Vikan

Tölublað

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 14

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 14
FEGURÐARSAMKEPPNIR Hún er aS sjálfsögðu hávaxin, grönn og ljóshærð og heitir Ingrid Norrman. Hún er frá Hultsfred í Smálöndunum og er 21 ára. Mamma hennar sendi myndir af henni og allir gátu séð, að hún var íturvaxin stúlka. Svo kom það í Ijós, að hún var líka sjarmerandi og dómnefndin í sænsku fegurðarsam- keppninni varð einróma sammála um að kjósa hana sem Ungfrú Svíþjóð 1965. Eftir því sem við bezt höfum fregn- að, þá er ungfrúin trúlofuð blaðamanni frá Lundi og það er ekki ólíklegt, því blaðamenn vita ýmislegt á undan öðr- um og ráðast varla á garðinn þar sem hann er lægstur. Við óskum þessum sænska kollega vorum til hamingju. Vonandi að hann sjái eitthvað eftir af henni, þegar hún fer til keppni á Langa- sandi í Kaliforníu á þessu ári. MM FEIíllfi 1965 TÆKNI Náunginn til vinstri á myndinni heitir Art Arfons og býr í Ohio í Bandaríkjunum. Tryllitækið, sem hann stendur hjá, ber nafn- ið „Græna skrímslið". Ef ein- hver skyldi ekki vera viss í sinni sök, er rétt að taka fram, að þetta er bíll, en ekki flugvél. í fyrra fór Arfons í ökutúr á salt- sléttunum í Utah. Hraðinn /ar mældur og reyndist vera 863,5 km. á klst. f annarri tilraun bætti hann enn við og náði 919 km. á klst. Það segir sig sjálft, að það þarf engan smá mótor, til að ná þessum hraða, enda hafði hann yfir 17000 hestöfl. En Arfons lét ekki staðar .íumið að svo komnu. Hann fékk Firestone hjólbarða- fyrirtækið til að láta smíða nýtt „skrímsli", og hyggst nú sprengja hljóðmúrinn. Til þess þarf enn að auka vélaraflið, og verður það nú 18000 hestöfl. Sjálfur er vagn- inn 3 tonn að þyngd. Hljóðmúr- inn í Utah er einhversstaðar milli 1160 og 1200 km. hraða, en það er þó komið undir hita og raka- stigi. Bifreiðin er eingöngu knúin áfram af þrýstilofti, en engin drif á hjólum. Arfons sagði ný- ega í blaðaviðtali, að hann væri aldrei smeykur meðan á ferð- inni stæði, en hins vegar gæti hann aldei sofið nóttina áður en hann legði í hann. Hann álítur, að í náinni framtíð verði hægt að ná 1600 km. hraða á klst., en þá er líka hætt við, að bifreið- in hefji sig til flugs. En hvað gerist nú, þegar hann fer gagnum hljóðmúrinn? Arfons segir: — Það vitum við ekki enn- þá. En jafnvel þátt allt fari í loft upp, vona ég, að smám sam- an verði ég fær um að útskýra það. Aðeins einn maður hefur náð meiri hraða á jörðu niðri en Arf- ons. Það er bandarískur liðsfor- ingi John L. Stapp. f marz 1954 settist hann ^pp í edflaugarsleða og lét skjóta sér eftir teinabraut. Hraðinn sem hann náði var 1011 km. á klst. SÍÐAN SÍÐAST EINRÆÐISHERRAR Ef Hitler væri enn á iíffi Það hefur oft verið efað, að Hitlcr hafi látið Iífið fyrir 20 árum síðan. Er það satt, sem sagt er, að hann og Eva Braun hafi tekið sig af lífi kl. 15,45 þann 30. apríl 1945? Voru likamir þeirra siðan brenndir á eftir? Eða voru það Hitler og Eva Braun, sem Rússarnir grófu upp 17. janúar 1946? Það er til vitni að þeim atburði, Francais Rathanau, en því miður, hann stóð í tiu metra fjarlægð frá gröfunum og getur því ekki sagt neitt með vissu. Er Hitler enn á lífi? Ennþá hefur ekkert svar fengizt, þrátt fyrir allar rannsóknir og vitnalciðslur. Það eru skrifaðar bækur af fólki, sem svo sann- arlega óskar ckkert eftir því, að hann sé enn ofanjarðar, en það er í vafa, sannanirnar vantar. En hvernig liti þá Hitler út, ef hann lifði enn í dag? Sérfræðingar hafa reynt að skyggja ljósmyndir sem til cru af honum, með ráðleggingum frá læknum. Og hér höfum við smá sýn- ishorn af rannsóknunum. Líklegust þykir myndin í miðjunni. 76 ára gam- all, hálfblindur, tannlaus. Og trúlegt, að hann hristist mikið og tini, því að strax árið 1943 var hann kominn með mcrki um Parkinsons-veikina. VIKAN 31. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.