Vikan

Tölublað

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 9

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 9
Rætt við unga stúlku, sem er alveg vlss um, hvaO hún æflar að verða. Hún seglr: í höggmyndalist erum viÖ langt ó eftir fímonum arnir okkar hafa lært víða, t.d. í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi, já, jafnvel á Ítalíu. — Hvernig er annars með lönd- in austan tjalds? Nú vilja menn halda því fram, að þar leggi yf- irvöldin miklar hömlur á lista- menn. — Eiginlega er ég því nú lítið kunnug, en ég hef heyrt, að að minnsta kosti í Póllandi og Tékkóslóvakíu sé heilmikið að ske og þau lönd standi framar- lega á sviði lista, eins hef ég heyrt, að nokkuð sé að rofa til í þessum málum í Rússlandi, t.d. í myndlist, þótt þær myndir, sem ég hef séð í blöðum þaðan, bendi síður en svo til þess, þær eru yfirleitt í gamla stílnum, og að mér finnst fyrir neðan allar hell- ur. — Þú minntist á málaralist. Hefur þú nokkuð reynt fyrir þér í þeim efnum. —- Jú, ég hef reynt dálítið að fást við olíuliti, en meira með pastel og litkrít, en höggmynda- listin held ég, að sé það tján- ingaform, sem mér hentar bezt. Eins hef ég talsvert gaman af að fikta við silfursmíði, þótt ég kunni nú ekki mikið fyrir mér í þeim efnum. — Og eins og flestir ungir lista- menn, Guðrún, þá hyggur þú auð- vitað á frekara nám á erlendri grund. — Jú, mig langar að fara ut- an strax næsta vetur, en hvert ég fer, er enn óvíst. •—■ Nú að lokum ætla ég að spyrja þig að nokkru, sem mér hefur lengi leikið forvitni á að vita. Hvernig stendur eiginlega á því ,að margir listamenn eru oft öðruvísi í klæðaburði og hátt- um hedur en fólk, sem gerist og gengur? — Mín skoðun er sú, að þeir geri þetta frekar til þess að reyna að drepa niður smáborg- arann í sjálfum sér en til þess að hneyksla aðra. G. E. Ég hef víst tekiS þessa röntgenmynd of fl.jótt upp úr framkallaranum. Dásamlepr ilmur íyrir hverja konu ... í yndis- legum ilmkremum HIN SÉRSTÖKU ILMKREM FRÁ AVON. Sex ilmtegundir — indælar, mildar og lokkandi, við hæfi hverrar konu. Svalandi, heit og rómantísk áhrif. Við öll tækifæri er ILMKREM ávallt það bezta. Aðeins ögn á hndleggi háls og herðar.— kremið hverfur, en ilmurinn verður eftir lengi — lengi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.