Vikan

Tölublað

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 19

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 19
Fyrir utan húsið í Beckenham. Dorothy, Jóhann og börnin, Anna, Robert Bjarni og Edward Thor. Þau Dorothy og Jóhann Sigurösson búa í fallegu efnamannahverfi sunnan við London. - Þar hafa þau rúmt um sig og búa með afbrigðum glæsilega. APiccadilly slær slagæS lífsins í London með miklu afli og eitt af því sem hvaS mest ber á þar, eru skrifstofur ýmissa flugfélaga. Flugfélag íslands hefur skrifstofu þar, sem er eins konar auka-sendiráS íslendinga í borginni og á öSrum staS viS Piccadilly hefur framkvæmdastjórinn, Jóhann Sig- urSsson, skrifstofu sina. Hann er ötull áróSursmaSur Islands á þesum staS og starfs sins vegna verSur hann sifellt að vera á ferS og flugi. En þegar annasömum starfsdegi hans lýkur á Piccadilly, þá ligg- ur leiSin suSur á bóginn. Jóhann býr i Beckenham, sem er fögur og virðuleg útborg Londonar og telur 75 þúsund ibúa. Hún er i næsta nágrenni viS Bromley, þar sem Óthar Hanson og Elín Þor- björnsdóttir búa, svo sem annarsstaSar er aS vikið. Jóhann SigurSsson er kvæntur enskri konu, Dorothy SigurSs- son. Hún er frá London og þau kynntust þar. Þau eiga þrjú börn, Önnu, sem er 7 ára, Robert Bjarna, 6 ára, og Edward Thor, sem er árs gamall. BæSi eldri börnin eru komin i barnaskóla. Þau hjónin tala ensku sín á milli og eins viS börnin, en Jóhann sagSi: Þetta er íslenzk fjölskylda og hann er raunar formaður íslendinga- félagsins í borginni. Þau búa þar sem heitir Kenwood Drive 39; þaS er stórglæsilegt hverfi, þar sem búa lögfræðingar, læknar og menn i kauphallar- viSskiptum. Jóhann sagSi, aS Bretar mundu kalla það „upper middleclass professionals“. ÞaS mundi aS minnsta kosti á okkar mælikvarSa vera taliS efnafólk. En hús Jóhanns og Dorotliy er samt höfuSbóliS i plássinu; stórt tvílyft hús úr hlöSnum steini, samtals um 160 fermetrar. ÞaS er 11 ára gamalt og hitaS upp meS kolasalla, sem bætt er á einu sinni á sólarliring. LóSin er öll 2500 fermetrar og kannski er hún enn verSmeiri en húsið; völlur svo sléttur sem enskir vellir einir geta orSið, litskrúðug og hávaxin rósabeS og tré, sem Hákon mundi kalla nytjaskóg. Allt er þetta í yndislegri samfellu og fullkominni sátt hvaS viS annað og fólkiS unir sér betur úti i garSinum en innanhúss, þegar veður leyfir. Jóliann sagði, aS fólk hjaraSi af veturinn en lifSi fyrir sumarið. ÞaS byrjar aS dunda í görSunum sinum í marz og getur farið aS njóta þess aS vera i þeim i april. Og allar götur fram i október er VIKAN 31. tbl. 2Q

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.