Vikan

Tölublað

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 50

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 50
LILUU LSLUU LILUU LILUU LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu búð hafi einnig haft þýðingu fyrir ein- hvern. Hann fór og skellti dyrunum á eftir sér. Andy stóð eftir, niður- dregnari en nokkru sinni fyrr. Vegna áhyggjanna af syni sínum hafði hann næstum því gleymt hinni myrtu konu. Hún hafði einnig ver- ið lifandi vera með hugsanir og tilfinningar. Ef til vill gátu pening- arnir fært Andrew heim aftur, en ekki Doreen. Bonner gerði aðeins skyldu sína, þegar hann áleit bæði verkefnin jafn nauðsynleg. Andy fann til nokkurrar virðingar og að- dáunar í garð lögreglumannsins. Það var ekki heldur ósennilegt, að Bonner sæi málið í skærara Ijósi en Andy. Það var engin trygging fyrir að barnsræningjarnir myndu þyrma lífi drengsins. Þeir höfðu myrt barnfóstruna. Kannske hafði Andrew þegar verið myrtur eins og Doreen. Væri sú raunin, þjón- aði það engum tilgangi að útvega og borga lausnarfé — peningum væri kastað út um gluggann. En Andy gat ekki fengið sig til að hugsa þannig. Meðan nokkur von var, ætlaði hann að fylgja boðum ræningjanna. Honum þótti vont að vera einn og honum létti, þegar hann eftir andartak sá Hub stýra Thornburg og Vecchio í gegnum hópinn fyr- ir framan og skella dyrunum á nef- in á þeim. — Andy, ég verð að spyrja þig einu sinni enn, hvort þú vilt ekki halda einhverskonar blaðamanna- fund — þótt hann væri mjög stutt- ur, sagði Thornburg. — Ef þú ekki gerir það, losnarðu aldrei við þá. — Eg skal bráðum tala við þá, sagði Andy. — Fyrst er hérna smá reikningsdæmi, sem við þurfum að leysa. Hann leyfði þeim að lesa sím- skeytið. Thornburg flautaði lágt, þegar hann sá lausnarfjárupphæð- ina. Vecchio varð eldrauður af reiði. — A ég hundrað þúsund dollara, Rocco? spurði Andy. — Ef ég ætti að svara undir eins, myndi ég svara já, sagði Vecchio, og hugsaði sig um eitt andartak. — Ekki í reiðufé, að sjálfsögðu, en í hlutabréfum, skuldabréfum og eign- um. Og það tekur sinn tíma að breyta því í reiðufé. Til þess að fá eins mikið og mögulegt er út úr eignunum, verður að glöggva sig á ýmsu. — Við höfum ekki tíma til þes$. Framhald í næsta blaði. HVÁRT MAN NÚ NOKKUR LENGUR ÞESSA GARPA? Svör. 1. Njáls saga. 2. Hávarðs saga ísfirðings. 3. Fóstbræðra saga. 4. Laxdæla saga. 5. Gunnlaugs saga ormstungu. 6. Egils saga Skallagrímssonar. 7. Laxdæla saga. 8. Njáls saga. 9. Hallfreðar saga. Heklaður jakki Framhald af bls. 46. Þegar aukið er út í stuðla- hekli er heklað 2 sinnum í sama lykkjuboga. í byrjun hverrar umferðar eru fitjaðar upp 2 loftl. Bakstykki: Fitjið upp 116 (120) 126 (130) loftl. Byrjið í 3. loftl. og heklið 114 (118) 124 (128) stuðla og farið undir aft- ari lykkjuhelminga. Þetta er að- eins gert i 1. umf., en síðan er farið undir báða lykkjuhelminga. Heklið áfram þar til stykkið mælir um 28 sm. Byrjið þá að taka úr fyrir skáermum með þvi að taka úr 1 stuðul í hvorri lilið 1 hverri umf. þar til 98 (110) 112 (124) stuðlar eru eftir. Takið þá úr 2 stuðla i livorri hlið í hverri umf. frá réttu og 1 stuðul í hvorri hlið í hverri umf. frá röngu. Endurtakið þar til 26 (26) 28 (28) 1. eru eftir. Nú hafa verið heklaðar 32 (34) 34 (34) umferðir frá fyrstu úr- töku fyrir skáermi. Vinstra framstykki: Fitjið upp 59 (62) 64 (67) loftl. Byrjið i 3. loftl. og heklið 57 (60) 62 (65) stuðla og farið í aftari lykkjuhelming eins og á bak- stykkinu og síðan undir báða lykjuhelminga. Heklið þar til stykkið mælir um 28 sm. og er sami umferða- fjöldi og á bakstykinu. Takið þá úr fyrir skáerminni