Vikan

Tölublað

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 15

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 15
Haraldur, eftirsóttur prins. Benedikta, fékk kærkomna heim- Tatiana, peningalaus prinsessa. sókn. KÚNGAFÖLK Gert út um ástamál á Corfu í sumar ÞaS lítur einna helzt út fyrir, að dragi til tíðinda meðal kóngafólksins á grísku eynni Korfu í sumar. Þau Konstantín Grikkjakonungur og Anna María drottning hafa boðið þangað tveimur prinsessum, sem báðar eru hrifnar af sama prinsinum. Og prinsinn kemur líka. Þessi þrjú eru Haraldur krónprins frá Noregi 28 ára, Benedikta prinsessa af Danmörku, 21 árs og franska prinsessan Tatiana Radziwill, 26 ára. Einu sinni hefur Tatiana orðið að leggjast á sjúkra- hús í París, vegna ástarsorga útaf Haraldi. En það er sagt, að Haraldur taki Benediktu fram yfir hana. Fyrir nokkrum vikum heimsótti Haraldur Kaup- mannahöfn. Meginástæðan, segir fólk, var að vera í námunda við Benediktu, þau tvö voru óaðskiljanleg. Ef Haraldur giftist Benediktu og ríkisarfinn Margrét giftist ekki manni af lægri stigum, fá konungshjónin í Danmörku einhvern daginn að sjá allar þrjár dæt- ur sínar á veldisstóli. Þessi margumtöluðu ástamál kóngafólksins eru orðin hálfgerð gamanmál. Fyrir einn prins og ríkisarfa eru ef til vill ekki svo ýkja margar prinsessur eða kvenfólk með blátt blóð í æðum, sem til greina kemur og þegnarnir geta sætt sig við sem maka þjóðhöfðingjans. Svo þetta getur orðið hálfgert og algert vandræðamál, einkum þegar ástin grípur inn í eins og til dæmis með hollenzku prinsessuna og fyrrverandi Hitlers-æsku- meðlim Claus Von Amsberg. KVIKMYNDA- LEIKARAR Hún Iftur aldrei af Bur- ton Eitthvað hefur komiff fyrir Liz Taylor. Nú einbeitir hún sér meira en nokkru sinni áffur aff viðhalda feyurff sinni, — hún hefur létzt um nærri 6 kiló — og víkur ekki þumlung frá Burton, jafnvel þótt hann sé að vinna. Og hver er á- stæöan? Liz hefur fengiff keppi- nant, fallegu brezku leikkonuna Clarie Bloom. Frá þvi i janúar hefur Liz fylgt sínum Burton eins og skuggi. Þeg- ar hann byrjaffi að leika í mynd- inni „Njósnarinn", sem tekin er í Dublin, lagffi hún land undir fót og kom þangaff meff ölt börn sín. Og enginn skyldi halda, aff hún sitji i makindum inni á hótelher- bergi og bíffi þess, aff Richard komi heim úr vinnunni. Hún fylgist meff öllu þvi sem gerist á sviðinu og vakir yfir manni sinum frá morgni til kvölds. Liz veit þó, að ekkert er „á milli“ Richards og Claire Bloom. Claire er mjög hamingjusöm t hjónabandi sínu með Rod Steiger, og helgctr honum allar sinar frístundir. En Liz hefur kvenlegt effli og tilfinningar, og móti afbrýöisemi gagna engar staðreyndir, Hún veit að þaff er tíu ára vinátta aff baki milli þeirra Richards og Claire. Þau léku saman i tveimur myndum áður en Liz kom til sögunnar, „Alexander mikla" og „Villtar á- striður". Richard hefur ekkert far- ið dult með hrifningu stna á Claire frá þeim timum. Og Claire hefur sagt, aff hún teljí Burton einhvern mesta leikara sem nú er uppi. Eitt sinn léku þau saman í klass- isku verki. Hún var Ófelia og hann Hamlet i Old Vic leikhúsinu i London. Þaff sem nagar Liz, er aff hann skyldi neita milljón dollara samningi viff Hollywood og láta sér nægja 50 pund á viku affeins til aff fá aff leika á móti Claire. En samkeppnin hefur minnt Liz á þaff, sem hverri konu er nauð- synlegt, að gæta fegurffar sinnar. Hún byrjaði í leikfimi og fegrunar- sérfræðingurinn kemur i heimsókn á hverjum degi. Árangurinn leyntr sér heldur ekki, Liz hefur létzt um 6 kiló og er nú fallegri en nokkru sinni fyrr. Meff þessu vopni rikir hún yfir Burlon 24 tima á sólar- hring. VIKAN 31. tbl. Jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.