Vikan

Tölublað

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 8

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 8
READINGS FROM ICELANDIC LITERATURE HALLDOR LflXNESS NOBELSVERDLflUNflSKALD DfiVID STEFflNSSON SKALD FRA FAGRASKOGI ísleizhir rithöfBRdar d hljóiplötom Tvær stórmerkar hæggengar hliómplötur með upplestri íslenzkra rithöfunda eru nýlega komnar ó sölumarkað. Er annars vegar hliómplata með Halldóri Laxness og Davíð Stefónssyni, og hins vegar plata með prófess- orunum Sigurði Nordal og Jóni Helgasyni, og lesa þeir allir úr eigin verkum. Með hljóm- plötum þessum mun andi og raddir þessara merku manna Iifa lengst okkar ó meðal. All- ir unnendur íslenzkra nútímabókmennta þurfa að eignast þessa þjóðardýrgripi. FÁLKINN H.F. hljómplötudeild. VALIIR HÚSMÆÐUR KAUPA: VINDRR VÖRUNA VALS Sultur BúSinga Saftir Marmelaði Ávaxtasafa Ávaxtahlaup Tómatsósu Valur er valinn þegar valið er. Vals vörur í hverri búð. EFNAGERÐIN V A L U R Kórsnesbraut 124, Kópavogi. Símar 40795 og 41366. Pósthólf 1313 Reykjavík. g VIKAN 31. tbl. Guðrún Svava Svavarsdóttir. Hér á landi sem annars stað- ar er margt ungt fólk, sem langar til að helga líf sitt listinni í einhverri mynd, enda þótt hún sé oft lítt arðbær atvinnu- vegur. Við eigum engan listahá- skóla hér á landi og þess vegna leitar hugur margs listamannsins utan til náms, „þótt hvergi sé hægt að læra list“, eftir því, sem Guðrún Svava Svavarsdóttir seg- ir, en hún er tvítug stúlka, sem langar til að leggja stund á högg- myndalist. — Segðu mér, Guðrún, hvenær tókstu þá ákvörðun að ganga listabrautina? — Ja, um beina ákvörðun var nú eiginlega ekki að ræða, þetta bara æxlaðist svona. Ég hef alveg frá fyrstu tíð haft gaman af því að mála og móta, en það var ekki fyrr en í 5. bekk í menntaskóla, að ég sá, að aðra braut gat ég ekki gengið. Þá hafði ég verið á kvöldnámskeiðum hjá Ásmundi í Myndlistaskólanum. — Og síðan? — Síðan hef ég lært dálítið hjá Sigurjóni Ólafssyni og svo var ég líka í Myndlistaskólanum í vetur. — Þú hrífst auðvitað af þess- um nýju stefnum í myndlist svo sem þessari „pop“-list, sem hérna var sýnd á dögunum? — Já, þetta er það, sem koma skal. Annars er nútíma högg- myndalist bæði figurativ og abstrakt, en í höggmyndalist eins og öðrum listgreinum erum við langt á eftir tímanum, það er t.d. mjög langt síðan „pop“-list- in ruddi sér til rúms erlendis, þótt hún sé fyrst núna að sjá dagsins ljós hér á landi. — Hvar heldur þú, að bezt sé að stunda nám í höggmyndalist? — Hvar sem er og þó hvergi Það er aldrei hægt að læra að verða listamaður, en vinnubrögð- in verður maður auðvitað að læra, og hvað þau snertir, held ég, að flestar akademíur séu hvað lélegastar. Myndhöggvar- 3SÖI Ef þér vilduð nú koma hérna, fröken ....

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.