hægt að segja, að hún sé stór. Ég veit í rauninni mjög litið um það, hvernig þetta verð- ur. Áður en langt um liður, verð ég á ferðinni á Islandi og þá veit ég þetta væntanlega betur. Aðeins vona ég og þykist raunar viss um, að viðhorf almennings til þessarar nýju tilraunar í geð- lækningum á Islandi verði vin- veitt og skilningsríkt. Geðiækn- ingar verða ekki framkvæmdar án samvinnu og skilnings þess þjóðfélagshóps er næst þeim stendur. Ég vona að þjóðin nái brátt fullum tökum á vandamál- um geðsjúkdómanna, eins og berklanna fyrrum. ★ Eiga stúlkur og drengir að fá sama uppeldi Framhald af bls. 9. mál og ástir. Það er orðin tízka að láta þær gerast á sjúkrahús- um og slíkum stöðum. Þá er söguhetjan persónugervingur fórnarstarfsins við hjúkrun og aðhlynningu sjúkra. Drengja- bækurnar ganga aðallega út á hetjulegar glæfraferðir um ævin- týraiönd. Þar er söguhetjan for- ingi, sem ekkert bítur á. Féiagsskapur milli telpna er venjulegast bundinn við eina 2g VIKAN 30. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.