Vikan

Tölublað

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 7

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 7
Eru engin viðurlög, sem ná yfir svona hegðun? Er ekki hægt að kæra verzlunina fyrir þetta? í það minnsta finnst mér, að verzl- anir ættu að sjá sóma sinn í því að hafa ekki svona fólk í þjón- ustu sinni. Reið móðir. Þetta er hreint ekkert falleg saga, en mun þó því miður ekk- ert einsdæmi. Ég efast um, að hægt sé að gera nokkuð í þessu eins og málum er háttað, en von- andi skammast viðkomandi sín, þegar hann sér þetta og bætir ráð sitt. Það er að sjálfsögðu allt- af hægt að gera mistök, jafnt í þessu starfi sem öðru, en vissu- lega átti maðurinn að biðjast af- sökunar á þessu. Ég myndi stimpla hann sem rudda, og slíka menn er ekki gott að hafa í þess- um störfum. Dóttir þín þarf engu að kvíða í þessu sambandi, það er hún sem hefur hreina sam- vizku, og segi hún kunningja- fólkinu, hvemig í pottinn er bú- ið, er það áreiðanlegt, að hún fær heldur jákvætt en hitt út úr þessu. Svo væri ekki úr vegi að senda forstöðumanni þessarar verzlunar línu og skýra honum frá framkomu mannsins. Annars þekki ég lítið dæmi, hvemig for- stöðumenn einnar verzlunar brugðust við, þegar svipað til- felli kom fyrir í þeirri verzlun. Ung hjón, sem voru að verzla, voru kölluðu upp á skrifstofu, og þegar í ljós kom að um mis- skilning var að ræða, voru þau margsamlega beðin afsökunar og að lokum fékk konan nýja kápu að gjöf frá verzluninni, en hann fékk gæruskinnsúlpu. Þetta eru heldur ólíkar móttökur eða dótt- ir þín fékk, og ólíkt eftirbreytni- verðari. En vafasamt er, að nokk- uð þýði að kæra verzlunina þar sem þig vantar vitni að því sem fram fór í skrifstofunni. VINALAUS. Kæri póstur. Reyndu nú að hjálpa mér í vandræðum mínum. Ég er ein- mana vesalingur, sem á enga vini, en langar il að eignast þá. Getur þú hjálpað mér? M. G. Ósköp er þetta eitthvað rauna- legt hjá þér. Verst er bara að vita ekki, hvort þú ert ungur eða gamall, eða hvort þú ert drengur eða stúlka. En ég þóttist geta ráðið af rithöndinni, að þú sért drengur og sá á póststimplinum, að þú átt heima í Reykjavík. Það er alls engin ástæða fyrir þig að vera vinalaus, það finnast svo margar leiðir til að afla sér vina. Til dæmis er Æskulýðsráð Reykjavíkur til húsa að Frí- kirkjuvegi 11, og þar gætirðu áreiðanlega fundið einhverja, sem vildu vera vinir þínir. Svo gætirðu gengið í eitthvert knatt- spyrnuliðið, þar eru menn vana- lega fljótir að kynnast. Ef þú hef- ur áhuga fyrir bréfaviðskiptum, geturðu fundið bréfavini bæði hérlendis og utanlands í flestum blöðum. Gangi þér vel. FRÍMERKI. Kæra Vika. Mig langar til a8 leita ráða hjá þér. Er nokkuð gefið fyrir frí- merki, sem eru síðan 1912 eða eldri? Ég á tvö dönsk merki, ann- að, grænt með konungsmynd, 5 aura, og hitt brúnt 25 aura, og svo á ég nokkur íslenzk merki jafngömul. Bless, ég kaupi altlaf Vikuna, því að systir mín selur hana. Guggi. Það er bezt fyrir þig Guggi minn að fara með þessi merki þín til einhvers frímerkjakaupmanns, eða að verða þér úti um verð- lista, þar sem þú getur séð verð- gildi hvers merkis. En ef þú safn- ar frímerkjum er ekkert vit fyrir þig að láta svona gömul merki, kannske fyrir litinn pening. En þú skalt ekki gera þér of háar hugmyndir um verðgildi merkj- anna, það getur verið, að þau séu af algengri tegund og séu lítils virði, þótt hið gagnstæða geti líka verið fyrir hendi. Okkur hafa borizt í hendur þrjú bréf frá útlendingum, sem vilja skrifast á við íslendinga. Eitt er frá norskri stúlku, sem vill skrifast á við pilta og stúlk- ur 17—20 ára. Hún er 17 ára sjálf og heimilisfangið er: Marit Klakegg, Förde i Sunnfjord, Norge. Nútíma kona notar Yardley fegrunarvörur Vardley fegrunarvörur eru fram- leiddar fyrir yður samkvaemt nýjustu tækni og vísindum, eftir margra ára rannsóknir og til- raunir í rannsóknarstofum Yardl- ey í London og New York. Yardley veit að þess er vænst af yður, sem nútíma konu, að þér lítð sem bezt út, án tillits til hvar þér eruð eða hvernig yður líður. Þess vegna býður Yardley yður aðeins hin réttu andlitsvötn og krem, hvernig svo sem húð yðar er og Yardley tízkul itirnir í varalitum, augnskuggum og make up, sem fara yður bezt. BIÐJIÐ UM YARDLEY í NÝJUSTU PAKKNINGUNUM. Innflytjandi GLÓBUS h.f. VIKAN 31. tbl. ij

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.