með því að taka úr 1 stuðul i hverri um- ferð 8 (4) 6 (2) sinnum og síð- an eins og á bakstykkinu með þvi að taka úr 2 stuðla frá réttu, en 1 stuðul frá röngu. Takið úr þar til 25 (26) 26 (27) stuðlar eru eftir. Nú hafa verið heklaðar 24 (24) 26 (26) umferðir eftir fyrstu úrtöku fyrir skáermi. Takið á- fram úr fyrir erminni á sama hátt og byrjið að taka úr fyrir hálsmálinu. Byrjið með því að taka úr 2 stuðla á liliðinni (ermarmegin) og hekla þar til 9 (10) 10 (11) I. eru eftir, hekl- ið þá 1 keðjul. og snúið við. Hekl. 2 keðjulykkjur, hekl. st. þar til 2 st. eru eftir af umferðinni, takið þá úr 1 stuðul og snúið við. Takið úr 2 stuðla, hekl. st. þar til 2 stuðlar eru eftir af um- ferðinni, 1 keðjul. Snúið við, hekl. 2 keðjul., hekl. stuðla þar til 2 st. eru eftir af umf., takið iir 1 stuðul. Snúið við, takið úr 2 stuðla. Nú hafa verið hekl. 5 umf. eftir 1. hálsmálsúrtöku. (Formið annars hálsmálið að eigin smekk). Hægra framstykki: Heklið eins, en gagnstætt. Ilægri ermi, % aff lengd: Fitj- ið upp 58 (60) 64 (66) 1. Byrjið í 3. I. og hekl. 56 (58) 62 (64) stuðla i aftari lykjuhelming eins og á bak- og framstk. Heklið síðan 7 umf. f 8. umf. eru aukn- ir út með jöfnu millibili 0 (4) 4 (6) stuðlar. Aukið síðan út 1 stuðul í hvorri hlið i 3. hv. umf. þar til stuðlarnir eru 72 (78) 82 (86). Hekl. áfram þar til stykkið mælist um 29 sm. Takið þá úr fyrir skáermum. Stærff 38: Takið úr 1 stuðul í hvorri hlið í annarri hverri umf. þar til 64 st. eru eftir. Hekl. þá umf. til baka og hafa þá verið . hekl. 8 umf. ( Stærff k-0 og 42; Takið úr 1 stuðul í hvori hlið og hekl. umf. til baka. Stærff 44; Engin úrtaka. Nú eru 64 (76) 80 (86) stuðl- ar á ermum allra stærðanna. Takið þá úr 1 stuðul í hvorri hlið í hverri umf. þar til 26 (26) 26 (28) st. eru eftir. Takið þá úr 2 stuðla í hvorri hlið í hverri umf. þar til 18 (18) 18 (20) 1. eru eftir. Held. nú, með því að byrja frá réttu, 4 (4) 4 (6) keðju- lykkjur og hekl. síðan stuðla umferðina á enda. Snúið við og hekl þar til 5 st. eru eftir, 1 keðjul. Snúið við, 5 keðjul. og hekl. st. umf. á enda. Vinstri ermi: Hekl. eins og hægri ermi, en gagnstætt. Uppslög: Fitjið upp 2 1. fleiri en á erminni, hekl. 8 umf. st. Hekl. 2 stykki. Leggið stykkin á þykkt stk., mælið form þeirra út með títuprjónum, leggið raka klúta yfir og látið gegnþorna næturlangt. Einnig má pressa lauslega yfir stykkin með ör- lítið rökum klút frá röngu. Saumið saman hliða- og erma- sauma með þynntum garnþræð- inum og aftursting, eða varp- spori. Saumið ermarnar í hand- vegina á sama hátt. Heklið þá bekkinn í kringum jakkann sem eru 4 umf. í. umf.: frá réttu, byrjið við annan hlið- arsauminn og heklið 1 umf. fastahekl i kringum jakkann. Ath. að herða ekki um of og ekki heldur gefa of mikið eftir. Heklið 2 fasta 1. í öll horn. 2. umf.: Hekl. frá röngu með tvöföldu garninu. * Hekl. 2 fast- al. og farið undir báða lykkju- helminga og síðan í næstu I. þannig: Hekl. 1 stuðul að hálfu eins og þegar tekið er úr og síðan 3 stuðla í viðbót á sama hátt og i sömu lykkju og dragið þá garnið i gegn um allar 5 lykkjurnar í einu *. Sleppið 1 1. og heklið. þá aftur frá *. 3. umf.: Hekl. nú með ein- földu garninu og frá réttu. * Festið garninu með 1 fastal. milli hnúta og fitjið upp 5 loftl. *. Endurtakið frá *. 4. umf.: Hekl. frá réttu. * Fyll- ið nú loftlykkjubogann með fastahekli og er þá hæfilegt að hekl. 6 fastal. í hvorum boga og 1 fastal. í fastal. fyrri um- ferðar *. Endurtakið frá *. Heklið einnig þessar 4 umf. framan á uppslögin og saumið þau síðan framan á ermarnar. gQ VIKAN 30. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.