Vikan

Tölublað

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 17

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 17
ekki raunverulega frænka mín, sem betur fer. Bara maðurinn hennar var frændi okkar. Hann var hræðilega afbýðissamur út í hana, hann var sjötíu og fimm ára og hún var fimmtíu og fimm. Hann lokaði hana inni í kastalanum sínum, tók allt af henni og bað gekk meira að segja svo langt að hún varð að spretta upp rekkjuvoðunum til að búa sér til föt. Svona fer líka fyrir mér. Angelique verkjaði ennþá í kinnina undan kinnhestinum, sem Phil- ippe hafði rekið henni, og fannst lítið gaman að þessu hjali vinkon- unnar. En hún hélt áfram. — Þú hefur alveg tökin á Philippe. Það er sagt, að þú lofir honum að ráðskast eins og vill í peningakistunum þínum. Við hirðina vildi Angelique aðeins vera Marquise du Plessis-Belliére og ekkert annað. Þegar Madame de Montespan minntist þannig á fjár- málaviðskipti hennar, kom það við auman blett. — Hafðu ekki áhyggjur af því, sagði hún snöggt. — Ef þú værir svolítið sniðug, hjálpaðir þú mér heldur að finna mér einhvern stað við hirðina. Til dæmis gætirðu sagt mér um einhverjar auðar stöður, sem ég get sótt um. Athénais fórnaði höndum: — Vesalings barnið mitt, hvað hugsarðu? Óskipaða stöðu við hirðina? Þú gætir alveg eins fundið nál í heystakki. Hér eru margir um boðið og jafnvel þótt peningarnir séu í höndunum er erfitt að fá stöðu. — Samt heppnaðist þér að komast í þjónustulið drottningarinnar. —■ Konungurinn sjálfur skipaði mig. Ég kom honum venjulega til að hlæja, þegar hann kom að heimsækja Mademoiselle de La Valli- ére. Hans hátign hélt, að drottningin hefði skemmtun af mér. Hann hugsar mjög vel um konuna sína. Hann var svo ákafur í, að ég yrði félagi hennar, að hann borgaði i laumi það sem á vantaði, að ég gæti borgað hirðmeyjarstöðuna. Maður þarf að eiga einhvern að, og eng- inn er betri en konungurinn sjálfur. Reyndu bara að finna einhvern, sem þú getur haft gagn af. Eða þá að þú verður að fara einhverjar aðrar leiðir. — Það er víst ekki hlaupið að þessu. — Ég veit það. Þú verður að nota ímyndunaraflið. Ég get nefnt þér dæmi. Ég veit að Sieur de Lac, aðalþjónn de la Valliére mark- Framhald á bls. 28. Urdráttur úr því, serra áður hefur gerzt I sögunni: Angelique er nýkomin til Ver- sala í fyrsta sinn, ásamt nýbök- uSum eiginmanni sínum, Phil- ippe du Plessis-Belliére. Hann er hinn versti viS hana og telur hana hafa svikiS sig i hjóna- bandiS. Hann ætlar aS reyna aS reita kónginn til reiSi gagnvart henni, og nóttina áSur en hún ætlar aS vera viS hina konung- legu veiSi í skóginum viS Fausse- Repos lætur Philippe þjón sinn ræna henni og læsa hana inni í klaustri. Hún kemst aS því, aS henni hefur veriS boSiS til veiS- anna, tekst aS komast út úr klaustrinu, og mætir í þann mund, sem veiSinni er aS Ijúka. Þar hittir hún aS máli konung- inn, sem býSur henni, ásamt þeim öSrum, er viSstaddir voru veiSarnar, til samkvæmis í höll sinni. í samkvæminu lendir þeim saman, Philippe og Angel- ique, og hann ásakar hana aS viðstöddu margmenni, fyr- ir aS vera þess valdandi, aS hann sé aS missa hylli kon- ungsins. SíSan gefur hann henni löSrung. Eftir þessa niSurlægingu leitar hún sér húsaskjóls yfir nóttina í yfir- fullri höllinni, og fær loks inni í herbergi de Lauzun mark- greifa ásamt Madame de Montespan og fleira fólki. Þær búa sig undir nóttina . . .

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.