Vikan

Tölublað

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 11

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 11
AFTUR STIt ÍIISIIRWI\<'i It FBA BOLMGAB- AÍK OG ÍSAFIBIM NÍÐAA 1033. NlÐABl HLIITI ALEGA FARIÐ I HAADANKOLL91 HJÁ ÍSLFNDINGIJAI Bolvíkingar höfðu skipað sér á Brjótinn og var þeirra ráða- gerð sú, að standa þar sem þétt- ast. Enginn ísfirðingur skildi á land stíga, nema yfir þeirra blóðugu búka. Hver þumlugur lands skildi varinn til síðasta manns, og allir höfðu kysst kon- ur sínar með kossi, eins og karl- menn gera jafnan, þegar tví- sýnt er um líf þeirra. Voru menn einbeittir á svip ekki síður en ís- firðingar og ægilegir undir brún að sjá. Steinnökkvi einn mikill kall- aður „lektar," hafði verið settur við enda Brjótsins. Höfðu verkfræðingar fundið þennan nökkva einhversstaðar norður á ströndum og töldu, að hann myndi standa af sér öll brim, og drógu hann með ærnum kostnaði til Bolungavíkur, fylltu hann af stór- grýti, sem hann auðvitað brotnaði utanaf í fyrsta haust- briminu og grjótið barst síðan í lendinguna. Nökkvi þessi var lítið eitt lægri en Brjóturinn, og var sú ráðagerð helzt hjá Boivíkingum, að hleypa tsfirðing- um upp á lektarann og þrengja þar að þeim og hrekja þá í sjóinn sitt hvorum megin nökkvans. Hér var greinilega að takast hin grimmasta fólk- orrusta með öllu því, sem slíku tiltæki fylgir. Báturinn seig nær og nær. Nú var hægt orðið að greina menn á dekkinu, og sáu margir Víkarar þar vini og kunningja og frændur. En hvaða stríðstæki var þetta, sem tveir menn héldu á og beindu á þorpsbúa? — Þeir ætla að sprauta á okkur sjóðandi vatni. — Það man nú enginn lengur, hver lét þessi orð falla, en þau voru örlagarík. Bolvíkingar höfðu að vfsu ver- ið ráðnir í að selja líf sitt dýru verði, en það hafði þeim aldrei komið til hugar að láta sjóða sig lifandi. Margir þeirra sem ótrauðir og geiglausir höfðu horft á hættuna færast æ nær, litu nú um öxl til landsins, og þar sem hver maður hafði áður viljað ganga öðrum framar, þá dró greinilega úr áhuga manna að komast í fremstu víglínuna. Raddir heyrðust um, að rétt væri að hopa ofar, þar sem ísfirðingarnir kæmu hinu geig- vænlega vopni ekki við, en það var of seint að fylkja liði að nýju, því að báturinn var búinn að hægja ferð- ina og var að leggjast að. Slangan gapti við Bolvík- ingum og fannst hverjum og einum, að henni væri beint að sér og sér einum. Endum er kastað í land. Fjandskapur er að vísu mik- Prarnhald á bls. 39. • '■ ■■ ■;■■■■ ■ V: -'-IIII-IÍ ' j:.. Sll i í ■ . IIiiili . , i s s v S s> ■ ■■',:■■':! liti |||i|l!!! . - VIKAN 31. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.