Vikan

Tölublað

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 33

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 33
við gjarnan eiga töluverða peninga, einfaldlega vegna þess að þokka- lega rúm fjárróð tryggja starfsgetu og samkeppnishæfni. Ef ég neytti eigna minna ekki öðrum til nyt- semdar, væri naumast réttlætanlegt að meta þær svo mikils. Og ef þið þá tækjuð þær af mér, skipti það mig ekki mjög miklu máli. Að minnsta kosti væri ég þá laus við allt bréfaflóðið. J. Paul Getty. ANGELIOUE Framhald af bls. 17. hugsanir hennar að Mademoiselle de Parajonc, sem sat á mílusteini í röku mistri kvöldsins. Það minnsta, sem hún gat gert fyrir þessa vin- konu sína, var að færa henni eitthvað af leifunum frá hinu konung- lega veizluborði. Köku með möndlum og tvær stórar perur faldi hún í víðum fellingum pilsins, og laumaðist svo litið bar á út úr hópnum. Varla var hún komin út úr dyrunum, er hún rakst á Flipot, sem hélt á skikkju hennar, hlýrri og þungri flík úr satíni og flaueli, sem hún hafði skilið eftir í flakinu af vagni Philonide. — Þarna ertu! Var hægt að gera við vagninn? —- E’ins og við höfum kært okkur um það! Þegar myrkrið var fallið á, gengum við ekillinn út á aðalbrautina og fengum að sitja í vínkerru til Versala. — Hafið þið fundið Mademoiselle de Parajonc? -—■ Hún er þarna niðri frá. Hann bandaði með hendinni frameftir húsagarðinum, þar sem kyndlarnir blöktu. ■— Hún hefur verið að spjalla við eina af vinkonum yðar frá París. Ég heyrði hana segja, að Philonide gæti fengið að sitja hjá henni til baka í almenningsvagninum. —■ Það er gott! Líklega ætti ég að kaupa henni nýjan vagn! Til þess að vera viss um að villast ekki, lét hún Flipot visa sér veginn milli vagna og hesta, þangað sem hann hafði séð Mademoiselle de Para- jonc. Þegar hún sá hana, þekkti hún þegar í stað, að hin vinkona hennar var Madame Scarron, fátæk en dyggðum prýdd ung ekkja, sem oft kom til hirðarinnar til að leggja fram umsóknir sínar, í von um að fá ef til vill eitthvart starf, sem gæti lyft henni upp úr sárustu fátæktinni. Þær voru í þann veginn að stíga inn í almenningsvagn, sem var troð- fullur af fólki af lægri stigum, þeirra á meðal mörgum umsækjendum á borð við Madame Scarron. Þeir huríu á sama hátt og þeir komu; konungurinn hafði tilkynnt að hann myndi ekki taka á móti neinum umsóknum þennan dag — ekki fyrr en á morgun, eftir messu. Sumir umsækjandanna ætluðu að halda kyrru fyrir og höfðu sætt sig við þá tilhugsun að sofa einhversstaðar í horni húsagarða eða í hesthúsi í einhverju nágrannaþorpanna. Hinir fóru aftur til Parísar, þar sem þeir myndu þurfa að fara á fætur í dögun, til að ná ferjunni frá Bois de Boulogne og síðan stytta sér leið í gegnum skóginn, til að vera komnir í tæka tíð i biðsal konungsins með umsóknina í höndunum. Almenningsvagninn lagði af stað, áður en Angelique náði til hans og gat vakið athygli vinltvennanna á sér. Þær voru mjög ánægðar með að hafa eytt degi við hirðina, þar sem þær þekktu alla, þótt enginn þekkti þær. Þær voru eins og býflugurnar, sem svífa umhverfis drottningu býkúpunnar og gera sér hunang úr hverjum þeim smámun, sem þær rekast á. Þær „þekktu hirðina" betur en margar konur, sem sjálfkrafa höfðu aðgang að henni vegna stöðu sinnar, en skorti reynzluna og þekktu ekki reglurnar — hlunnindin og forréttindin, sem staðan veitti, og annað þar fram eftir göt.unum. Hún vafði skikkju sinni um axlirnar og gaf unga þjóninum kökuna og perurnar, sem