Vikan

Tölublað

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 3

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 3
 Ritstjóri: Gisli Sigurðsson (ábm.). BUSamenn: Gu8- mundur Karlsson, Sigurður Hreiðar. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson. Auglýsingar: Ásta Bjarnadóttir. Ritstjórn oe auglýsingar: Skipholt 33. Símar: 33320, 35321, 35322, 35323. Pósthólf 533. Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreifing, Laugavegi 133, sími 36720. Dreifingar- stjóri: Óskar Karlsson. Verð i lausasölu kr. 25. Áskrift- arverð er 300 kr. ársþriðjungslega, greiðist fyrirfram. Prentun: Hilmir h.f. Myndamót: Rafgraf h.f. í ÞESSARI VIKU FORSfÐAN Engin þoka í hehninum er eins þétt og AustfjarSa- þokan og enginn máni eins fagur og HornafjarS- armáninn. En ofar þokunni og iSandi lífinu á sfld- veiSiplönum eru snarbrött og hrikaleg fjöllin og uppi á eggjum þeirra skín sóiin dátt, þótt þokan sé í neSra. Og aldrei verSur sólskiniS svo bjart, eSa litirnir svo fagrir og þá er maSur kemur á einni svipstundu út úr þokuveggnum. Myndin er tekin uppi á FjarSarheiSi, milli EgilsstaSa og SeyS- isfjarSar og þaS er aS sjálfsögSu fifa, sem prýSir grundina í forgrunni myndarinnar. i NÆSTA BLAÐI VÖGGUVÍSA FYRIR MORÐINGJANN, þriðji hluti þessarar spennandi framhaldssögu .... Bls. 4 í HÖGGMYNDALIST ERUM VIÐ LANGT Á EFTIR TÍMANUM .............................. Bls. 8 HANNIBAL SNÝR AFTUR, síðari hlutinn af grein- inni um Hannibal Valdimarsson ........ Bls. 10 ALEIN ALLA NÓTTINA, smásaga Bls. 12 SÍÐAN SÍÐAST, ýmislegt fréttnæmt efni utan úr heimi ................................ Bls. 14 ANGELIQUE OG KÓNGURINN, framhaldssagan vin- sæla ................................. Bls. 16 VIÐ HEIMSÆKJUM ÍSLENZKAR FJÖLSKYLDUR í ENG- LANDI. Frásagnir af íslenzkum fjölskyldum og heimilum þeirra í London og Grimsby. Gísli Sigurðs- son tók saman .................... Bls. 18 VÖGGUVÍSA FYRIR MORÐINGJANN, framhaldssaga LISTIN ÆTTI AÐ STUÐLA AÐ SÁLARRÓ, viðtal við Einar Hákonarson listmálara. HUMARTÚR Á HAFRÚNU, Vikan sendir blaðamann í einn túr á humarveiðar. SÍÐDEGI, smásaga. ANGELIQUE OG KÓNGURINN, framhaldssaga. DUGNAÐARFORKAR MEÐ KVENLEGAN ÞOKKA, þýdd grein um kvenþjóðina í Rússlandi, líf hennar og starf. HANN RANNSAKAR ORSAKIR EYÐINGARINNAR, viðtal við Guttorm Sigurbjörnsson um sandfok og uppgræðslu landsins. NÓTTIN LOGAR AF NORÐURLJÓSUM, fyrsti hluti af fjórum. Jakob Möller hefur skráð endurminning- ar Einars Kristjánssonar óperusöngvara. Auk þessa erum vð eins og venjulega með PÓST- INN, KROSSGÁTUNA, STJÖRNUSPÁNA o.fl.... Svo erum við eins og vanalega með SÍÐAN SÍÐAST, KROSSGÁTUNA, KVENNAÞÁTT o.fl. BRÉF FRÁ RITSTJÓRNINNI Útþráin hefur verið okkur íslendingum í blóð bor- in frá fornu fari. Að komast út fyrir pollinn var löngum draumurinn, sem unga manninn dreymdi allt frá því að hann komst til vits. En til skamms tíma var það ekki á hvers manns færi, að láta hann rætast, drauminn þann. Það var talsvert fyrir- tæki að leggja í, og kostaði meira fé en svo að allir gætu. Enda þótti löngum ekki svo lítið til þess koma að „vera sigldur". Svo skeði undrið. Við komumst í þjóðbraut. Hér um ísland liggur nú al- faraleið milli heimsálfa. Flugvélar stórþjóðanna koma hér við á degi hverjum. Og sjálfir reka ís- lendingar tvö flugfélög, sem virðast blómstra hið bezta. Jafnframt því, að íslendingar taka að flykkj- ast í stórum stil til útlanda, bæði í sumarfríum og í „innkaupatúrana" vinsælu, skeður svo hitt, að þó nokkrir þeirra taka sér bólfestu í öðrum löndum. í þessari viku heimsækjum við nokkra þeirra. Við bregðum okkur til Englands og heimsækjum íslenzk- ar fjölskyldur á heimilum þeirra í London og Grims- by. Það er einkennandi við þær allar, og jafnframt ánægjuleg staðreynd, að þeim vegnar vel á er- lendri grund, enda yfirleitt dugnaðarfólk, eins og við lesum nánar um inni í blaðinu. HÚMOR í VIKUBYRJUN Vi VIKAN 31. tbl. ^

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.