Vikan

Tölublað

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 36

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 36
ont hertogi enn einu sinni fram í. — Herra minn, jafnvel skógarhöggsmaðurinn er húsbóndi í sínum eigin kofa, svaraði hinn reiði aðalsmaður og lokaði dyrunum á andlit áhorfendanna. Angelique ruddi sér leið gegnum hópinn og forðaði sér undan vorkun- samlegu augnaráði og kuldalegum brosum. Handleggur kom i gegnum opnar dyr og greip í hana. — Madame. Það er la Valliére markgreifi. — Sú kona er ekki til í Versölum, sem öfundar yður ekki af þeirri heimild, sem eiginmaður yðar hefur rétt i þessu gefið yður. Takið þetta villisvín á orðinu og þiggið gestrisni mína. Hún sleit sig lausa: — Herra minn. ... Það eina, sem hún vildi, var að komast í burtu eins hratt og hægt var. Þegar hún var komin í miðj- an marmarastigann, glitruðu tár auðmýkingarinnar í augum hennar. — Hann er asni, andstyggilegur og einskis nýtur aumingi í dular- gervi aðalsmanns.... asni.. .. asni! Eigi að síður var henni ljóst, að hann var hættulegur asni og það var hún sjálf, sem hafði smíðað hlekkina, sem bundu þau saman. Hún hafði fært honum þann óyfirskyggjanlega rétt, sem eiginmaður hefur yfir eiginkonu. Hann var ákveðinn í að hefna sín á henni, og myndi ekki sýna neina miskunn. Hún gat ímyndað sér þá óumræðilegu fullnægju, sem hann myndi hljóta, ef honum tækist að auðmýkja hana, gera hana að fullkomnum þræli sínum. Hún þekkti aðeins einn veikan punkt í vörn hans — trygglyndi hans í garð konungsins, sem var hvorki ást greifa var fast við eyra hennar. Hann hallaði sér yfir hana. — Hvar er blóð glæps yðar? En hvað yður er kalt á höndunum. Hvað eruð þér að gera hér í þessum trekk- fulla stiga? — Ég veit það ekki. — E'in og yfirgefin? Og með svona dásamleg augu? En sá glæpur! Komið með mér. Nokkrar konur slógust í hóp með þeim; Madame de Montespan þeirra á meðal. — Monsieur de Lauzun, við höfum alltaf verið að leita að yður. Hafið meðaumkun með okkur. — Þér eigið mjög auðvelt með að vekja meðaumkun mína. Hvernig get ég hjálpað ykkur, Madames? — Veitið okkur húsaskjól. Konungurinn lét yður byggja hótel í þorp- inu. Hér höfum við ekki einu sinni rétt á gólfflís í biðstofu drottningar- innar. — En eruð þið ekki stallkonur drottningarinnar, rétt eins og Madame du Roure og Madame d’Artignys? — Jú, en það er verið að mála okkar venjulega herbergi. Það er verið að koma Júpíter og Merkúr þar fyrir.... uppi í loftinu, og guð- irnir hafa rekið okkur út.. —■ Látið ekki hugfallast. Eg skal flytja yður til hótels míns. Þau fóru út í þokuna, sem hafði orðið þykkari og þykkari og bar með sér þungan ilm úr skóginum. De Lauzun vísaði konunum til vegar nið- ur hæðina. Þér leggið Rapid-kasettuna ó myndavélina, lokið henni, snú- ið þrisvar sinnum, myndavélin er tilbúin til notkunar. RAPID ER NÝ AÐFERÐ SEM GERIR ÖLLUM KLEIFT AÐ TAKA GÓÐAR MYNDIR né ótti, heldur blind undirgefni. Hún varð að leika á þennan streng. E'f hún aðeins gæti gert konunginn að bandamanni sínum, fengið örugga stöðu við hirðina og smám saman komið Philippe í þá aðstöðu, að hann yrði annaðhvort að valda konunginum óánægju eða hætta að ofsækja eiginkonu sína! En hvaða hamingju hlyti hún af því? Aðeins Þá ham- ingju, sem hana hafði dreymt um í kyrrðinni í skógunum i Nieul, þegar fullt tunglið skein yfir hvítum turnum litlu endurreisnar hallarinnar, þar sem hún hafði búizt undir brúðkaupsnótt sína. Hvílík vonbrigði! Hversu leiðinleg minning! Hvað hann snerti hafði allt breyzt i ösku í munni hennar. Hún var ekki lengur viss um þokka sinn og fegurð. Fögur kona, sem ekki er elskuð sem slik, er óumræðilega yfirgefin. Myndi hún verða fær um að ijúka því merki, sem hún hafði byrjað á? Hún vissi, hvar hún var veikust fyrir — hún elskaði hann, og vildi samtímis særa hann — hún hafði knýjandi framgirni, og hún var ákveðin í að komast yfir óham- ingju sína og hafði knúið hann til að giftast sér, með því að hóta að snúa reiði konungsins gegn honum og föður hans ella. Hann hafði tekið þann kostinn að giftast henni, en hann myndi aldrei fyrirgefa henni. Það var henni að kenna að lindin, sem þau hefðu bæði getað drukkið óminnisvökvann af, hafði gruggazt upp, höndin, sem hefði viljað strjúka honum með blíðuatlotum, var honum nú aðeins skelfingarvopn. Angelique starði döpur i huga á hvítar hendur sínar. — Hvað sjáið þér í höndum yðar, fagra kona? Rödd de Lauzun mark- — Þá erum við komin, sagði hann og nam staðar fyrir framan dyngju af hvítum steinum. — Hér? Hvað er þetta? — Þetta er hótel mitt. Þér hafið rétt fyrir yður í þvi, að konungurinn skipaði mér að byggja slíkt hús, en hornsteinninn hefur ekki enn verið lagður. — Nú brást yður brandarinn, hvæsti Athénais de Montespan reiði- lega. — Okkur er orðið dauðkalt á þessu randi. — Gætið yðar að stíga ekki ofna í gjótu, varaði Péguilin þær við. — Það hefur verið mikið grafið hér í nágrenninu. Madame de Montespan reikaði af stað, hrasaði nokkrum sinnum og sneri sig um ökklann. Hún lét út úr sér langa blótsyrðarunu og alla leiðina til baka upp að höllinni var hún að líta um öxl og hreyta út úr sér einhverjum ónotum að markgreifanum. Lauzun hló aftur, þegar de La Valliére markgreifi mætti þeim og hrópaði, að hann væri að verða of seinn fyrir „náttskyrtuna". Kon- ungurinn hafði farið upp i svefnherbergið sitt og aðaismennirnir áttu að vera viðstaddir, þegar yfirþjónninn rétti aðalherbergisþjóni konungs- ins náttskyrtuna, en hann rétti hans hágöfgi hana aftur. De Lauzun markgreifi yfirgaf konurnar skyndilega, eftir að hafa enn einu sinni beðið þeim gestrisni sína.... í svefnherberginu hans, sem væri „ein- hversstaðar þarna uppi.“ Ungu konurnar fjórar, í fylgd Javotte, sneru aftur að danssajnum, gg VIKAN 30. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.