Vikan

Tölublað

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 37

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 37
sem var þéttskipaður og gólfin svignuðu undan þunganum, eftir því sem Madame de Montespan sagði. Eftir langa leit fundu þær dyrnar, sem merktar voru: — Frátekið handa Péguilin de Lauzun markgreifa. — Sá hamingjusami Péguilin! andvarpaði Madame de Montespan. — Hvað hefur það að segja, þótt hann sé mesti asni í heiminum, meðan konungurinn hefur hann í svona miklu uppáhaldi. Hann er ekki nema rétt sæmilega vaxinn og ekkert sérlegur í útliti. — En hæfileikar hans bæta það upp, svaraði Madame de Roure. — Hann er bráðfyndinn, og það er eitthvað við hann sem kemur í vegfyrir, að nokkur kona yfirgefi hann vegna annars karlmanns, þegar hún hefur einu sinni verið með honum. Þetta var vafalítið einnig skoðun hinnar ungu Madame de Roque- laure, sem Þær fundu mjög léttklædda í herbergi de Lauzuns. Þjónustu- stúlkan hennar hafði rétt lokið við að færa hana i náttslopp úr blæju- líni, skreyttan með knipplingum og lítt til þess fallinn að hylja neitt af þokka hennar. Eftir smáfát náði hún sér nægilega vel til að segja mjög virðulega, að úr því að Monsieur de Lauzun hefði boðið þeim til herbergisins, hefði hún ekki á móti þeim. Samvinna var það minnsta, sem hægt væri að krefjast í öllu Því óvænta, sem bar að höndum við hirðina. Madame de Roure varð himinlifandi. Hana hafði lengi grunað, að Madame de Roquelaure væri frilla Péguilins, og nú vissi hún það. Herbergið var aðeins gluggabreiddin, en hann sneri út að skóginum. Tjaldarúmið, sem þjónarnir höfðu búið um, fyllti það næstum alveg. Þegar inn var komið, gat enginn hreyft sig. Til allrar hamingju var gagn að smæðinni að Því leyti, að fyrir bragðið var hlýtt Þar inni. Eldurinn snarkaði glaðlega í litla arninum. — Ah, sagði Madame de Montespan, þegar hún hafði farið úr aurug- um skónum. — Það er bezt að losa sig við árangurinn af Þessari lélegu fyndni hans Péguilins með hótelið. Hún dró af sér aursletta sokkana, og vinkonur hennar fylgdu for- dæminu. Þær sátu allar fjórar fyrir framan arininn, dreifðu úr víðum pilsunum og yljuðu á sér tærnar. Síðan kom Lauzun, í fylgd með einum hinna göfugu vina sinna, sem hjálpaði honum að afklæðast. Siðan gengu þau Lauzun og Madame de Roquelaure til hvílu. Um leið og rekkjutjöldin höfðu verið dregin fyrir, tók enginn framar eftir þeim. Angelique tók aftur að hugsa um Philippe. Hvernig hún ætti að auð- mýkja hann, gera hann að engu, eða að minnsta kosti komast undan hefnd hans og koma i veg fyrir, að hann eyðilegði framtíðina, sem hún hafði skipulagt af svo mikilli kostgæfni. Sá dagur myndi koma, að fáránleg uppátæki hans, eins og að fela vagnana hennar, myndu víkja fyrir hættulegri hegðun. Hann vissi, hvernig hann átti að fara að, með þvi að nota sér syni hennar og frelsi. Ef hann skyldi láta undan ómennskum hvötum sínum og pynta Flori- mond og Cantor, eins og hann hafði þegar gert við hana, hvernig gat hún þá verndað þá? Til allrar guðslukku voru drengirnir öruggir heima á Monteloup, þar sem þeir uxu og urðu stórir og sterkir og léku sér í frelsi sveitarinnar ásamt börnum bændanna. Hún þurfti ekki að hafa áhyggjur af þeim í bili. Hún sagði við sjálfa sig, að það væri barna- legt að láta hugann dvelja við þannig lagaðar hrellingar, þessa fyrstu nótt í Versölum. Hitinn af arineldinum var að verða of mikill. Hún bað Javotte að rétta sér tvo eldskildi úr fínlega skreyttu pergamenti. Hún bauð Madame de Montespan annan. Fagra, unga konan dáðist að litlu ferðatöskunni hennar, sem var úr rauðu leðri, fóðruð með hvitu damaski og brydduð með gulli. I aðskildum hólfum í henni var náttlampi úr svartviði, svart- ur satinpoki með tíu kertum, box fyrir hárnálar og nælur, tveir litlir, hringlaga speglar og einn stærri, skreyttur með perlum, tvær knippl- inganátthúíur og náttkjóll í stíl við þær, gullbox undir greiður að ann- að fyrir bursta. Hið síðastnefnda var listasmíð úr skjaldbökuskel, lagt með gulli. — Ég lét gera Það úr skel af skjaldböku úr heitu höíunum, sagði Angelique. — Ég þoli hvorki horn né hófa. -— Ég sé það, andvarpaði de Montespan markgreifafrú öfundsjúk. — Ó, hvað ég vildi gefa mikið til að geta átt svona fallega hluti. Kannski hefði ég getað átt Þá, ef ég hefði ekki orðið að veðsetja gimsteinana mína til að borga spilaskuldirnar mínar. Hvernig hefði ég getað látið sjá mig í Versölum í kvöld, ef ég hefði ekki gert það? Monsieur Venta- dour, sem ég skulda þúsund pistoles, mun bíða mín. Það er aðlaðandi maður. — En hefur þú ekki verið útnefnd stallkona drottningarinnar? Það hlýtur að hafa fært þér einhver hlunnindi. — Uss, það var nú lélegt! Fötin mín ein kosta mig tvöfalt meira. Ég borgaði tvö þúsund livres fyrir búninginn, sem ég var i á Orfeusar- ballinu í Saint-Germain. Ó, en það var nú líka dásamlegt! Sérstaklega kjóllinn minn. Ballið var svo sem eins og böll eru alltaf. Ég var dís, með alls konar pírumpár sem táknar það sem sprettur i skógunum á vorin. Kóngurinn var náttúrlega Orfeus. Hann opnaði ballið með mér. Benserade segir frá því í hirðannálnum sínum. Og líka Loret, skáldið. — Allir tala um, hve mikla athygli konungurinn veitir þér, sagði Angelique. Á einhvern hátt hafði Madame de Montespan róandi áhrif á hana. Hún öfundaði hana af heillandi útliti og hrifandi framkomu, ásamt þjálfun í samræðulist, jafnvel þótt fegurð hennar sjálfrar væri engu minni. Báðar voru af góðu fólki í Poitou. Þó fann Angelique til smæðar í návist Madame de Montespan, þrátt fyrir hæfileika sinn til hnyttinna tilsvara, og var oft Þögul í návist hennar. Hún var þess meðvitandi, hve lokkandi allt hjal ungu markgreifafrúarinnar var, þrátt fyrir það, hve mjög hún ýkti alla skapaða hluti, og rödd hennar var svo falleg og þjálfuð, að fólk trúði henni í stað þess að undrast. Þessi málsnilld var ættgengur hæfileiki hjá fólki hennar, og kallað „Mortemart-mælsk- an". Framhald í ncesta blaBi. öll réttindi áskitin, — Opera Mundi, Pari, iwo;m' ' - KEXIÐ Ijúffenga með smjöri osti eða marmelaði og öðru ávaxta- mauki. Fæst í flestöllum mat- vöruverzlunum landsins. JACOBS CREAM CRACKERS ^HvunnGcvtjs frœður

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.