hún hafði hnuplað. Þegar hún sneri aftur inn í danssalina, gat jafnvel ekki birtan og lífið í kringum hana losað hana við hugsanir um Philippe. Nú myndi hún á hverri stundu þurfa að standa augliti til auglits við hann. Hún gat ekki ákveðið, hvernig hún ætti að haga sér. Átti hún að vera reið? Eða kærulaus? Eða ásakandi? Hún nam staðar á þröskuldinum og reyndi að greina hann, en kom ekki auga á hann. Hún kom auga á borð, þar sem Madame de Mont- ausier sat ásamt nokkrum vinkonum sínum, þeirra á meðal kunningja- konu Angelique, Madame du Roure. Hún gekk til móts við þær. Madame de Montausier leit á hana í undrun, en reis svo á fætur og tilkynnti henni, að hún gæti ekki setið við þetta borð, því þar sætu einungis þær konur, sem höfðu þau forréttindi að sitja í vagni drottningarinnar og borða með henni. Angelique bað afsökunar. Hún þorði ekki að tylla sér við neitt hinna borðanna, af ótta við að verða hrakin burt á nýjan leik, og ákvað að reyna að finna herbergi sitt sjálf. Neðri hæðirnar voru aðsetur hirðarinnar. Kjallarinn hafði verið hólfaður í mörg smáherbergi, þar sem þjónustufólki var aðallega ætlað að dveljast, en á nóttu sem þessarri myndi margur háttsettur prísa sig sælan að finna skjól þar. Enda var þar hópur af fólki, sem þaut frá klefa til klefa og reyndi að víkja sér undan töskunum og farangr- inum, sem þjónarnir voru að bera inn. Konur, sem voru mjög óþolin- móðar í tilraunum sínum til að hafa fataskipti, hrópuðu skammir yfir þjónana, sem þutu fram og aftur með fyrirferðamikinn dansklæðnað þeirra. Aðaláhyggjuefni gestanna var hvernig þeir gætu þrýst sér út um dyrnar á þessum „skápurn" og eftir þröngum göngunum. Hirðmeistari í bláum einkennisbúningi var að Ijúka úthlutun her- bergjanna, með því að skrifa á dyrnar nöfn þeirra, sem þar áttu að gista. Gestirnir fylgdu á hæla honum og ráku upp vonbrigðahljóð eða ánægjuóp á víxl. Fullkomnari AL-SJALFVIRK: Með aðeins einum hnappi veljið þér hið rétta þvottakerfi, hvort sem um er að ræða fínlegasta og viðkvæmasta tau eða það grófasta og óhreinasta — og CENTRIFUGAL-WASH þvær, hitar eða sýður, skolar og þeytivindur eftir fullkomnustu aðferðum, sem kunnar CENTRIFUGAL-WASH er fallegri — þaS sjóið þér strax! CENTRIFUGAL-WASH er fullkomnari: ☆ þvottakerfi fyrir allan þvott, einnig þann viðkvæmasta ☆ nýtt þvotta- kerfi „SUPER-suðupottur" fyrir óhreinasta tauið ☆ hitastýrður forþvottur ☆ sjálfstæður auka-forþvottur, skolun eða þeytiþurrkun, ef óskað er ☆ marg-skolar í mismunandi vatnshæð og gegnumrennsli ☆ sérlega góð „tvívirk" þeytiþurrkun ☆ aðeins einn stiórnhnappur, þrátt fyrir fleiri möguleika ☆ merkjaliós sýna þvottagang og hitastig ☆ sápuskammtar settir í strax — vélin skolar þeim sjálf niður á réttum tíma ☆ ytra barna- öryggislok, sem til mikilla þæginda notast einnig sem fyllingar- ag tæmingarborð og gerir vélina fallegri útlits ☆ bezta efni: nælonhúðuð að utan — fínslípað rýðfrítt stál að innan ☆ hljóður gangur ☆ þarf ekki að festast niður með boltum ☆ auðveld tenging ☆ íslenzkur leiðarvísir. CENTRIFUGAL-WASH fullkomnari Sannreynið við samanburð. Komið, skrifið eða útfyllið úr- klippuna, og við munum ieggja okkur fram um góða afgreiðslu. Sendum um allt land. Sendið undirrit. mynd af CENTRIFUGAL-WASH með nánari lýsingum, m. a. um verð og greiðsluskilmála. Heimilisfang: ........................... Til: FÖNIX S.F. Pósthólf 1421, Reykjavík. MODEL 620 V-30 VIKAN 30. tbl. gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.